Fréttablaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 29. maí 2006
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
M
I
32
88
7
0
5/
20
06
Sveigjanlegir möguleikar með TM bílaláni:
// 5,95% fastir vextir á verðtryggðum lánum
- tilboð til 15. júní
// Lántökugjöld 1% - tilboð til 15. júní
// Lán í íslenskri mynt - engin gengisáhætta
// 80% lán í allt að 7 ár
// Getur greitt upp lánið hvenær sem er
// Engin uppgreiðsluþóknun
// Hægt að borga inn á lánið á tímabilinu og lækka
höfuðstól
// Hægt að færa lán á milli ökutækja
// Hægt að bæta við núverandi lán með
sameiningarláni
TM fjármagnar bílakaupin
Bíllinn er sjálfsagt ein algengasta stórfjárfesting okkar í lífinu. En stundum getur verið
erfitt að leggja út fyrir heildarupphæðinni. Með bílaláni TM geta kaupendur klófest þann
bíl sem þeir eru spenntastir fyrir á einfaldan og þægilegan hátt. Þeir velja draumabílinn
og sölumaður fyllir út lánsumsókn. Þeir sem vilja eignast ferðavagn eða mótorhjól með
hagstæðum lánum eiga líka kost á bílaláni TM.
Þú getur sótt um bílalán TM á vefnum, www.tryggingamidstodin.is,
eða hringt í síma 515 2000.
Hringdu í síma 515 2000 eða farðu á www.tryggingamidstodin.is og fáðu skýr svör.
Ég vil komast í samband
við traustan ferðafélaga,
sem finnst gaman að
skoða náttúruna!
Bílalán TM TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tryggingamidstodin.is
VINNUMARKAÐUR Ungt fólk sem
sækir um sumarvinnu getur átt
von á því að vera boðað í dags-
vinnu til reynslu. Ef það stendur
sig vel fær það ráðningu og fær þá
borgað fyrir daginn. Ef það þykir
ekki hafa staðið sig nógu vel fær
það ekki vinnuna og heldur ekki
greitt fyrir daginn.
Benedikt Höskuldsson, fyrr-
verandi trúnaðarmaður, þekkir
dæmi um þetta. Sonur hans svar-
aði nýlega auglýsingu þar sem
óskað var eftir sumarfólki í garð-
vinnu. Starfsmannastjórinn boð-
aði strákinn í vinnu í einn dag til
prufu með þeim orðum að hann
fengi vinnuna og laun fyrir daginn
ef hann stæði sig vel en annars
ekki.
Sonur Benedikts hefur unnið
við garðvinnu í mörg sumur.
Hann er duglegur og samvisku-
samur og hefur alltaf mætt 100
prósent. Hann hafði því ekki mikl-
ar áhyggjur af að fá ekki vinnuna.
Hann vann við það að hreinsa beð
frá átta til hálf sex. Í dagslok kom
verkstjóri og sagði þetta illa
unnið. Um kvöldið tilkynnti
starfsmannastjórinn honum að
hann fengi ekki vinnuna og held-
ur engin laun.
„Ég hringdi síðan sjálfur í
starfsmannastjórann og spurði
hvort hann þekkti ekki leikregl-
urnar á vinnumarkaði. Maður
tekur ekki mann í vinnu allan dag-
inn og borgar engin laun,“ segir
Benedikt. „Mér finnst þetta hall-
ærisleg og niðurlægjandi fram-
koma. Þetta er ósiðlegt og á skjön
við allar leikreglur á vinnu-
markaði.“
Benedikt bendir á að fyrirtæk-
ið rukki verkkaupann fyrir störf
sonarins og veltir fyrir sér af
hverju fyrirtækið skyldi ekki
greiða stráknum fyrir vinnuna.
Rétt er að taka fram að starfs-
mannastjórinn hefur nú lýst því
yfir að hann muni greiða strákn-
um.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, vara-
formaður Eflingar, segir að þetta
tiltekna mál hafi komið inn á borð
hjá Eflingu. Reglurnar séu skýrar.
Fólk sem vinnur til reynslu í einn
dag eigi að fá greitt fyrir vinnu
sína.
Gunnar Páll Pálsson, formaður
VR, segir að alltaf komi tvö til
þrjú svona mál á borð VR á hverju
ári. Unglingar sem eru teknir í
vinnu til reynslu eigi skilyrðis-
laust að fá greitt fyrir vinnu sína,
jafnvel þó þeir séu síðan ekki
ráðnir til starfa. VR sendi mál af
þessu tagi í innheimtu ef laun fáist
ekki greidd. ghs@frettabladid.is
Eru launalaus
á reynslutíma
Ungt fólk sem sækir um sumarvinnu er í auknum
mæli látið vinna einn dag til prufu hjá fyrirtækjum.
Ef það stendur sig vel fær það vinnuna og fær greitt
fyrir daginn. Ef það stendur sig illa fær það enga
vinnu og heldur ekki laun fyrir prufudaginn.
UNGLINGAR VIÐ GARÐVINNU Ungt fólk getur átt von á því að vera boðað í dagsvinnu til
reynslu á þeim forsendum að það fái vinnuna í sumar ef það stendur sig vel, annars ekki.
Stéttarfélögin segja að skilyrðislaust eigi að greiða fyrir vinnuna, jafnvel þó að viðkomandi
fái ekki sumarvinnu. Fólkið á myndinni tengist ekki efni fréttarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
DILI, AP Sveitir vopnaðra manna
skildu eftir sig slóð eyðileggingar
á Austur-Tímor í gær og hunsuðu
með öllu tilraunir erlendra friðar-
gæsluliða til þess að hafa hemil á
ástandinu. Óttast er að borgara-
styrjöld sé í uppsiglingu, sjö árum
eftir að eyjarhelmingurinn losn-
aði undan 24 ára hernámi Indónes-
íu.
Hundruð friðargæsluliða frá
Ástralíu og Malasíu eru komin til
höfuðborgarinnar Dili að beiðni
stjórnar landsins.
Rótina að átökunum er að finna
í gagnkvæmri tortryggni milli
þeirra sem studdu yfirráð
Indónesíu á sínum tíma og hinna
sem börðust gegn þeim. - gb
Slóð eyðileggingar á Austur-Tímor:
Óttast að borgara-
stríð brjótist út
FRIÐARGÆSLULIÐA HEILSAÐ Ekki tóku allir
Austur-Tímorar jafn vel á móti áströlsku
friðargæslusveitunum.FRÉTTABLAÐIÐ/AP