Fréttablaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 21
ER ÞÍN EIGN AUGLÝST HÉR? MEST LESNA FASTEIGNABLAÐ LANDSINS Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 3.31 13.25 23.22 Akureyri 2.45 13.10 23.38 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000. Garðyrkjumenn fyllast eldmóði á vorin og á það bæði við um lærða og leika enda eru ótal verkefni að glíma við. Brynjar Kjærnested, garðyrkjumaður hjá Garðlist á Kársnesbraut í Kópavogi, veit hvað ber helst að gera þessa dagana. „Þeir sem ekki eru búnir að hreinsa beðin ættu að byrja á því. Það getur þurft að bæta við mold og svo er orðið vinsælt að setja sand yfir beðin því hann minnkar viðhald á þeim mjög mikið. Lagið þarf að vera svolítið þykkt. Ekki þynnra en sex sentimetrar og má fara upp í tíu. Þeir sem ekki vilja nota eitur til að stoppa arfann gera það gjarnan með sandi. Við notum mest malað hraun. Það má ekki setja of fínan sand því hann fýkur bara um og verður of þéttur.“ Þar sem Brynjar er einn þeirra sem taka að sér umhirðu garða fyrir almenning er hann spurður hvort matjurtarækt sé vinsæl þar sem hann þekkir til. „Við erum nú aðallega í því að tyrfa yfir gamla matjurtagarða,“ svarar hann hlæjandi. „Samt kemur fyrir að við stingum upp matjurtagarða fyrir viðskiptavini og höfum jafnvel verið beðnir að setja niður kartöflurnar líka. En þeim fer greini- lega fækkandi sem rækta grænmeti við heimahús og það þekkist varla í nýjum görðum.“ Brynjar segir rétta tímann núna til að bera á bæði trjágróður, blómabeð og grasflatir. „Víða er mikill mosi í grasflötum. Þá er langbest að ná sér í magnesíumkalk og setja dálítið mikið af því, það minnkar mosavöxtinn. Fínt að setja það á núna og svo jafnvel tvisvar aftur í sumar. Sumir fara út í harðari aðgerðir og mosatæta garðinn með sér- stöku tæki en við mælum með kalkinu. Það er ein- föld og ódýr lausn.“ Ekki er Brynjar sérlega hrifinn af fjölærum blómum. „Það er mikil vinna í kringum fjölær blóm. Það þarf að afmarka vöxtinn hjá þeim því þau skríða um og það þarf að halda þeim meira við en trjágróðrinum. Ekki má nota Casoron á fjölær blóm en Casoron er fyrirbyggjandi eitur sem dreift er yfir beð þegar búið er að hreinsa þau. Það er mjög góð lausn fyrir fólk sem vill minnka vinnu við trjábeðin hjá sér en er ekki með sand. Það er líka ágætt að uppræta gróður milli hellna með þessu efni en þá þarf að passa að ganga ekki af stéttunum út á grasið fyrstu þrjá dagana því það sést greini- lega. Casoroni þarf að dreifa í logni og mikilvægt er að fólk viti að það virkar á yfirborð beðsins þannig að ef rótað er í beðinu aftur þá minnkar virkni efnisins.“ Magnesíumkalk í grasflötina Brynjar Kjærnested aðhyllist runna og trjágróður í görðum en er minna fyrir fjölær blóm. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hér er rauð möl notuð í beðin og fer hún vel við grænan gróðurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÖÐRUVÍSI VEGGPOTTAR Blómapottar eru með ýmsu lagi. Blómapottar úr ryðfríu stáli eru falleg hönnun og öðruvísi. HÚS 4 FASTEIGNASÖLUR Akkurat 27 Atlas 33 Árborgir 16 Ás 6-9 Dómus 18-19 Draumahús 20-23 Eignaumboðið 24-25 ES 14 Fasteignamiðlun FMG 35 Gloria Casa 31 Hof 28 Húseign 26 Höfði 12 Lundur 10-11 Lyngvík 29 Lögmenn Suðurlands 24 Neteign 16 Remax 13 Viðskiptahúsið 17 GÓÐAN DAG! Í dag er mánudagurinn 29. maí, 149. dagur ársins 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.