Fréttablaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 61
MÁNUDAGUR 29. maí 2006 21 Nígería er eitt af stærstu löndum Afríku. Þegar þjóðin fékk frelsi frá arðránsveldum, var hún svo lánsöm að fá Abú Bakar Balefa fyrir forsætisráðherra. Hann var einstakur heiðursmaður, sem vildi þjóð sinni allt það besta.Hann hóf þegar að undirbúa þjóðnýtingu auðlinda landsins. Böl Nígeríu var þá og er trú- lega enn, ættbálkadeilur af verstu gerð. Það nýttu löndin sem áttu þar hagsmuna að gæta. Sérstak- lega var þeim sárt að geta ekki haldið áfram að stela olíunni. Lagt var á ráðin um hallarbyltingu, sem endaði með því að Balefa var myrtur. Þar með missti þjóðin nýfengið sjálfstæði sitt í hendur innlendra kúgara, sem drottnuðu í skjóli útlendra arðræningja. Ennþá nær þetta auðlindaríka land ekki endum saman og hefur ekki bolmagn til að brjóta niður sjórán við strendur sínar. Hvaða öfl stjórna slíku ríki? Á Ísland er hægt er að telja þá þingmenn á fingrum annarrar handar sem að einhverju leyti hafa látið sér kjör láglauna stétta, aldraðra og öryrkja varða, utan í orði. Enn eina ferðina fyrir kosn- ingar, fóru flestir flokkarnir með sömu gömlu klisjuna um hvað þeir vilji gera mikið til að fyrrnefnt fólk, sitji við sama borð og aðrir. Að undanskildum einum flokki, fóru þeir í kringum umhverfis- og heilbrigðismál eins og köttur um heitan graut. Með hjálp valdhafa og þögulu samþykki næst stærsta flokksins, fara útlendir auðhringar sínu fram á hálendi landsins. Í framhaldi af skemmdarstarfseminni, sem er yfirþyrmandi og skelfir hugsandi fólk, reisa þeir forljót risamann- virki fyrir eiturspúandi starfsemi sína. Fögrum fjörðum, umhverf- inu og heilnæmu lofti er fórnað fyrir hergagnaframleiðendur, sem ekki fá inni hjá öðrum þjóðum. Álrisinn Alcoa er jafn illræmdur umhverfissóði og Impregilo, sem virkjar fyrir hann. Báðir auð- hringarnir láta sig litlu varða nátt- úru og vellíðan fólks. Fréttir utan úr heimi sanna það. Löngu er ljóst að valdhöfum er illa við verkalýðsfélög og sést það vel á lögunum sem tóku gildi 1. maí og opna flóðgáttir útlendinga í vinnu. Engar ráðstafanir eru gerð- ar til að koma í veg fyrir atvinnu- leysi, eða hvað verður um fólkið þegar vinnan þrýtur. Þetta munu gráðugir atvinnurekendur nýta sér. Meðan valdsmenn leggja land- ið í sölurnar fyrir eigin frama, lifnar verðbólgudraugurinn og ógnar skuldurum húsnæðislána og öðrum lántakendum. Skuldir þjóð- arinnar eru að verða henni ofviða. Laun umönnunarfólks og fjöldans sem er lægst launaður, eru svo svívirðileg, að fólkið hefur ekki efni á að hvíla sig. Glæpatíðni og vímuefnaneysla hefur aldrei verið meiri. Lögin eru svo illa gerð og götótt að óhugnanlegustu morð- ingjar, eins og eiturlyfjasalar, hlæja að þeim og fara sínu fram. Dauðsföll hafa aukist hjá öldruð- um vegna skorts á þjónusturým- um og lélegrar skipulagningar og stjórnunar. Heilsugæslan hefur verið á stöðugu flakki með aðstöðu sína og er úr tengslum við starfs- konur og skjólstæðinga. Þeir vita aldrei hvað nýr dagur færir þeim í síbreytilegu starfsmynstri gæslunnar og eiga nú verra með að ná til læknis en áður. Strangari dómar eru við búðarhnupli en nauðgunum. Súlustaðir eru enn reknir þrátt fyrir hættuna sem af þeim stafar og óljósa stöðu dans- kvennanna. Engir þingmenn eru með frum- vörp sem taka á vandamálunum og halda frekar uppi sýndarskær- um sín á milli, eins og um þann sjálfsagða hlut, að RÚV verði áfram í eigu þjóðarinnar. Ótrúlega stór hluti þingmanna er ávallt þög- ull. Þannig setja þeir ekki starf sitt í hættu með óþarfa afskipta- semi, enda bera fæst orð, minnsta ábyrgð. Eða hvað? En hvað getur þjóðin sagt þegar framsóknar- maðurinn, sjálfur forsætisráð- herrann, er yfir sig hrifinn af stöðu þjóðmála? Allt er eins og best verður á kosið, segir hann, enda séu flokksmenn hans með atvinnu- og velferðarmálin á sinni könnu. Þá hlýtur honum að þykja misréttið við hæfi og ekkert við því að gera. Reyndar sagðist hann fyrir tveimur árum, vera ósáttur við eftirlaunafrumvarpið og hét að því yrði breytt. Nú segir hann það torsótt við að eiga og jafnvel ómögulegt. Lögin stórhækkuðu laun ráðherra, þingmanna og hæstlaunuðu opinberu starfs- mannanna og veita þessu fólki rétt til launa á tveimur stöðum sam- tímis frá ríkinu. Það þýðir, að hætti maður sem sendiherra og verði þingmaður eða eitthvað annað, hefur hann tvöföld laun í háum klasa. Þetta er réttlæti þeirra sem stjórna Íslandi um þessar mundir í hnotskurn. Hvaða öfl ráða slíku ríki? Hvaða öfl stjórna Íslandi? UMRÐÆÐAN ÍSLENSKT ÞJÓÐFÉLAG ALBERT JENSEN TRÉSMIÐUR Engir þingmenn eru með frumvörp sem taka á vanda- málunum og halda frekar uppi sýndarskærum sín á milli... Undirritaður vill byrja á að þakka Fréttablaðinu fyrir að fylgjast vel með íþróttamálum sem ekki falla undir hina hefðbundnu íþrótta- fréttadálka, stefnumálum íþrótta- hreyfingarinnar og umræðu um rekstrarstyrki til barna- og ungl- ingastarfs svo eitthvað sé nefnt. Að gefnu tilefni vil ég þó gera athugasemd við frétt blaðsins á fimmtudaginn um styrki til íþróttafélaga í Reykjavík. Fyrirsögn fréttarinnar býður upp á að lesendur misskilji raun- verulega stöðu mála. Reyndar kemur skýring á innihaldinu fram í myndtexta fyrir ofan og í grein- inni sjálfri en fyrirsagnir eru oft það sem lesandinn grípur fyrst. Aðalatriði málsins er að öll félög í borginni njóti jafnræðis varðandi tímafjölda í íþróttamannvirkjum í borginni miðað við umfang starf- semi sinnar. Sum félög æfa í húsum sem þau reka sjálf með styrkjum frá Reykjavíkurborg en Íþróttabandalag Reykjavíkur sér um að greiða þessa styrki miðað við sameiginlegar reglur ÍBR og ÍTR um styrki til æfinga og keppni. Flest þessara félaga ásamt þeim sem ekki hafa eigin mann- virki æfa einnig í húsum sem Reykjavíkurborg á og rekur eða í mannvirkjum í eigu einkaaðila. Um þessa notkun gilda sömu regl- ur og áður var getið um en engar greiðslur eiga sér stað til félag- anna. Hinsvegar eru bókfærðir styrkir til félaganna fyrir alla notkun í íþróttamannvirkjum. Eins og fram kom í greininni er Ungmennafélagið Fjölnir að æfa mikið í Egilshöll enda mannvirkið í Grafarvogi sem er heimahverfi félagsins. Tímarnir í Egilshöll eru mjög dýrir miðað við aðra íþrótta- aðstöðu í borginni og þess vegna er bókfærður styrkur til Fjölnis miklu mun hærri en til annarra félaga. Fjölnismenn eru því í raun ekki að fá hæsta styrkinn heldur að æfa í dýrasta mannvirkinu. Það er kjarni málsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur. Millifærslur ekki styrkur FRÍMANN ARI FERDINANDSSON SKRIFAR UM STYRKI TIL ÍÞRÓTTAFÉLAGA Aðalatriði málsins er að öll félög í borginni njóti jafnræðis varðandi tímafjölda í íþrótta- mannvirkjum í borginni miðað við umfang starfsemi sinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.