Fréttablaðið - 29.05.2006, Side 16
29. maí 2006 MÁNUDAGUR16
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Ég er að sýna Fagnað eftir Pinter í Þjóðleikhúsinu sem
er mjög gaman og svo er ég að æfa Rómeo og Júlíu á
þýsku, ég er að fara með leikhúsinu mínu Vesturporti til
Þýskalands,“ segir Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona.
Leikhópurinn fer til Þýskalands í júní og er áætlað að
sýna verkið ytra sex sinnum.
Nanna Kristín lætur ekki þar við sitja heldur er hún
líka í skóla á veturna. „Ég er í námi með vinnu í Háskóla
Íslands og er að læra markaðsfræði og alþjóðaviðskipti.
Mér líst bara mjög vel á það, þetta er áhugavert og
svo opnast hugurinn fyrir öðru en því sem gerist innan
leikhússins,“ en Nanna Kristín er þessa dagana að skrifa
ritgerð um efnahagsástandið í Nepal. „Skólinn er tvisvar
í viku. Annars byggist þetta á mjög miklu heimanámi
og verkefnavinnu,“ segir Nanna en hún stefnir á að
klára námið um næstu jól.
Eftir að sýningum á Rómeo og Júlíu
lýkur í Þýskalandi í sumar ætlar Nanna
Kristín að dvelja þar aðeins lengur. Hún
segir stefnuna að leigja bíl og keyra um.
Svo sé málið auðvitað að komast á svo sem
einn leik í heimsmeistarakeppninni í fótbolta
sem fram fer í Þýsklandi. Hún segist halda
með Englendingum.
„Þegar ég fer í sumarfrí ætla ég að koma íbúð-
inni minni í stand, ég var að flytja um síðustu jól,“
segir Nanna Kristín en þar á hún ýmislegt eftir ógert.
Fagnaður verður sýndur í Þjóðleikhúsinu fram í
lok maí en Harold Pinter er eitt frægasta leikskáld
samtímans og nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum
árið 2005.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR LEIKKONA
Heldur með Englandi á HM
Bara einn turn
Segja má að Samfylkingin
nái ekki að verða hinn
turninn á móti Sjálfstæðis-
flokknum.
BIRGIR GUÐMUNDSSON STJÓRN-
MÁLAFRÆÐINGUR Í FRÉTTABLAÐ-
INU 28. MAÍ.
Ennþá í sveitinni
Framsóknarflokkurinn tapar
mest í þéttbýli þar sem
hann þarf mest á því að
halda að sækja á.
GUNNAR HELGI KRISTINSSON
PRÓFESSOR, FRÉTTABLAÐINU
28. MAÍ.
Eingöngu fimm prósent hitabeltis-
frumskóga sæta einhvers konar
vernd, að því er fram kemur í nið-
urstöðum nýrrar alþjóðlegrar
rannsóknar sem birtar voru á
fimmtudag. Þó hefur notkun
þeirra breyst mikið til batnaðar á
síðustu tveimur áratugunum.
Rannsóknin var gerð af
Alþjóðasamtökum um hitabeltis-
timbur, ITTO, og rannsökuðu vís-
indamenn 814 milljón hektara, eða
um tvo-þriðju hluta allra hitabelt-
isskóga, í 33 löndum.
Allir þeir skógar sem kannaðir
voru hafa verið útnefndir sem
vernduð svæði, sem þýðir að land-
eigendur eða ríkisstjórnir hafa
samþykkt að friða þá alveg eða að
leyfa skógarhögg og aðra athafna-
semi eingöngu ef ljóst þykir að
starfsemin eyðileggi ekki skógana.
Samt sem áður er þessu ein-
göngu fylgt eftir í fimm prósent-
um tilvika, kom fram í rannsókn-
inni sem er hin viðamesta sem
gerð hefur verið.
„Sum lönd hafa nú þegar misst
meirihluta náttúrulegra skóga
sinna, og hafa nú frekar litla skóga
og stór svæði af óstöðugu og
ófrjóu landi,“ segir í skýrslunni.
Þeir skógar sem sæta vernd
eru þó sífellt fleiri, og ná nú yfir
36 milljón hektara, miðað við eina
milljón hektara árið 1988. - smk
95% frumskóga óvernduð
FJÖR Í FRUMSKÓGINUM Níutíu og fimm
prósent frumskóga jarðarinnar eru ekki
vernduð. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hljóðið var gott í Árna Sig-
fússyni, oddvita Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjanesbæ,
og Lúðvík Geirssyni,
oddvita Samfylkingarinnar
í Hafnarfirði, í gær en
flokkar þeirra unnu báðir
stórsigur, hlutu hreinan
meirihluta í bæjarstjórn.
„Við erum þakklát fyrir þann
stuðning sem við höfum fengið.
Þetta var vel unnið. Mér heyrist
við báðir telja að þetta hafi verið
afrakstur vinnu síðustu fjögurra
ára,“ sagði Árni eftir sjónvarps-
umræður á NFS í gær.
Skoðanakannanir höfðu spáð
báðum flokkum sigri í þessum
sveitarfélögum og því mátti
kannski búast við því að niðurstað-
an yrði á þessa lund. Lúðvík segir
þó að ekkert sé klárt fyrr en búið
sé að telja upp úr kjörkössunum.
„Þetta er fyrst og fremst vinnu-
sigur. Við erum að fá úrskurð og
dóm íbúa heima í héraði á því
hvernig við höfum verið að standa
að verkum á síðustu fjórum árum.
Það er auðvitað það sem er gleði-
legast við svona árangur að það er
ekki verið að vinna hann út á ein-
hver loforð heldur út á það sem
gert hefur verið,“ segir hann.
Árni segir að kosningabaráttan
hafi gengið ágætlega fyrir sig en
hart hafi verið sótt að flokknum
síðustu dagana fyrir kjördag með
ýmsum kynningarritum og frétt-
um sem hafi gert lítið úr þeim
árangri sem náðst hafi.
„Bæði þessi sveitarfélög, sem
skila svona góðum árangri, voru
tekin harkalega fyrir. Við erum
reyndar aðeins á eftir Hafnarfirði
í árangri sem við erum að skila í
okkar uppbyggingu. Við byrjuðum
seinna, á þessu kjörtímabili, og
vorum komin í gang 2004. Það skil-
aði sér í þetta sterkri niðurstöðu,“
segir hann.
Árni segir mikla vinnu og
spennandi verkefni bíða í sveitar-
félögum um allt land. Í Reykjanes-
bæ séu þetta verkefni á sviði
skólamála og verkefni varðandi
Varnarliðið og í Helguvík þannig
að það sé gríðarleg vinna fram-
undan. „Kosturinn við hreinan
meirihluta er sá að íbúarnir vita
nákvæmlega að hverju þeir ganga
og þeir geta þá dæmt um niður-
stöðuna að fjórum árum liðnum,“
segir hann.
Í Hafnarfirði verður haldið
áfram á sömu braut eins og kynnt
hefur verið fyrir íbúunum. „Við
erum búin að leggja fram okkar
stefnu og starfsáætlun fyrir næstu
fjögur ár. Það hafa verið miklir
uppgangs- og framfaratímar í
bænum. Við höfum verið að
styrkja bæjarfélagið á alla lund,“
segir Lúðvík og telur næg verk-
efni framundan.
Þegar bæjarstjórarnir tvær
eru beðnir um mat sitt á niður-
stöðu kosninganna yfir landið
segja þeir ljóst að niðurstaðan sé
verulegt áfall fyrir Framsóknar-
flokkinn en hann missti annan
hvern bæjar- og sveitarstjórnar-
fulltrúa hringinn í kringum land-
ið.
„Samfylkingin er að bæta og
styrkja stöðu sína mjög víða þó að
ég hefði viljað sjá hana koma
sterkar út í höfuðborginni. Sjálf-
stæðisflokkurinn stendur nokkurn
veginn í stað og heldur sínu og
Vinstri græn bæta sína stöðu. Nið-
urstaðan er frekar til vinstri,“
segir Lúðvík.
Árni telur Sjálfstæðisflokkinn
koma sterkan út úr kosningunum.
Hann sé öflugasti flokkurinn og
það sé styrkur að halda sínu. „Mér
sýnist hann þó vera að bæta í. Í
okkar kjördæmi, Suðurkjördæmi,
eru sex meirihlutar eftir þessar
kosningar og gríðarlega sterk
staða. Reykjanesbær og Vest-
mannaeyjar eru sterk dæmi um
nýja og öflugri stöðu sem hefur
verið að sækja á.“
Árni er sammála því að hvar
sem Framsóknarflokkurinn
kemur, hvort sem það sé í ríkis-
stjórnarsamstarfi með sjálfstæð-
ismönnum eða samstarfi með
Samfylkingunni eins og í Reykja-
nesbæ þá virðist það hvergi gilda.
„Mín ráðlegging er að hann bjóði
bara sér fram og haldi sínu.“
Lúðvík telur að Framsóknar-
flokkurinn hafi fælt kjósendur frá
sér og orðar það þannig að sama
sé í hvaða búningi hann hafi komið
til kosninganna, hvort það hafi
verið á eigin vegum eða í sam-
starfi með öðrum, Framsóknar-
flokkurinn hafi alls staðar tapað.
ghs@frettabladid.is
Vinnusigur
FENGU HREINAN MEIRIHLUTA Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ og Samfylkingin í
Hafnarfirði fengu bæði hreinan meirihluta í kosningunum á laugardaginn. Árni Sigfússon,
oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Lúðvík Geirsson, oddviti Samfylkingarinnar, voru hæst-
ánægðir með niðurstöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
KREFJAST UMBÓTA „Við styðjum umbætur“
stendur á mótmælafánum sem þessar
konur í Kyrgistan veifuðu á útifundi á laug-
ardaginn. Um það bil tíu þúsund manns
söfnuðust saman í höfuðborginni Bishkek
til að krefjast þess að stjórnvöld hrindi í
framkvæmd loforðum sínum um umbætur
á stjórnskipan landsins og berjist gegn
glæpum og spillingu.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP