Fréttablaðið - 29.05.2006, Síða 18
29. maí 2006 MÁNUDAGUR18
fréttir og fróðleikur
Svona erum við
Blóðbankinn hefur hrint af stað
herferð undir yfirskriftinni „Allir geta
verið hetjur“. Sigríður Ósk Lárusdóttir,
forstöðumaður blóðsöfnunarferða,
segir slíkar herferðir nauðsynlegar til
að vekja athygli á blóðgjöfum. Hækk-
andi aldur er áhyggjuefni þar sem
færri standa þá undir því að gefa blóð
að sögn Sigríðar og nauðsynlegt að fá
fleira fólk inn. Blóðbankinn fær engan
pening til auglýsinga en er í samstarfi
við Ogvodafone með þessa herferð.
Hvernig er staðan á blóðgjöfum?
Í dag eru virkir blóðgjafar, þeir sem
gefa oftar en einu sinni, um 9.000
talsins. Um 20.000 manns hafa ein-
hvern tímann komið og gefið blóð.
Við förum yfir lagerstöðuna daglega
og köllum inn gjafa eftir því sem þarf
með sms skilaboðum eða tölvupósti,
einnig hringjum við persónulega.
Á hverjum einasta degi þurfum við
70 blóðgjafa og við sinnum öllu
landinu.
Hvernig gefur maður blóð? Fólk
mætir til okkar eða í Blóðbílinn sem
er oft á ferðinni á höfuðborgarsvæð-
inu og fyllir út heilsufarsskýrslu sem
hjúkrunarfræðingur fer yfir með
viðkomandi. Því næst er sýni tekið
og rannsakað. Kannað er hver blóð-
flokkurinn er og hvort viðkomandi
sé aflögufær um blóð. Sé allt með
felldu má blóðgjafi koma eftir tvær
vikur og gefa blóð.
SPURT & SVARAÐ
BLÓÐBANKINN
Hetjur
nútímans
Á síðustu vikum hafa brotist út átök á Austur-
Tímor, einkum í höfuðborginni Dili og nágrenni
hennar þar sem vopnaðir hópar hafa skipst á
skotum. Tugir þúsunda íbúa hafa flúið átökin
og yfirgefið borgina. Stjórn landsins fór núna
í vikunni fram á aðstoð alþjóðlegs herliðs til
þess að stilla til friðar. Ástralía brást snögglega
við kallinu og hefur sent hundruð hermanna til
höfuðborgarinnar.
Hverjir eru að berjast?
Átökin núna má rekja til þess að 600 af 1.400
manna herliði Austur-Tímors fóru í verkfall í
mars síðastliðnum til þess að krefjast betri
vinnuskilyrða. Mótmælaaðgerðir þeirra voru
bældar niður og mótmælendurnir allir reknir úr
hernum. Margir þeirra hafa síðan farið saman í
hópum og staðið í átökum við það sem eftir er
af stjórnarhernum. Ástralía hefur sent hundruð
hermanna til Austur-Tímors á síðustu dögum
að beiðni stjórnarinnar. Alls verða áströlsku
hermennirnir 1.300 og þeim er ætlað að koma
á friði í höfuðborginni.
Hvað veldur óánægjunni?
Herliðið á Austur-Tímor var stofnað í miklum
flýti þegar landið fékk fullt sjálfstæði
árið 2002. Stjórn landsins hefur verið
gagnrýnd fyrir að hafa staðið illa að
skipulagi hersins. Óánægðu her-
mennirnir eru flestir frá vesturhluta
Austur-Tímors, og hafa haft það
á tilfinningunni að þeim væri
mismunað vegna uppruna síns.
Yfirmenn hersins eru flestir úr
röðum þeirra sem börðust fyrir
sjálfstæði og héldu uppi andófi
gegn Indónesíuher.
Hver er forsagan?
Austur-Tímor var áður portúgölsk
nýlenda sem lýsti yfir sjálfstæði árið
1975, en var eftir það í reynd undir
hervaldi Indónesíu allt til ársins
1999 þegar indónesíski herinn fór
frá landinu og skildi eftir sig gríðar-
lega eyðileggingu. Næstu þrjú
árin fóru Sameinuðu þjóð-
irnar með bráðabirgða-
stjórn á Austur-Tímor, en
árið 2002 fékk landið
loks sjálfstæði í reynd
með eigin stjórnar-
skrá. Fyrir um það
bil ári fóru síðustu
friðargæsluliðar
Sameinuðu þjóðanna
frá Austur-Tímor.
FBL-GREINING: AUSTUR-TÍMOR
Óánægðir hermenn efna til átaka> Mannfjöldaspá íslensku þjóðarinnar
M
an
nf
jö
ld
i
2008 2009 2010 2011 2012
Heimild: Hagstofa Íslands
30
2.
46
2
30
4.
71
1
30
6
.9
41
30
0.
19
1
30
9.
13
8
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Kannanir Gallup um fylgi
flokkanna í Reykjavík var
næst úrslitum, ef skoðað-
ar eru síðustu kannanir
sem birtar voru. Kannanir
Félagsvísindastofnunar og
Fréttablaðsins voru heldur
fjær úrslitum.
Þrír aðilar birtu skoðanakannanir
í nokkrum stærstu sveitarfélög-
um landsins fyrir kosningarnar
sem fram fóru á laugardag;
Félagsvísindastofnun fyrir frétta-
stofu NFS, Fréttablaðið og Gallup
fyrir fréttastofur Ríkisútvarpsins
og Sjónvarpsins.
Ef niðurstöður kosninga í
Reykjavík eru bornar saman við
síðustu kannanir sem birtust eru
kannanir Gallup næst niðurstöð-
um kosninga, en kannanir Félags-
vísindastofnunar og Fréttablaðs-
ins eru heldur fjær. Að meðaltali
var Gallup 1,3 prósentustigum frá
kosningum, Félagsvísindastofnun
var 1,8 prósentustigum frá kosn-
ingum en Fréttablaðið 1,9 pró-
sentustigum. Næstsíðasta könnun
Gallup, sem birt var á fimmtu-
dag, var nær kosningaúrslitum en
könnun Gallup sem birtist daginn
eftir, eða að meðaltali einu pró-
senti frá kosningaúrslitum.
Hjá einstökum flokkum var
Gallup næst niðurstöðu Fram-
sóknarflokksins og Samfylkingar,
en fjærst kosningaúrslitum Frjáls-
lynda flokksins og Vinstri grænna.
Félagsvísindastofnun var næst
kjörfylgi Frjálslynda flokksins og
Vinstri grænna, en fjærst kjör-
fylgi Sjálfstæðisflokksins. Frétta-
blaðið var næst kosningaúrslitum
Sjálfstæðisflokksins, en fjærst
kjörfylgi Samfylkingar og Fram-
sóknarflokks.
Framsóknarflokkurinn hlaut
6,3 prósent atkvæða í kosningun-
um, en könnun Gallup sagði flokk-
inn hafa 5,9 prósent fylgi, sem er
vanmat sem nemur 0,4 prósentu-
stigum. Félagsvísindastofnun van-
mat fylgið um 1,3 prósentustig og
mældi flokkinn með 5,0 prósenta
fylgi. Fréttablaðið vanmat fylgi
Framsóknarflokks um 1,8 pró-
sentustig og mældi fylgi flokksins
4,5 prósent.
Sjálfstæðisflokkur fékk 42,9
prósent atkvæða, sem er 0,3 pró-
sentustigum frá könnun Frétta-
blaðsins sem mældi fylgið 43,2
prósent. Í síðustu könnun Gallup
mældist fylgið 45,0 prósent og var
því ofmetið um 2,1 prósentustig.
Félagsvísindastofnun mældi fylg-
ið 4,2 prósent og ofmat fylgið um
4,3 prósentustig. Vegna þess hve
oft fylgi Sjálfstæðisflokks er
ofmetið í könnunum, spyrja
Félagsvísindastofnun og Gallup
framhaldsspurningar til að vega
upp á móti því. Fréttablaðið hefur
hins vegar ekki spurt slíkra fram-
haldsspurninga.
Frjálslyndi flokkurinn hlaut
10,1 prósent atkvæða og var fylgi
flokksins vanmetið í öllum könn-
unum. Minnst var fylgið vanmetið
í könnun Félagsvísindastofnunar,
um 1,6 prósentustig, en Frétta-
blaðið vanmat fylgi flokksins um
2,5 prósentustig og Gallup vanmat
fylgi flokksins um 2,8 prósentu-
stig.
Könnun Gallup var mjög nálægt
kjörfylgi Samfylkingarinnar. Sam-
fylkingin fékk 27,4 prósent
atkvæða en könnun Gallup sagði
flokkinn vera með 27,3 prósenta
fylgi. Félagsvísindastofnun sagði
Samfylkingu hafa fylgi 25,6 pró-
sent kjósenda og vanmat því fylg-
ið um 1,8 prósentustig. Fréttablað-
ið sagði hins vegar fylgi flokksins
vera 31, prósent og ofmat því fylg-
ið um 4,3 prósentustig.
Vinstri grænir hlutu 13,5 pró-
sent atkvæða og var Félagsvísinda-
stofnun næst kjörfylginu. Í könnun
Félagsvísindastofnunar mældist
fylgi flokksins 13,7 prósent og
ofmat því fylgið um einungis 0,2
prósentustig. Fréttablaðið mældi
fylgi flokksins 13,0 prósent og van-
mat því fylgið um 0,5 prósentustig.
Í könnun Gallup var fylgi flokksins
14,5 prósent og var því ofmetið um
eitt prósentustig.
Mestu frávikin eru annars
vegar mæling Félagsvísindastofn-
unar á fylgi Sjálfstæðisflokks, þar
sem fylgið var ofmetið um 4,3 pró-
sentustig og mæling Fréttablaðs-
ins á Samfylkingu, þar sem fylgið
var ofmetið um 4,3 prósentustig.
Minnstu frávikin er mæling
Gallup á fylgi Samfylkingar sem
var vanmetið um 0,1 prósentustig,
mæling Félagsvísindastofnunar á
Vinstri grænum, sem ofmat fylgið
um 0,2 prósentustig og mæling
Gallup á Sjálfstæðisflokknum sem
ofmat fylgið um 0,3 prósentustig.
Könnun Gallup næst úrslitum
Mikill munur var á öllum þeim
könnunum sem birtust og sýndu
fylgi flokka á Ísafirði og niður-
stöðu kosninganna á Ísafirði.
Það er könnun Félagsvísinda-
stofnunar, sem jafnframt er elsta
könnunin, tekin 26. til 28. apríl,
sem er að meðaltali næst úrslitum
kosninganna. Könnun Félagsvís-
indastofnunar er þó 8,4 prósentu-
stigum að meðaltali frá úrslitum
kosninga. Könnun Fréttablaðsins
sem gerð var 11. maí er að meðal-
tali 10,5 prósentustigum frá kjör-
fylgi. Könnun Gallup, sem jafn-
framt er nýjasta könnunin og gerð
var 10. til 15. maí, er fjærst frá
niðurstöðu kosninganna og er að
meðaltali ellefu prósentustigum
frá niðurstöðu kosninga.
Allar þrjár kannanirnar ofmátu
verulega fylgi Í-listans, Félags-
vísindastofnun um 11,3 prósentu-
stig, Fréttablaðið um 15,7 pró-
sentustig og Gallup um 16,5
prósentustig.
Að sama skapi var fylgi Sjálf-
stæðisflokks verulega vanmetið,
Félagsvísindastofnun um 12,0
prósentustig, Fréttablaðið um
13,5 prósentustig og Gallup um
13,8 prósentustig.
Fylgi Framsóknarflokks var
einnig vanmetið, þó að það hafi
ekki verið jafnmikið og fylgi
Sjálfstæðisflokks. Félagsvísinda-
stofnun vanmat fylgi flokksins
um 1,9 prósentustig, Fréttablaðið
um 2,4 prósentustig og Gallup um
2,7 prósentustig.
Þar sem samræmi er á milli
allra þriggja kannananna er lík-
legt að mikil fylgissveifla hafi
orðið frá 15. maí fram að kjör-
degi, þar sem fylgið færðist frá Í-
listanum og að megninu til yfir til
Sjálfstæðisflokks. Það verður að
minnsta kosti að teljast líklegra
en að allar þrjár kannanirnar hafi
haft sömu innbyggðu skekkjuna í
fylgismælingum sínum.
- ss
Munur á könnunum og kosningum á Ísafirði:
Kannanir gáfu
ranga mynd af stöðu
FRÉTTASKÝRING
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR
svanborg@frettabladid.is
Skoðanakannanir 2006
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
B D S F V
Munur á fylgi flokka
í skoðanakönnunum
og kjörfylgi í Reykjavík
■ Félagsvísindastofnun
■ Fréttablaðið
■ Gallup
■ Kjörfylgi
Miðað er við síðustu kannanir
43
,2
%
45
,0
%
42
,9
%47
,2
%
4,
5% 5,
9%
6,
3%
5,
0% 7,
6%
7,
3% 1
0,
1%
8,
5%
31
,7
%
27
,3
,%
27
,4
%
25
,6
%
13
,0
%
14
,5
%
13
,5
%
13
,7
%
SIGRÍÐUR ÓSK LÁRUSDÓTTIR
Forstöðumaður blóðsöfnunarferða