Fréttablaðið - 29.05.2006, Síða 20

Fréttablaðið - 29.05.2006, Síða 20
 29. maí 2006 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Sjúkraþjálfun Spennandi nám án skólagjalda Skráðu þig í inntökupróf fyrir 1. júní HÁSKÓLI ÍSLANDS SJÚKRAÞJÁLFUNARSKOR Skráning í inntökupróf: www.hi.is Upplýsingar um inntökupróf: www.laeknadeild.hi.is Upplýsingar um námið: www.laeknadeild.hi.is Sjúkraþjálfunarskor – Skógarhlíð 10 – 105 Reykjavík – S: 525 4004 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5. Um síðustu helgi töpuðu mínir menn fyrir KR 2 - 0, svo lágum við fyrir FH, og á laugardaginn tapaði svo flokkurinn minn sveitarstjórn- arkosningunum, og nú ríður á að vinir mínir og félagar í Framsókn- arflokknum tapi sér ekki. Nú eigum við að ræða málin í okkar hóp og takast á inn á við og ekki skemmta andstæðingum okkar með ótímabærum yfirlýs- ingum, eða með því að vera nafn- lausir heimildamenn ákveðinna fréttamanna sem hafa gaman af að flytja tortímingarfréttir af Framsóknarflokknum. Nú þurfum við að berja í brestina og sækja svo fram af fullu afli í næstu kosn- ingum, hvenær svo sem þær verða. Með öðrum orðum að viður- kenna tapið og vinna út frá því. Það gerði Halldór Ásgrímsson, einn flokksleiðtoganna, í fyrri nótt þegar hann aðspurður sagðist taka á sig ábyrgð á útkomu flokksins á landsvísu. Hann sagðist líka hafa orðið var við það á ferðum sínum um landið í kosningabaráttunni að óróleika og óánægju gætti meðal flokksfólksins. Almennt hefur baráttan í Reykjavík smitandi áhrif á kosn- ingabaráttuna annars staðar á landinu enda kastljósi fjöl- miðlanna einkum beint að flokk- unum þar og einstaklingunum sem í hlut eiga. Fyrir okkur framsókn- armenn var þar á brattann að sækja, en þrátt fyrir erfiða stöðu tókst ungum leiðtoga og liði hans að snúa erfiðu tafli sér í hag og ná inn í höfuðborginni með 6,3% fylgi. Þar verður áfram mikið verk að vinna. Ég eftirlæt forystu- mönnum míns flokks að túlka nið- urstöður flokksins í smáatriðum, en ég var ánægð með að heyra það sem ég raunar vissi af reynslunni, að Halldór Ásgrímsson vék sér ekki undan ábyrgðinni. Hann var hins vegar einn um það. Sjálfstæðisflokkurinn náði ekki takmarki sínu í Reykjavík þótt hann kópíeraði R-lista málin eitt af öðru, en sú útkoma á sér engan ábyrgðarmann heyrist mér. Nafna mín Sólrún Gísladóttir virtist mér heldur enga ábyrgð bera á brostn- um vonum flokksmanna Samfylk- ingar þegar ég hlustaði á hana í gærkvöldi. En hvað skýrir úrslit kosninganna? Er það ekki áhuga- verðast? Mér finnst eins og kjós- endur séu að segja stjórnmála- mönnum að þeim verði kastað út í ystu myrkur í alþingiskosningum ef þeir gleyma í umræðunni að ræða þau málefni sem samfélagið er viðkvæmast fyrir. Það vantar eitthvað í þennan mannlega þátt þegar hraðinn og græðgin fer svo hratt vaxandi. Eðli málsins samkvæmt bitnar pólitísk vinstri hreyfing meðal kjósenda á þeim flokki sem er á miðjunni og sækir fylgi sitt til beggja átta. Það skýrir útkomu Framsóknarflokksins í kosningun- um nú að mínu áliti. Félagslegar áherslur Margrétar Sverrisdóttur eiga vafalaust stóran þátt í útkomu Frjálslynda flokksins. Ósk kjós- enda um ríkari samfélagslega ábyrgð skýrir að mínum dómi líka útkomu Samfylkingarinnar um landið. Samfylkingin sótti sér nýja forystu í fyrra, hægri sinnaðan varaformann og formann sem ekki hefur getað fótað sig á landsmála- svellinu og hefur átt mjög erfitt með að svara gagnrýni VG á Sam- fylkinguna frá vinstri. Afskipti formannsins af prófkjörsbaráttu SF í Reykjavík hafa hér sömuleiðis einhver áhrif rétt eins og sölu- menn Dags B. Eggertssonar. Hjá sjálfstæðismönnum gerð- ist í raun ekkert nýtt. Þeir stóðu í stað þegar á heildina er litið. Það er margt sem við framsóknar- menn í öllum kjördæmum þurfum að hafa í huga þegar við förum vandlega yfir þá flóknu stöðu sem upp er komin. Hún skýrist ekki af framgöngu eins manns eða tveggja - hún skýrist af óskum kjósenda. Verkefnið er að greina þær óskir rétt. Stjórnmál snúast um þolin- mæði, klókindi og traust. Nú reyn- ir á að menn standi saman og tapi sér ekki þrátt fyrir tap. Þannig er það bæði í boltanum og í barátt- unni um að þjóna kjósendum. Allir þurfa að axla sameiginlega ábyrgð, það dugar skammt að benda ein- göngu á þjálfarann eða einstaka leikmenn. Sameiginlegt átak þarf til að ná árangri. Þessi vísindi eru ekki flóknari en svo. Þrjú töp á tíu dögum Í DAG ÚRSLIT SVEITAR- STJÓRNARKOSN- INGA INGIBJÖRG PÁLMADÓTTIR Sjálfstæðisflokkurinn náði ekki takmarki sínu í Reykjavík þótt hann kópíeraði R-lista málin eitt af öðru, en sú útkoma á sér engan ábyrgðarmann heyrist mér. Nafna mín Sólrún Gísladóttir virtist mér heldur enga ábyrgð bera á brostnum vonum flokksmanna Samfylk- ingar þegar ég hlustaði á hana í gærkvöldi. Góður áburður fyrir grasrótina Vinstri græn fögnuðu góðum sigri í sveitarstjórnarkosningunum, sigri sem hlýtur að hafa mikla þýðingu fyrir uppbyggingu flokksins á næstu árum. Fyrir kjördag hafði flokkurinn lítil ítök á sveitarstjórnarstiginu en í dag er sú staða gjörbreytt. Það er forsenda fyrir öflugu grasrótarstarfi stjórnmálaflokks að eiga ítök í sveitarstjórnum, og ekki er vafi á því að sú staðreynd að VG hefur nú náð að skjóta rótum í sveitarstjórum sveitarfélaga eins og Hafnarfirði, Kópavogi, Árborg, Dalvík og Akranesi mun hafa mikið að segja og setja aukinn kraft í baráttu flokksins vegna alþingiskosninganna næsta vor. VG braut turninn Vinstri græn þóttu taka nokkra áhættu þegar þau ákváðu að slíta Reykjavíkurlistasam- starfinu. En í ljósi úrslita kosninganna má segja að sú ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, Árna Þórs Sigurðssonar og Steingríms J. Sigfússonar hafi reynst hárrétt, frá sjónarhóli Vinstri grænna. Líklega var það ekki síst sókn Vinstri grænna í Reykjavík sem hélt fylgi Sam- fylkingarinnar niðri í kosningabaráttunni og þess vegna voru það öðrum fremur Svandís og félagar sem brutu á bak aftur draum Samfylkingarinnar um að búa til tveggja turna pól- itískt landslag í höfuðborginni og á landsvísu. Úrslit kosning- anna benda ótvírætt til þess að íslenska fjölflokkakerfið sé fast í sessi. Það eru lágreistar byggingar en ekki háreistir turnar sem setja svip á pólitíska landslagið líkt og íslenska byggingarstílinn. Naflaskoðun framundan Framsóknarflokkurinn þarf að líta í eigin barm og endurreisn flokksins hefst á morgun, sagði Björn Ingi Hrafns- son þegar kosningatölurnar staðfestu spá skoðanakannana um að flokkurinn myndi tapa miklu fylgi víða um land. Halldór Ásgrímsson sagði í viðtölum um nóttina að hann hlyti sjálfur að axla nokkra ábyrgð á útkomunni og gæti ekki velt henni á herðar sveitarstjórnarmanna úti um landið. Fróðlegt verður að fylgjast með framhaldinu. petur@frettabladid.is Eftir langvarandi ríkisstjórnarsetu fær Sjálfstæðisflokkur-inn góða kosningu. Forystuflokkur ríkisstjórnarinnar verður á hinn bóginn fyrir verulegu áfalli. Samfylkingin nær ekki að sækja í sig veðrið eftir langa forystu í stjórnarand- stöðu. Vinstri grænt styrkir þar á móti stöðu sína. Þetta eru þverstæð úrslit. Hvers vegna er gifta stjórnarflokkanna svo ólík? Í síðustu þingkosningum tapaði Sjálfstæðisflokkurinn og missti í fyrsta skiptið í sögunni forystusætið í Reykjavík. Nú vinnur hann á. Ytri aðstæður stjórnarflokkanna eru eigi að síður þær sömu. Það sem skilur þá að er ný forysta Sjálfstæðisflokksins sem án sérstakra aðgerða hefur fært flokkinn nær miðjunni og gefið honum annað og mildara yfirbragð. Í umbreytingu Framsóknar- flokksins yfir í nútíma frjálslyndan flokk sýnist hann aukheldur hafa lagt ónóga rækt við útengin og gefið hefðbundnar slægjur eftir í of ríkum mæli eða full hratt. Einn stjórnarandstöðuflokkur hefur góðan byr, annar er í mótvindi. Hver er skýringin? Á það er að líta að Samfylkingin hefur verið að breyta þremur gömlum flokkum í nýjan með svip- uðum hætti og Framsóknarflokkurinn hefur verið að breytast. Í þeirri umbreytingu hefur Samfylkingunni ekki tekist að verja slægjur útengjanna. Í Reykjavík sýnist hún til að mynda bæði hafa hleypt Vinstri grænu og Frjálslynda flokknum í þær og jafnvel Sjálfstæðisflokknum. Formaður Samfylkingarinnar var sterkur valdapólitíkus á borgarstjórastóli en er ekki að sama skapi slyngur umræðupól- itíkus eins og stjórnarandstöðuforingjar þurfa að vera. Formað- ur Vinstri græns er hins vegar einn öflugasti umræðupólitíkus landsins. Báðir helstu armar Samfylkingarinnar gefa bæði leynt og ljóst í skyn að þeim hugnist að ljúka eyðimerkurgöngu stjórnar- andstöðuhlutverksins með samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir næstu þingkosningar. Fyrir vikið hefur Vinstri grænt fengið eins konar einkarétt á því að virka eins og segull á þá kjósendur sem láta það ráða úrslitum hvar atkvæði þeirra fellur að koma Sjálfstæðisflokkn- um frá völdum. Athygli vekur að í oddvitasæti Vinstri græns í Reykjavík kemur kona með styrk framtíðarforystumanns. Sennilega væri það eins og að hefja skák með drottningarforgjöf að fara í þing- kosningar að ári án hennar. Í Reykjavík er ávinningur Sjálfstæðisflokksins þónokkur en ekki glæsilegur. Lykilstaða hans við meirihlutamyndun byggist ekki alfarið á eigin styrk heldur eins á þeirri staðreynd að Sam- fylkingin er aðeins stærst af minni flokkunum. Henni hefur mis- tekist að verða að raunverulegu pólitísku jafnvægi sem vegur salt við Sjálfstæðisflokkinn. Varla verður litið öðru vísi á en Það séu skilaboð kjósenda að Sjálfstæðisflokkurinn hafi forystu um meirihlutamyndun í Reykjavík. Samstarf ríkisstjórnarflokkanna er þar augljóslega einn kostur og um margt rökréttur fyrir báða. Annar kostur sem sýnist liggja í loftinu er samstarf við Frjáls- lynda flokkinn. Hættan í því fyrir Sjálfstæðisflokkinn er sú að þar með fengi sá flokkur nægjanlegt súrefni fyrir næstu alþing- iskosningar, nema jafnframt yrði frá því gengið að þeir gömlu sjálfstæðismenn sem þar eru snúi til baka. Í heild voru þetta sveitarstjórnarkosningar án skarpra veðra- skila. En bæði Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin þurfa að losa um þrengingar á taflborði stjórnmálanna fyrir komandi þingkosningar en að sönnu mismiklar. SJÓNHARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Kjósendur segja sitt. Þverstæð úrslit

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.