Fréttablaðið - 29.05.2006, Síða 23

Fréttablaðið - 29.05.2006, Síða 23
MÁNUDAGUR 29. maí 2006 3 ������������������������� ������������������ ���������������������������������������� Verið velkomin að Dalvegi 18 Gallerí Húsgögn Sími 554 5333 Full búð af flottum vörum Glæsileg sófasett og frábært úrval af tekk borðstofuhúsgögnum. skenkar- stólar- borðstofuborð- sófar- hægindastólar- sófaborð smávara- skemlar- púðar- sjónvarpsskápar- skilrúm Opnunartími: Virka daga 11-18 • Laugardaga 11-16 • Sunnudaga 13-16 Í nýjum húsum má aðeins leggja parket þegar minnst tveir mánuðir eru liðnir síðan lagt var í plötu og búið er að setja hita á húsið. Gólfið þarf að vera þétt í sér, hreint og þurrt (gott er að rykbinda það) og einnig er áríðandi að fjarlægja allar ójöfnur af gólfinu. Ef grunur leikur á að raki leynist í gólfum skal mæla rakastigið. Ef rakastig reynist 6 prósent eða lægra má leggja beint á undirlagið. Ef rak- inn er meiri en 8 prósent má ekki leggja parketið. Til þess að jafna undirlagið fyrir 14 mm fljótandi gólf og draga úr fótataki skal leggja undir- lag úr svampi. Parketið skal lagt þannig að það myndi samræmda heild og borðin skulu skarast að minnsta kosti um 50 sentimetra. Þegar borðunum er slegið saman skal alltaf slá á tappann á borðun- um. Nota skal PVAC-lím. Límið er borið á nótina. Límið má ekki festa parketið við undirlagið og ekkert lím má verða eftir ofan á parket- inu. Þenslurifa með veggjum þarf að vera minnst 10 mm og parketið hvergi stíft við veggi. Þegar lagt er heillímt stafa- parket skal bera límið á hæfilega stóran flöt með tenntri sköfu. Varist að nota of mikið lím (fylgið leiðbeiningum á umbúðum). Legg- ið fyrstu stafina af varkárni og fylgið línunum á gólfinu. Gætið þess vel að hvergi séu glufur á milli stafa í byrjun því þær geta magnast upp þegar lengra líður á lögnina. Bankið varlega á stafina með gúmmíhamri. Þannig ná þeir að bindast líminu vel. Til þess að parketið hafi pláss til að þenjast út er nauðsynlegt að hafa sentimetra bil með veggjum. Nýlagt parket má aldrei þekja með plasti eða vatnsheldum dúk sem getur hindr- að eðlilega öndun viðarins. Forðist að ganga á nýlögðu parketinu fyrr en tveim sólarhringum eftir að það hefur verið lagt. Lágmarks- tími áður en hafist er handa við að slípa og lakka gólfið er 5-20 dagar (fer eftir tegund líms og parkets). (af www.byko.is) Gæta að rakastigi Verkfæri, undirbúningur og aðferð við parketlagningu. Ef lagt er parket á nýtt gólf verður að gæta vel að rakastiginu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.