Fréttablaðið - 29.05.2006, Qupperneq 25
MÁNUDAGUR 29. maí 2006 5
Guðmundur Óli Scheving
SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR
Mjög margir tala um köngulær
sem skordýr, en það er ekki rétt,
því köngulær eru áttfætlur og í því
felst munurinn milli skordýra og
köngulóa. Skordýr hafa sex fætur
en köngulær hafa átta fætur. Átt-
fætlur hafa ekki vængi en geta
þó stundum flogið og sumar
tegundir geta stokkið.
Líkami köngulóa skiptist
í tvo hluta en líkami skor-
dýra í þrjá. Köngulær geta
spunnið vef en aðeins lirfur
sumra skordýra geta spunnið
utan um sig hylki til að púpast
í. Eitt séreinkenni áttfætla eru kló-
skærin. Það eru útlimir sem mynda
nokkurs konar tengur eða bitkróka
við munninn. Þá eru köngulær með
þreifara við hlið klóskæranna sem
gegna ýmsum hlutverkum.
Könglær eru yfirleitt rándýr sem
veiða önnur dýr sér til matar. Þó
eru til köngulær sem lifa á myglu-
sveppum og myglugrói og til eru
köngulær sem lifa á lífrænum
þráðum í plasti og skyldum efnum.
Þær síðastnefndu eru alveg glærar
og hafa t.d. borist til landsins frá
Bandaríkjunum með plastlagnaefni.
Það var að vísu einangrað tilfelli og
meindýraeyðir útrýmdi þeim með
efnum sem hafa langa eiturvirkni.
Á Íslandi eru fjórir ættbálkar af
flokki áttfætla, þ.e. köngulær, lang-
fætlur, drekar og mítlar. Hér á landi
eru um það bil 90 tegundir köngulóa
sem tilheyra tíu mismunandi ættum.
Tveir þriðju hérlendra köngulóateg-
unda tilheyra dordingulsættinni
(Linyphiidae). Krossköngulóin er
líka nefnd fjallakönguló sem er að
mörgu leyti rangnefni þar sem hún
er meira á láglendi en til fjalla.
Íslenskar köngulær eru ekki skil-
greindar sem meindýr en sumum
finnst þær vera það og láta mein-
dýraeyða úða fyrir þeim. Aðeins ein
tegund af krabbakönguló finnst á
Íslandi. Tvö fremri fótspor hennar
eru áberandi löng og minna helst
á krabbaspor. Þær liggja í leyni fyrir
bráð sinni sem eru flugur, gjarnan
í hunangsríkum blómum, og til að
villa fyrir flugunum eru þær oft í
skrautlegum sumarblómalitum eins
og t.d fjóluköngulóin.
Krossköngulóin (Araneus diad-
ematus)
Krossköngulóin er vefkönguló og
býr til vef til að veiða í. Vefur kross-
köngulóarinnar er dæmi um meist-
araverk í veflist. Þetta er sú könguló
sem mest er áberandi í og við híbýli
manna í dag og mörgum til ama.
Hún er samt mjög góð vörn fyrir
flugur sem reyna að komast inn
til fólks en lenda þá í vef hennar.
Hún er yfirleitt ekki lengur en eina
klukkustund að fullgera vef sinn.
Hún hefst handa með því að
spinna þráð sem er ætlað það hlut-
verk að halda uppi vefnum. Þessi
þráður er mjög grannur og berst
undan vindi þar til hann festist á
grein eða steinnibbu. Þegar þráður-
inn festist strekkir köngulóin hann
og festir niður sín megin. Þá fetar
hún sig eftir þræðinum og spinnur
nýjan þráð, sem er mun gildari og
sterkari, ofan á þann gamla. Þessi
þráður heldur síðan vefnum
uppi. Köngulóin fer aftur yfir
þennan þráð og spinnur núna
slakan þráð sem hún festir í
báða enda. Hún fer síðan eftir
þessum þræði út á miðju en
við það strekkist á þræðin-
um. Þá festir hún nýjan þráð
við þráðinn sem hún er á
og spinnur sig niður á jörð eða
næstu steinnibbu eða grein. Eftir að
þráðurinn er festur hafa myndast
þrjár geislataugar sem hún spinnur
síðan ramma utan um. Svo spinn-
ur hún nýja geislaþræði sem hún
tengir við rammana og að lokum
spinnur hún hringþráðinn og legg-
ur af stað frá miðjunni, gengur í
hringi og spinnur hringþráðinn milli
geislaþráðanna. Þegar þetta meist-
araverk er komið á lokastig byrjar
köngulóin að feta sig inn á miðjan
vefinn, spinnur límkenndan þráð og
étur jafnóðum gamla hringþráðinn.
Svona vefir eru oftast nefndir hjól-
vefir. Köngulær hafa alltaf líflínu
festa við sig.
Hagaköngulær (Gnaphosidae)
Hagaköngulær (Gnaphosidae) eru
einlitar og sprettharðar föruköngu-
lær. Aðeins tvær tegundir finnast
hér á landi, hagakönguló og hrafna-
könguló. Kvendýr hagaköngulóar-
innar er 8-9 mm að lengd en karl-
dýrið er 7-8 mm. Köngulær verða
kynþroska eftir síðustu hamskipti
og fara þá karldýrin á flakk í leit
að kvendýri til mökunar. Haga- og
hrafnaköngulær hafa langar spuna-
vörtur sem standa út undan aftur-
bolnum, augu þeirra eru lítil og
þéttstæð. Ekki er ástæða til aðgerða
gegn þeim. Þó skal á það bent að
köngulær hafa á undanförnum
árum sótt mjög í að vefa á híbýlum
manna.
Huga þarf vel hvernig staðið er
að úðun fyrir köngulóm við manna-
bústaði og aldrei má nota efni með
langvarandi niðurbroti utanhúss til
að úða í jarðveg. Mjög gott er að
vökva jarðveg við húsið sem á að
úða áður en úðað er því það flýtir
fyrir niðurbroti efnisins. Permasect
C efni er mjög gott við þessar
aðstæður en því efni hafa mein-
dýraeyðar einir yfir að ráða. Fólk
ætti að athuga það gaumgæfilega
þegar það þarf á aðstoð meindýra-
eyðis eða garðúðara að halda að
þeir geti sýnt starfsheitisskírteini og
eiturefnaréttindaskírteini gefið út af
lögreglustjórum/sýslumönnum og
starfssleyfi útgefið af viðkomandi
sveitarfélagi. Allir félagar í Félagi
meindýraeyða eru með félags-
skírteini á sér. Félag meindýraeyða
er fagfélag meindýraeyða og garð-
úðara.
Köngulær Rafhitun í Hafnarfirði býður
upp á sniðuga lausn til að fólk
geti setið úti langt fram eftir
kvöldi án þess að verða kalt.
Hjá Rafhitun í Hafnarfirði eru
til sölu svokallaðir geislahitarar.
Í þeim eru keramikperur sem
gefa frá sér mikinn hita en hit-
inn er leiddur áfram af endur-
kastsspegli. Hitararnir eru lang-
ir og mjóir. Lítið fer fyrir þeim
og hentar vel að festa þá undir
þaki eða á svölum.
„Geislahitarar hafa slegið í
gegn á Írlandi fyrir utan pöbba
þar sem fólk stendur til að
reykja,“ segir Snorri Hafsteins-
son, eigandi og framkvæmda-
stjóri Rafhitunar. Hann segir
vinsældir hitaranna hér á landi
fara hægt af stað en þó séu þeir í
auknum mæli notaðir við ýmis
tækifæri. Til dæmi noti fólk þá
sem hitara fyrir svalir sem eru
lokaðar með plastgluggum. Þá
hafi einnig nokkrir keypt slíka
lampa fyrir stórar veislur sem
berast oft á tíðum út í garð.
„Við vorum með slíkan hitara
á sólpalli við útskrift. Veðrið var
still en kalt og þetta kom mjög
vel út. Það var vinsælt að standa
fyrir neðan hitarann og komust
hæglega fyrir um tíu manns við
þriggja peru hitara,“ segir Snorri
og bætir við að það sem geri
geislahitarann ákjósanlegri en
til dæmis gashitara sé að bæði
fari minna fyrir honum auk þess
sem rafmagn sé mun ódýrara
hér á landi en gas.
Hægt er að velja hversu
margar og sterkar perur eru í
hitaranum. „Það fer allt eftir
stærð svalanna hvað fólk tekur,“
segir Snorri en bendir á að ef
orkan fari yfir 2000 vött verði að
útbúa sértengil.
Geislahitarana þarf þó ekki
aðeins að nota til að hita mann-
fólkinu. Að sögn Snorra hafa
kokkar og matreiðslumenn keypt
slíka hitara til að halda mat heit-
um.
Geislahitarar halda vel
heitu á svölum og pöllum
Sniðugt er að festa hitarana fyrir ofan svalir. Það lengir til muna þann tíma sem hægt er að
dvelja þar í notalegheitum.
Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið
gudmunduroli@simnet.is.
Börn eru fljót að stækka og dótið sem
þeim fannst alveg frábært einn daginn
er barnalegt að þeirra mati þann næsta.
Því er gott ráð að kaup einföld og
klassísk húsgögn í herbergið og breyta
því með litum á veggjum, gardínum,
púðum og ýmiss konar smáhlutum.
Litlar stelpur vilja gjarnan allt í bleiku
en þegar því tímabili er lokið er ágætt
að þurfa bara að mála veggina en ekki
kaupa ný húsgögn. Gott er að kaupa
hvít eða furulit húsgögn og hafa annað
í litum. Sniðugt er að kaupa rúm sem
má stækka því þá endast þau alla
æskuna. Í Ikea, Línunni og Húsgagna-
höllinni svo dæmi séu tekin má fá
falleg box undir ýmiss konar smáhluti
sem nóg er af í barnaherberginu.
barnaherbergi }
Húsgögn með notagildi
SMEKKUR BARNA BREYTIST HRATT. ÞVÍ ER GOTT AÐ KAUPA KLASSÍSK HÚSGÖGN
OG BREYTA HERBERGINU MEÐ LITUM OG SMÁHLUTUM.