Tíminn - 24.12.1977, Qupperneq 2

Tíminn - 24.12.1977, Qupperneq 2
2 Jólablað 1977 AriO 1785 var skipaö meö kon- ungsbréfi aö flytja skyldi biskupsstólinn frá Skálholti til Reykjavikur. Timburkirkja lltil, sem stóö I garöinum viö Aöalstræti, gat ekki gegnt hlut- verki dómkirkju, og var þvl fariö aö hugsa fyrir nýrri kirkju. Var hún byggö úr höggn- um steini og vlgö sem Dóm- kirkja og sóknarkirkja Reyk- vlkinga snemma vetrar 1796. 0 Dómkirkj an í Rey kj avík Eitt af þvi sem menn geta velt fyrir sér, er það hvort mismikið sé af kirkjufriði og guði í hin- um ýmsu kirkjum heiinsins, þvi það er nú einu sinni svo, að and- rúmsloft i kirkjum er dálitið misjafnt, eins og i öðrum húsum, og þá ekki sizt i þvi sem við nefnum i daglegu tali opinberar byggingar. Unnt er aö nefna einstaklings- bundin viöhorf um þettá efni. Þjóðskáldið Einar Benediktsson virðist hafa talið þetta einstakl- ingsbundið, að stærð kirkjunnar eða gerð skipti ekki máli heldur maðurinn sjálfur er hann segir: Hafknörrinn glæsti og fjörunnar flak fljóta bæöi. Trú þú og vak. Marmarans höll er sem moldarhrúga. Musteri guös eru hjörtun sem trúa, þó hafi þau ei yfir höföi þak. En þetta er ekki eina visbend- ingin sem við höfum um guðshús ogkirkjumuni. Jón á Laxamýri á að hafa sagt er hann skoðaði Kristmynd á altaristöflu i sveita- kirkju fyrir norðan: Þetta er sú allíkasta mynd Jesú Kristi sem ég hef á ævi minni séð! Með öðrum orðum, myndin höfðaði til Jóns á sama hátt og frelsarinn i hans eigin hugsun, og þótt einhver áliti þessi orð vera þversögn er svoekki, þegar vel er að gáð. Dómkirkjan, eins og hún litur út aö utan i dag. 0 Ein þeirra kirkna er hafa um- framgildi fram yfir aðrar kirkjur erDómkirkjan i Reykjavik. Vera kann að stórar stundir hafi þar einhver áhrif á t.d. sóknarbörnin og þá sem sækja þangað að stað- aldri, en við höfum lika önnur dæmi: Hér var t.d. staddur fyrir nokkru i heimsókn i Landakoti háttsettur sendimaður frá Páfa- garði. Hann kom með séra Georg i Landakoti að skoða dómkirkj- una, sem mun ein minnsta i Evrópu. Hinn erlendi sendimaður skoð- aði kirkjuna vel, og er þeir voru staddir i kórnum, nam hann allt i einu staðar og sagði hugfanginn: — Hér er einstæð stemmning. Hér má engu breyta! Þið megið engu breyta i þessari kirkju,end- urtók hann með ákefð, og þegar séra Þórir Stephensen, dóm- kirkjuprestur sagði honum að kirkjan væri friðlýst með lögum, sagði hann eitthvað á þá leið, að það gleddi sig sannarlega að heyra. Þetta væri einstætt guðs- hús. Dómkirkjan, postula- kirkjan Það var kominn siðari hluti nóvembermánaðar og norðan- vindurinn blés, þegar við lögðum leið okkar i dómkirkjuna til þess að hitta séra Þóri Stephensen og skoða kirkjuna, en það hafði stað- ið til lengi. Að skoða kirkju er allt annað en að sækja kirkju, en á- stæðan varsú aðkirkjan hafði ný- lega verið endurbættog verið var að leggja siðustu hönd á það verk, með frágangi i viðtalsherbergi presta og skrúðhúsi og svo lang- aði undirritaðan til þess að sjá brjóstmynd af Jóhannesi guð- spjallamanni og postula, frænda Jesú Krists.en i kaþólskri travar Vikurkirkja eða Dómkirkjan i Reykjavik eins og hún heitir núna honum helguð og vigð. Séra Þórir beið i fordyrinu og tók komu okkar ljúflega. Hann sagði okkur sögu kirkjunnar, skýrði muni og minjar, en fyrst lýsti hann myndinni af Jóhannesi guðspjallamanni: — Þetta er Jóhannesarliknesk- ið, sagði séra Þórir. Lærisveinn- inn sem Jesús elskaði. Hann er

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.