Tíminn - 24.12.1977, Qupperneq 6

Tíminn - 24.12.1977, Qupperneq 6
6 Jólablað 1977 að verða ónothæf, var ákveðið að byggja nýja kirkju, steinkirkju i útjaöri Austurvallar, hæfilegan spöl frá kirkjugarðinum. Byggingarsaga hennar skal ekki rakin hér. Kirkjan bar að visu raunalegan vott rausnar- skorti dönsku -valdhafanna en engu að siður mun hún hafa veriö veglegasta hús hins unga bæjar. Hannes biskup Finnsson var and- aður fyrir fáum mánuðum, er Ragnar Björnsson núverandi ddmorganisti við hljóöfærið. kirkjan skyldi vigð, og eftirmaður hans, Geir Vidalin ekki kominn til embættis. Þess vegna var kirkjan vigð af merkisprestinum sr. Markúsi Magnússyni, stiptpróf- asti i Görðum 6. nóvember 1796. Reykjavik var þá 10 ára sem kaupstaður. Ibúar hennar voru ekki fleiri en svo, að hin nýja kirkja mun hafa rúmað þá nálega alla i sæti. En Reykjavik óx og Reykjavikurdómkirkja fékk brátt það hlutverk að verða dómkirkja tslendinga allra eins og hún er enn i dag. Arið 1801 voru bæði biskupsstóll og skóli fluttir frá Hólur i Hjaltadal og til Reykja- vikur. Gasljós Er fimm áratugir voru liðnir frá vigslu gömlu Dómkirkiunnar var hún oröin of lítil og því ákveð- iö að stækka hana og endurbæta. Veggir hennar voru notaðir.á- fram. Þeireru hlaðnirúr grágrýti sem tekið var úr Þingholtunum. En nú var hlaðið ofan á þá dönsk- um múrsteini,bætt við kór og for- kirkju og á kirkjuna settur nýr turn sem þö varð vegna fjár- skorts sennilega allur annar en ætlað hafði verið. 1 hinni nvju mynd var dómkirkjan svo endur- vigð 28. október 1848. Það gerði Helgi biskup Thordersen. Enn fór fram mikil viðgerð á dómkirkjunni 1879. Var hún þá endurvigð af Pétri biskupi Pét- urssyni, 14. septemberþað ár. Þá fyrst var upphitun sett i hana, kolaofnar. Gatnla altaristaflan. 0 Gleðileg jól Farsæ/t komandi ár Þökkum viðskiptin á liðnu ári LAUGAVEGI 78 - REYKJAVÍK Upphaflega var kirkjan lýst með kertaljósum. Sfðar komu oliuljósin. Eitthvað mun enn til af oliulampakrónum vestur á Hrafnseyri og i Minjasafni Reykjavikur. Siðan komu gasljós, og eru þau ljósaáhöld notuð enn á kirkjuloftinu. en i þau hefur að sjálfsögðu verið leitt rafmagn, sem nú lýsir reyndar alla kirkj- una. Fyrsta orgelið kom i kirkjuna 1840.Fram tilþess tima var sung- ið án undirleiks en undir leiðsögn góðs forsöngvara. A myndunum má sjá, að á fjórum hornum kirkjunnar voru stöplar, og hefur sr. Bjarni Jóns- son sagt svo frá að honum hafi verið sagt að á þá hafi átt að setja steinmyndir, krjúpandi engla. Af þvi varð hins vegar ekki, og voru þessir stólpar teknir burtu um aldamótin. Dómkirkjan i núverandi mynd, var upphaflega eikarmáluð að innan, en þótti þá of dimm og þvi var hún hvitmáluð árið 1911. Aö henni hefur á ýmsan hátt verið hlynnt siðan, en þó alltaf þannig að hún hefur haldið sinum sérstæða svip. Hún er enn hið sama húsog helgað var 1848 og að miklum hluta og vissulega að stofni til einnig hið sama hús og vigt var 6. nóvember 1796. Dómkirkjan í gleði og sorg Við gengum nú inn i kirkjuna, og séra Þórir greindi frá ýmsu merku, eftir þvi sem leið okkar lá. 1 raun og veru er kirkjan upp- ljómuð af sögu. Hverbekkur, hver hlutur, hver staður á sinar sérstöku minning- ar um liðna tið, sorg og gleði. Við stóðum 'i stiganum upp á kirkjuloftið, þar sem heitir ráð- herrastúka, hinum meginn á loft- inu er biskupsstúkan, rétt við predikunarstólinn. Biskup getur næstum lesið ræðublöðin i hönd- um prestsins. Það hlýtur að hafa verið erfitt a.m.k. fyrir unga presta og óreynda að romsa upp úr sér ræðunum hafandi biskup svona rétt oni sér, en niðri sat söfnuðurinn. Fremstu bekkirnir þar eru lok- aðir (eða voru það). Kirkjan leigði þá einstöku fólki ásunnudögum,en þaðgátuýmsir illa sætt sig við, þar á meðal iðnaðarmenn, sem voru að verða fjölmenn og vel efnuð stétt, en áð- ur höfðu fæstir nema það nauð- synlegasta i sig og á, ef frá eru taldir hátt settir embættismenn konungs og kaupmenn. Segir sagan að menn hafi illa sætt sig við lokuðu bekkina, en það hafi með öðru orðið til þess að Frikirkjan var byggð á sinum tima og nýr söfnuður varð til. Enn er hægt að loka bekkjum Dómkirkjunnar. Koma ráðherrar enn i kirkju? Ráðherrastúkan var fyst fyrir stiftam tm anninn, siðan lands- höfðingjann eftir að landið fékk ráðherra, þá varð stúkan nefnd ráðherrastúka. Þar sat Hannes Hafstein og siðan hver af öðrum, og það er i raun og veru forsætis- ráðherrann sem hefur stúkuna. Það mun vera misjafnt hversu oft ráðherrar koma til messu, en sumir hafa stundað vel kirkju- göngur. Til dæmis kom Bjarni heitinn Benediktsson mjög oft hingað til messu og fleiri hafa verið kirkjuræknir. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.