Tíminn - 24.12.1977, Qupperneq 19

Tíminn - 24.12.1977, Qupperneq 19
Jólablað 1977 19 ur, tár hennar hrynja á brjóst hans og þiöa klakann og þegar hann grætur skolast glerbrotiö úr auga hans. Þetta forherta meinhorn sem hann er oröinn viknar einkum þegar hún sýng- ur fyrir hann: Þá veginn þiö ratiö hinn rétta, þvi rósir i dölunum spretta. Þau dansa af gleöi, mannvits- spilið hrynur i rúst en myndar þá orðið eilifö, þau fara heim og sagan endar á þvf, aö viö fáum enn aö heyra orð sálmsins um rósirnar sem spretta i dölunum. t ævintýrinu er það verk óvinar lífsins að menn sem brjóta heilannum tilveruna ein- angra sig i klakahöllu með sitt mannvits-klakaspil. Ef höfuöið er kalt og hjartaö eins og klaka- köggull ná menn ekki hver til annars. Hinn ævintýralegi endir ævintýrisins lýtur að þvi, að við þurfum aö verða eins og börn til að ganga inn i guðsriki. H.C. Andersen styður það með ritn- ingargrein og endar svo farsæl- lega meö þessum orðum: „Þar sátu þau bæði, fullorðin en þó börn, börn i hjarta og það var sumar,hlýttogblessað sumar”. öll köld hjörtu hljóta aö þiðna við þessisögulok, ef við getum á annað borð viðurkennt svo far- sælan endi á jafn raunsærri sögu. En ef við sjálf höfum ekki hæfileikann til að verða börn á ný — og ef við i annan stað sjá- um ekkert rómantiskt við sak- leysi bernskunnar — verður þetta allt erfiðara. Brorson þekkti þessa sundr- ung sem við tölum svo mikið um, syndafall, þar sem sam- hengihlutanna er rofið, þar sem tómleiki lifsins er skoðaður með köldu höfði og sambandið við aðra verður lausara og minna, þar sem menn frjósa inni i ishöllini og þeim virðist heimurinn úti fyrir „hjalpræði snauður”. En fyrir Brorson var þetta ekki neitt sem henti menn af tilviljun eins og Kaj meðan „klukkan i kirkjutuminum sló fimm”. Brorson sagði ákveðið að þetta væri mannanna sjálfra sök, synd kom með synd i heim- inn en ekki af neinni tilviljun: ég kaus sjálfan mig og mitt eigið vonleysi i stað þess að trúa á kærleikann og vera hans: Upp frá þvi oss saurgaði syndin og svivirt var Guðs orðin myndin, varheimurað hjálpræði snauöur. Hjá Andersen er þaö ekki manninum sjálfum að kenna, aö hann hefur það brot i auga, að hann fer allt i einu aö sjá það sem öfugt er við tilveruna og aðra menn. t guðspjallinu er maður af tur á móti gerður skelfi lega ábyrgur fyrir brotinu. Þeg- ar menn fara að sjá svona vel það sem að hinum er og eiga annrikt við að draga flisar úr augum þeirra, þá verður flisin i auga þeirra sjálfra aö bjálka. Þetta er ýkt mynd en glögg, svo spaugilegt er þaö, aö maður með bjálka iauga er i óðaönn að leita að flisum i annarra augum. Að við veröum að trúa á kær- leikann stendur i sambandi við það, að við fáum engin teikn önnur en hirðarnir fengu. Þeir vöktu yfir fé sinu og þaö sem þeir sáu var ævintýralegt og óvenjulegt og þeir vissu varla hvort það varaðeins löngun sem nóttin vakti, draumureða annað óraunverulegt, þvi að þetta var enginn venjulegur veruleiki. En þeir áttu að fá teikn sem þeir gætu haft til marks var þeim sagt — og teikn er gott að fá, þvi að það er siöan hægt að sýna efunarmönnum og hugga sjálf- an sig við það, skyldi efinn læð- ast að manni. En teiknið er þvi miður ekki annað en maður, ný- fætt barn, og það fætt i fátækt og utan hjónabands. Kósir i dölunum spretta. Jafnskjótt og þeir höfðu fund- ið að þeir reyndu eitthvað óvenjulegt og himneskt voru þeir aftur háðir jarðneskum veruleika öreigans. Það hafa áreiðanlega verið til fleiri afbrigði af þessu jójaljóði og sum þeirra má finna i Nýja testamentinu. Elzta gerðin sem varðveitzt hefur og er færð i let- ur á undan Lúkasarguðspjalli er svo: Hann áleit það ekki rán að vera jafn guði þótt hann væri i guðsmynd, heldur afklæddist henni, er hann tók á sig þjónsmynd, og varð mönnum likur. Enn er það eins: Annað teikn en maðurinn fæst ekki, eigum við að trúa teikninu verðum við að trúa á manninn. Andersen sá það rétt, að þaö fer eftir augunum hvaö við sjá- um. Sjáum við bara vonleysi og „það sem öfugt og illt er”, — einkum ifariannarra, ertrúlegt að það segi meira um okkur sjálf en það sem við teljum okk- ur sjá. Hann sem afklæddisU guðsmynd sinni og tók á sr|' þjónsmynd og varð mönnum likur sýndi, að það er önnur leiö til að horfa á heiminn, — vegur kærleikans. Sérþá ekki kærleik- urinn hið sama og sá sem horfir án kærleika og vonar? Jú, vist horfir hann á bið sama, en hann neitar að sjá það ööru visi en i von og kærleika. Þannig leit Jesús á þá sem aörir töldu von- lausa og glataða, þannig leit hann á iifið þarsem aðrir höföu gefið upp alla von. t riti sem heitir Verk Kærleik- ans og er frá miðri slðustu öld gerir Sören Kirkegaard grein fyrir þessari lifssýn. Hann segir að það hendi stundum, að okkur hætti að þykja vænt um ein- hvern af þvi hann hafi breytzt til hins verraá einhvern hátt. Kær- leiki Jesú var öðru vísi. Aðrir hefðu gefizt upp á Pétri sem hafði svarið að bregðast honum aldrei en sór svo og sárt við lagði, að hann þekkti hann ekki en Jesús brást ekki: „Kærleiki Krists vartakmarkalauseins og þarf til þess að elska þá sem á veginum veröa. Þetta er auð- séð. Hversu mjög og hvernig sem maðurinn breytist, breytist hann þó ekki svo að hann verði ósýnilegur. Þannig er það og þá sjáum við hann — og það er skylda kristins manns að elska náunga sinn. Almennt finnst mönnum að þegar einhver hefur verulega breytzt til hins verra, þá sé hann svo breyttur að maður sé leystur frá þvi, að elska hann. Undarleg afbökun á málinu, að vera leystur frá að elska eins og það væri neyðar- kostur, byrði sem menn vildu varpa af sér. Kristindómurinn spyr: Getur þú ekki séð hann framar vegna þessarar breyt- ingar? Svarið hlyti þá að verða : Vist get ég séð hann. Ég sé ein- mitt að hann er ekki lengur þess virði að vera elskaður. En ef þú sérðþað, þá sérðu ekki manninn sjálfan, heldur ómakleika hans og ófullkomleika og um leið viðurkennirðu að meðan þú elskaðir hann, sástu hann ekki sjálfan, helduraðeins kosti hans og verðleika sem þú elskaðir. Kristilega skilið er hins vegar það að elska einmittþann mann sem við höfum fyrir augum. Aherzlan er ekki á þvi, að elska mannkostina sem við finnum hjá manninum, heldur er áherzlan lögð á manninn sjálfan eins og hann stendur augliti til auglitis við okkur, hvort sem sjáum þar fullkomleika eða . ófullkomleika, já, hversu hörmulega sem maðurinn hefur breytt. Það er i heimi veruleikans gagnvart venjulegum sam- ferðamönnum sem kærleik- urinn verður reyndur, — hvort við höfum kærleikann eða ekki, hvort við elskum einhverja draumsýn eins og snasdrottning- una eða ófullkomna menn sem við mætum þar sem við getum lika séð hvað öfugt og áfátt er við þá. Þess vegna „afklæddist hann guðsmynd sinni og varö mönnum likur”, og því skildu fyrstu söfnuðimir hann svo vel þegar hann sagði, að sá sem ekki elskar bróður sinn, sem hann hefur séð, getiekki elskað guð, sem hann hefur ekki séð. Með kærleika sinum frelsaði hann þá og okkur út úr þeirri klakahöllu, sem menn kusu sér sjálfir, f rá einangrun oguppgjöf i „heimiað hjálpræði snauðum” til að gera okkur skuldbundna sérog hverjum öðrum i kærleik- anum. Rósir i dölunum spretta. Það eru grasafræðileg sann- indi. Þær spretta ekki á fjöllun- um.heldur ekki á himnum, eða i höllu snædrottningarinnar. En það eru líka sannindi fagnaðarerindisins. Vertu ekkert að reyna að læra þetta utan að Jói. Þegar jólasveinninn spyr þig, skaltu bara nefna allt, sem þér dettur i hug. DENNI DÆMAIAUSI Gleðileg jól gott og farsælt nýár Vélaleiga Simonar Simonarsonar Kriuhólum 6 — Simi 7-44-22 Gleðileg jól gott og farsælt nýár Hjartarbúð Suðurlandsbraut 10 - Reykjavik Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls nýárs VOGIR H.F. Sundaborg — Simi 8-65-20 Óskum viðskiptavinum vorum svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla árs og friðar Þökkum viðskiptin á árinu sem er að liða. Flugfélagið Vængir Gleðileg jól farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu VIBRO H.F. byggingavöruverzlun og plastverksmiðja Álfhólsvegi 7 - slmi 40-600 Óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla árs og friðar og þökk- um viðskiptin á árinu sem er að liða. SANA H.F. — AKUREYRI Óskum starfsfólki okkar svo og lands- mönnum öllum gleði- legra jóla árs og friðar Hraðfrystistöð Eyrarbakka

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.