Tíminn - 30.12.1977, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.12.1977, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. desember 1977 !1 ll!![ !1 í 11 f. 3 FORMLEGA GENGIÐ TIL SAM- STARFS UM LANDSÝN H. F. Svo sem skýrt var frd i frétta- tilkynningu 12. október s.l., hafa Samvinnuhreyfingin og A.S.Í. ákveðið að gerast eignaraðilar að Ferðaskrifstofunni Landsýn hf., en sem kunnugt er hefur Al- þýðuorlof átt og rekið ferða- skrifstofuna frá 1. maf 1974. A framhaldsaðalfundi Land- sýnar hf., sem fram fór 1. nóvember s.l. var formlega gengið frá þessu samstarfi og höfðu þá hinir nýju eignaraðilar skráð sig fyrir hlutafjárauka þeim sem aðalfundur hlutafé- lagsins samþykkti að bjóða út, að fjárhæð 25 millj. króna. Eig- endur Landsýnar hf. eru nú: Alþýðusamband Islands og Alþýðuorlof annars vegar og Samband isl. samvinnufélaga og Samvinnutryggingar hins vegar. Eignarhlutföll eru jöfn milli aðila. Framhaldsaðalfundurinn kaus félaginu nýja stjórn og er hún þannig skipuð: Af hálfu A.S.t./Alþýðuorlofs: Björn Jónsson, Einar Ogmunds- son og Óskar Hallgrimsson. Af hálfu S.t.S./Samvinnu- trygginga: Erlendur Einarsson, Axel Gislason og Hallgrimur Sigurðsson. Stjórnin hefur skipt með sér verkum, þannig að formaður er Hallgrimur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga og ritari Oskar Hallgrims- son, formaður Alþýðuorlofs. Framkvæmdastjóri Landsýn- ar hefur verið ráðinn Eysteinn Helgason. Ferðaskrifstofan Landsýn mun eins og áður veita alla al- menna ferðaþjónustu innan- lands sem erlendis, en sérstök áherzla verður lögð á þjónustu við félagsmenn þeirra fjölda- samtaka sem að ferðaskrifstof- unni standa. Af aðild Samvinnu- hreyfingarinnar leiðir að sjálf- sögðu að náið samstarf verður milli Landsýnar og Samvinnu- ferða i þvi skyni að ná sem mestri hagkvæmni i rekstri skrifstofanna beggja. Matvælarannsóknir ríkisins í eigið húsnæði sípj VÍSIR alþýðu- blaöið Reykjaprent og Alþýðublaðið: Áframhaldandi samstarf í vændum FIMMTl JRitstk til hús; — Sfm — Kvð vaktar SST —Matvælarannsóknir rikis- ins fluttust i gær i eigið húsnæði að Skipholti 15, og hefur stofnunin þar til umráða eina hæð með tækjabúnaði fyrir þá starfsemi, sem þar mun fara fram. Mat- vælastofnun rikisins er ný stofnun og er hlutverk hennar að annast efnafræðilegar og gerlafræðileg- ar rannsóknir á heilnæmi mat- væla. En til að fyrirbyggja allan misskilning skal á það bent, að stofnunin á ekki að annast mat- vælaeftirlit sem slíkt, það er i höndum heilbrigðisnefnda sveit- arfélaganna undir yfirumsjón Heilbrigðiseftirlits rikisins. Stofnunin er fyrst og fremst þjón- ustustofnun fyrir þessa aðila og ætti þvi að auðvelda allt eftirlit með matvælum. Rannsóknir stofnunarinnar verða aðallega sýnisrannsóknir vegna heilbrigð- iseftirlitsins i landinu. Gert er ráð fyrir, að heilbrigðisnefndir sveit- arfélaganna geti að kostnaðar- lausu sent sýni til stofnunarinnar, sem siðan greinir sýnin, og ætti stofnunin sem slik að tryggja aukið eftirlit og öryggi á þessu sviði. I nóvember siðastliðnum lagði heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra fram á Alþingi frum- varp til laga um Matvælarann- sóknir rikisins, og var það sam- þykkt sem lög 20. desember s.l. Tildrög þessa frumvarps eru þau, að hinn 1. marz 1976 tók til starfa stofnun á vegum heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytis- ins, sem nefnd var Matvælarann- sóknir rikisins. Stofnun þessari var komið á fót af brýnni nauð- syn, þar sem þeir aðilar, sem annazt höfðu gerlafræðilegar rannsóknir á matvælum, mjólk og neyzluvatni, sáu sér ekki fært að annast þær þjónusturannsókn- ir lengur, enda var um sérrann- sóknir að ræða, sem þeir urðu að annast sem viðbótarverkefni. Að- ur en til stofnunar Matvælarann- sókna rikisins kom kannaði ráðu- neytið hvort nokkur þeirra rann- sóknarstofnana, sem fyrir voru, gætu tekið að sér gerlarannsóknir og reyndust allar ófáanlegar til sliks. Það var Rannsóknastofnun fiskiðnarins, sem sá um fram- kvæmd slikra rannsókna og stjórnaði dr. Sigurður Pétursson gerlafræðingur þeim þar til 1. marz 1976. Efnafræði- og gerlafræðilegar rannsóknir á matvælum með til- liti til heilnæmi matvælanna er mjög yfirgripsmikið sérsvið. Það er þetta sérsvið, sem ætlað er Matvælarannsóknum rikisins. Hér er um að ræða visindalega rannsóknastofnun i eigu rikisins, stofnun, serh vinnur fyrir heil- brigðisnefndir og héraðslækna, hliðstæð t.d. Rannsóknastofu há- skólans i sýklafræði, sem unnið hefur i áratugi fyrir héraðslækna og sjúkrahús. Heilbrigðiseftirlit rikisins aftur á móti hefur með aö gera hin margvislegustu mannleg viðskipti, s.s. umhverfismál, holl- ustuhætti og sjúkdóma. Það hefur miklu fleiri málum að sinna en eftirliti með matvælum. Verksvið þess er viðtækara en rannsókna- stofnananna. Milli Heilbrigðiseft- irlits rikisins og Matvælarann- sókna rikisins þarf þvi að vera greinileg verkaskipting, en mjög góð samvinna. Forstöðumaður Matvælarannsókna rikisins er Guölaugur Hannesson. SST— ,,Það er engin hætta á að pólitiskir andstæðingar okkar komi til með að gleðjast yfir dauða Alþýðublaðsins, og það er nokkurn veginn ljóst, að blaðið mun koma áfram út eftir ára- mót,” sagði Arni Gunnarsson i samtali við Timann i gær, að- spurður um samninga Reykja- prents og Alþýðublaðsins. „Samningar voru að vísu ekki undirritaðir i gær — og verið er að ganga frá ýmsum atriðum um reksturskostnað og fleira þess háttar, en i dag gæti svo farið að gengið yrði frá þessum málum,” sagði Arni ennfremur. ,,Og þegar samningar hafa verið undirritaðir verða þeir birt- ir i smáatriðum i Alþýðu- blaðinu,” sagði Arni. Aðspurður um hvort i hyggju væri að auka blaðsfðuf jölda blaðsins sagði Arni að um það gæti hann ekkert sagt að svo stöddu. Guö laugur Hannesson forstöðumaður Matvælarannsókna rikisins við eitt þeirra tækja sem stofnunin kemur til meö að nota til starfsemi sinnar að Skipholti 15. Glitský í Skagafirði Skákmótið i Groningen: Jón tapaði Sst- 1 gær tefldi Jón L. Árna- son viö Búlgarann Georgiheu i áttundu umferð skákmótsins i Groningen. Skák þeirra fór i bið eftir 40 leiki, en siðan tap- aði Jón biðskákinni. Tveir efstu menn mótsins Dolmatov, Rússlandi og Upton Englandi tefldu saman og lauk skák þeirra með jafntefli og hefur Kolmatov þvi enn forystu með 7 vinninga að loknum 8 umferðum. Skák dagsins i gær var tvimælalaust skák Englend- inganna Talp og Goodman sem var mikil baráttuskák með fórnum og uppskiptum. Þeir luku þó ekki skákinni og fór hún i bið eftir 40 leiki. Röð efstu manna er nú þannig, að Dolmatov er efstur með 7 vinninga, i öðru sæti er Upton með 5 1/2 vinning. 1 3-4 sæti eru Talþ og Goodman með 5 vinninga, og i 5-6 sæti eru Jón og Georgiheu með 4 1/2 vinning. Kirkjuritið, f jölbreytt að efni Kirkjuritið sem gefið er út af Prestafélagi Islands 3. hefti 1977 er nýlega komið út. Að vanda flytur það margvislegt kristilegt og kirkjulegt efni. I þessu hefti birtist m.a. stór- fróðlegt og mjög athyglisvert við'- tal við sr. Sigurð Pálsson vigslu- biskup um ævi hans og störf semprestur og kirkjuleiðtoga á Suðurlandi. Einnig er i heftinu annars staðar minnzt fjörutiu ára afmælis Prestafélags Suöurlands. I heftinu er einnig erindi sem Rósa B. Blöndals flutti i kvöld- fagnaði prestastefnunnar að Eið- um sl. sumar en þar fjallar hún um sr. Sigurð heitinn Norland, skáld og prest i Hindisvik á Vatnsnesi. Meðal annars efnis er ritgerð eftir sr. Kristján Búason dósent við Háskóla tslands og fjallar hún um kröfur nútimans til prest- anna. Sr. Magnús Guðmundsson frá Grundarfirði ritar um Að- -ventuna og sr. Sigmar Torfason ritar minningargrein um Sr. Jakob Einarsson. Enn fremur er i heftinu birt erindi eftir sr. Eirik J. Eiriksson en það fjallar um sálminn „Bjargið alda borgin min”, tildrög hans og rætur. Á.S. Mælifelli 29.12. — Á mið- munda i dag hvessti hér að norö- an og kominn versti bylur á nóni. Hefur veður annars verið fremur gott um jólin og umferð greið en þó ærið hált. Hin sjaldséðu fögru glitský sem voru fágætlega til- komumikil i morgun hafa boðað náttúrunnar jól. Kirkjusókn hefur viðast veriö mikil hér um sveitir á hátiðinni. Getið skal um gjöf sem Mælifells- kirkju barst á jóladag frá Helgu Steindorsdóttur á Fitjum. Er það patina af silfri^dýrmætur gripur, gefin til minningar um mann hennar Sigurð Einarsson sem lézt á hausti 1968. Jólatréssamkomur barna eru haldnar inær öllum félagsheimil- um þessa dagana og skemmtun fyrir unglinga verður i Varmahlíð að kveldi 30. des. Þolanleg færð st — Færð um landið í gær var þolanleg. Fært var frá Reykjavik með suðurströndinni allt til Egils- staða og einnig úr Reykjavik vestur i Reykhólasveit. Bratta- brekka var ófær. — Holtavörðu- heiði var rudd í gær og varð fær seinni hluta dags. Þungfært var um öxnadalsheiði, og komust aö- eins stórir bilar um hana, en ráð- gert er að ryðja hana i dag. Frá Akureyri austur með norður- stöndinni var færð þokkaleg, en hvasst og seinni part dags i gær var orðið svo hvasst á Húsavfk að vart var fært á milli húsa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.