Tíminn - 30.12.1977, Qupperneq 9
Föstudagur 30. desember 1977
9
TIL FROÐLEIKS
OG SKEMMTUNAR
Ölöf Jónsdóttir:
ÚR FYLGSNUM FYRRI
TIÐAR
134 bls. Bókamiðstöðin, 1977.
I þessa bók hefur Ólöf Jóns-
dóttir safnað frásögnum sautján
manna sem hver og einn segja
frá einhverjum tilteknum
minnisverðum atburði eða
reynslu sem þeir hafa lifað.
Eins og nærri má geta kennir
hér margra grasa og ef ætti að
fjalla um hvern einstakan þátt
bókarinnar sérstaklega, yrði sii
blaðagrein heldur en ekki i
lengra lagi. En þótt ekki séu
nein tök á þvi að ræða hér um
hverja einstaka grein i þessari
bók, skal þess þó freistað að
minnast á nokkrar þeirra. —
samkvæmt þeirri gömlu og góðu
reglu að skárra sé að gera eitt-
hvað en að halda alveg að sér
höndum og hafast ekki að.
Þar ber þá fyrst að nefna
grein, sem heitir Blástirnið og
er eftir Magnús Á. Árnason list-
málara. Þessi þáttur MagnUsar
svo stuttur sem hann er, er svo
merkilegur, að hann gefur bók-
inni stóraukið gildi. Allir, sem
eitthvað þekkja til MagnUsar Á.
Arnasonar listmálara vita að
hann er hinn grandvarasti
maður og öngvan mann þekki
ég sem liklegur væri til þess að
bera brigður á orð hans, En
þeim mun verðmætari er lika
slik frásögn þegar annar eins
maður á i hlut. Ég trUi ekki öðru
en að þessi stutta frásögn lista-
mannsins eigi eftir að vekja
óskipta athygli þeirra sem þora
að horfast i augu við þá stað-
reynd að jörðin okkar er ekki
nema „rykkorn i geimnum,” og
að við þekkjum ekki einu sinni
nærri alla leyndardóma hennar
hvað þá það sem kann að eiga
sér stað á öðrum hnöttum.
Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli skrifar þátt sem heit-
ir Frá strandferðaöldinni. Svo
mjög hefur tækninni i samgöng-
um fleygt fram síðustu þrjátiu
til fjörutiu árin, að þar er flest
með öðrum hætti en áður og lfk-
legt er að farþegaflutningar
með strandferðaskipum eins og
þeir voru fyrir nokkrum áratug-
um verði taldir verðmætar
sagnfræðilegar heimildir áður
en langir timar liða.
Halldór Kristjánsson segir
hér frá fleiri en einni ferð sinni á
milli Vestfjarða og Reykjavikur
fyrr á árum. Gaman er að frá-
sögninni af ferð með Reykja-
fossi árið 1945.1 þeirri ferð voru
farþegar sjötiU/ en skipið hafði
ekki nema „einn tveggja manna
klefa handa farþegum.” Þar
var þröng á þingi og margir
„illilega sjóveikir.” Halldór sá,
hvar ung stólka lá „ein i rekkju,
velbreiðri,”. Þetta þótti bó-
manninum frá Kirkjubóli illa
farið með dýrmætt legurými og
bað um að mega halla sér hjá
stúlkunni — hvað hann þó ekki
fékk, — af góðum og gildum
ástæðum!
Enn betri er þó frásögn Hall-
dórs Kristjánssonar af ferðinni
um miðjan mai' 1936. And-
stæðurnar sem þarna er teflt
fram annars vegar skólabróðir
Halldórs sem hann hittir á
skipinu og sá er á leið heim til
bús foreldra sinna, fullur af
framtiðarvonum og framfara-
hug, — og svo hins vegar drukn-
ir slagsmálahundar sem einnig
voru þarna innan borðs, — þessi
mynd er svo sterk og sann-
ferðug að mér kæmi ekki á
óvart þótt hún reyndist mun
áhrifameiri en blaðagreinar
Halldórs gegn áfengisneyzlu og
skal ég þó verða siðastur manna
til þess að gera litið úr gildi
þeirra. — Ég er meira að segja
ekkert viss um að höfundurinn
hafi ætlazt til þess að litið yrði á
þessa ferðasögu sem bindindis-
áróður en hún er ekki verri fyrir
það, nema sfður sé.
Ingimar Óskarsson náttúru-
fræðingur á mjög merkilega
grein i þessari bók, þótt ekki sé
hún löng fremur en flestar
hinna. Undraverðar eru lýsing-
ar hans á draumlifi æskuár-
anna. „Þessar næturferðir
leiddu til þess að ég fór að verja
tómstundum minum að degin-
um til þess að safna mér jurtum
til þurrkunar og geymslu.
Oft voru leiðir mi'nar hinar
sömu á nóttu og degi og voru
næturferðirnar tfðlega mér hinn
besti vegvisir.”
Og þá er ekki sfður merkileg
frásögnin af þvi á hvern hátt
félagi Ingimars sem kallaður
Ólöf Jónsdóttir.
var Siddi vandist af þeim ósóma
„að gera allskonar spellvirki,
kippa upp nýlega gróðursettum
trjáplöntum og skemma annan
gróður á hinn fáránlegasta
hátt.” — Það má mikið vera ef
þessi ágæta grein Ingimars á
ekki eftir að verða mörgum
manni hvatning til þess að sýna
gróðri og öllu öðru lifi fyllstu til-
litssemi og nærgætni.
— Mér finnst reyndar fyrir
mitt leyti.að þessi ritsmið hins
góðkunna fræðimanns ætti að
vera skyldulesning i öllum is-
lenzkum barnaskólum.
Hér hefur fátt eitt verið talið
af fjölbreytilegu efni þessarar
bókar. Eins og að likum lætur
eru greinarnar misjafnar að
gæðum, þegar lagður er á þær
fagurfræðilegur mælikvarði:
menn eru misjafnlega góðir rit-
höfundar eins og gengur. Þó ber
ekki að skilja þessi orð svo, að
greinarnar sem um hefur verið
rætt hér að framan séu hið eina
vel skrifaða efni bókarinnar.
Langt í frá. Góðir þóttu mér
þættir þeirra Hildar Jónsdóttur,
ljósmóður frá Þykkvabæjar-
klaustri i Alftaveri og Jó-
hannesar frá Asparvik en hans
þáttur er i bundnu máli.enda er
ljóðformið Jóhannesi tiltækt. Og
hann er einn um það af höfund-
um þessarar bókar að nota þá
gamalkunnu frásagnaraðferð.
Um mál og stil bókarinnar Úr
fylgsnum fyrri tiðar er ekki
margt að segja. Hvort tveggja
er hnökralitið og sennilegt er
(þótt mig bresti beinar
heimildir um það) að Ólöf Jóns-
dóttir hafi lagt drjúgan skerf til
þess að lagfæra og samræma
frágang á ritsmiðunum, svo
margir og ólikir sem höfundar
þeirra eru.
Ekki kann ég við það orðalag
þegar maður sem tekur myndir
(bæði kyrramyndir og kvik-
myndir) segir: „Ég stilli nú upp
minu stativi undir vélina...”
(bls. 84) En hálfu verra er þó
þegar á næstu síður stendur
þetta: „Stilli ég upp minum þri-
fóti og vél...” Venjulega er talað
um að standa á öðrum fæti og þá
ætti hlutur sem heitir þrifótur
að beygjast eins. Hér hefði þvi
átt að standa: „Stilli ég upp
minum þrifætL..” — ef menn
vilja endilega halda i' orðalagið
að „stilla upp,” svo hvimleitt
sem það er, — i stað þess að tala
til dæmis um að koma tækjum
fyrir búast um til myndatöku og
ótalmargt annað sem er miklu
betra mál en að „stilla upp”
tækjum.
Prentvillur eru ekki margar
en hvimleið er misritunin á
nafni þess bæjar þar sem
Ingimar Óskarsson náttúru-
fræðingur fæ.ddist. Sá bær heitir
Klængshóll en ekki Klængsholt
eins og i bókinni stendur.
Aðeins ein aðfinnsla að lok-
um: Nafn bókarinnar úr fylgsn-
um fyrri tiðarfinnst mér óþarf-
lega likt nafni hins vinsæla rits,
Úr fylgsnum fyrri aldar sem
margir kannast við og hafa lesið
sér til ánægju. Nafnið Úr fylgsn-
um fyrri tiðar er að visu alveg
réttnefni og auðvitað er ekkert
óleyfilegt við það að nota þetta
nafn en svona náinn skyldleiki
með nöfnum tveggja bóka getur
hæglega valdið ruglingi, þegar
fram liða stundir. Þess vegna
ættu bæði höfundar og útgef
endur að reyna að forðast slikt
eins og unnt er.
Sjálfsagt mun mörgum þykja
þessi umsögn orðin alveg nógu
löng og er þó margt eftir sem
ástæða hefði verið að minnast á.
En til þess að iþyngja ekki um of
þeim lesendum er vilja að
blaðagreinar séu sem allra
stytztar skal hér sleginn botn i
spjallið með þvi að þakka öllum
höfundum bókarinnar úr
fylgsnum fyrri tiðar fyrir fróð-
legan og skemmtilegan lestur.
—VS
bókmenntir
Valgarður L. Jónsson, Eystra-Miðfelli:
Lítið dæmi um laun bænda
Ég var að hlusta á þáttinn
„Gögn og gæði” i útvarpi.
Stjórnandi þáttarins, Magnús
Bjarnfreðsson, spurði Stefán
Aðalsteinsson, hvað bændur
fengju nú hæst greitt fyrir ull.
Svarið var: Mórauð ull er
greidd hæsta verði kr. 1.300,00
til bænda, hvit úrvals ull kr.
I. 050,00 hvert kg. Ég held þetta
sé rétt heyrt, i það minnsta fyrri
talan. Ef seinni talan er skökk
munar þar litlu, þvi það var yfir
kr. eitt þúsund á kg. Þetta er
sem sé verðið sem bændum er
reiknað, þegar grundvallarverð
er ákveðið, og út frá þessu verði
er kaup bóndans reiknað.
Nú hittist þannig á, að mér
bárust nýlega i hendur nótur
fyrir endanlegu uppgjöri á inn-
lagða ull frá þessum bæ frá
Alfafossi h/f. Þar stendur skýr-
um stöfum á nótunni: Úrval,
verð á kg kr. 735,00. Svo 1. flokk-
ur, sem mest magnið er, kr.
540,00 kg, svört ull 750,00 kr. pr.
kg, grá ull kr. 520,00 kg, mórauö
ull kr. 1.000,00. Svo er verð hér á
II. flokki kr. 120,00 og III. flokki
kr. 50,00. Sonur minn sem á 3 ær
mórauðar einar kinda, hans ull
er hér sér á nótu á hans nafni, 5
kg á 550/- = kr. 2.750,00 skrifað
óflokkuð, allt mórauð ull sem á
að greiða á kr. 1.300 kg.
Frá innleggi bænda dragast
til sjóða tillög ýms, af ull sem
öðru. Hér á bæ er vel hirt um
ullina, rúið i þurru veðri, ullin
breidd, svo látin I poka, merkt
og sett inn. Féð er vel fóðrað,
hýst i góðum húsum, sem voru
reyndar höfð opin allan sólar-
hringinn sl. vetur vegna góðveð-
urs, en hólf er afgirt umhverfis
húsin. Svo um betri ull held ég
sé varla að ræða, þegar á heild-
ina er litið. Um það sem hér er
sagt geta þeir vitnað sem til
þekkja.
Þannig hittist á, að endanlegt
verð barst okkur sama dag frá
Kaupfélaginu i Borgarnesi fyrir
innlagða vetrarrúna ull inn-
lagða I mai 1976. Hér er gott
dæmi um það við hvaða kjör
bændurbúa á sama tima og fjöl-
miðlar færa fréttir af beztu
launasamningum til launþega
landsins, sem náðst hafa i
samningaþófi, sem gleðilegt er
að heyra og við bændafólk sam-
gleðjumst ykkur yfir þvi. En
sömu fjölmiðlar flytja æsifréttir
af „ósanngjörnum” hækkunum
búvara, sem stafa af kauphækk-
un sem áður getur.
Nú er búið að skýra frá þvi, að
bændur ná hvergi nærri þeirri
kauphækkun, sem aðrir þjóðfé-
lagsþegnar fengu, svo ekki sé
talað um konurnar sem bústörf-
in vinna, það hefði einhvern
tima verið sagt, að þær væru á
kaupi niðursetninga eða vand-
ræðafólks. Þær eiga þó annað
skilið blessaðar, sem aldrei lita
upp úr dagsins önn vegna starfa
við heimilishald, útiverk við bú-
störf og sfðast, en kannski ekki
sizt við umönnum við ýmsa
gesti. Húsfreyjustarf i sveit er
og hefur verið eitt það anna-
samasta sem um getur, þær
eiga margar langan vinnudag
og strangan á köflum. Þetta hélt
ég að allir vissu, I það minnsta
hefur mörgum fundizt nóg um,
sem hér hafa komið. Það er i
einu orði sagt þjóðarskömm að
virða störf þeirra ekki meira en
gjört er, en það er eins og þeim
sé verst launað, sem fórnfús-
asta starfið vinna. Gerir fólk sér
grein fyrir þvi, að þegar flestir
eiga fri, ferðast út í sveitir, hitta
vini og kunningja og gleðjast á
góðri stund, þá eru annasöm-
ustu dagar sveitakonunnar?
Það er gleðin yfir að sjá góða
vini I heimsókn, sem léttir kon-
unni nokkuð starfið, þvi að hún
vill öllum gera gott, islenzk
gestrisni er enn i fullu gildi i Is-
lenzkri sveit. Væri ekki rétt að
hugleiða rétt konunnar svolitiö
betur, greiða það sem ber?
A þessu litla dæmi sem hér
var nefnt, má sjá hvernig laun
bóndans skila sér. Þarna væri
verkefni fyrir þá sem áhuga
hafa á landbúnaðarmálum og
búvöruverði, en þau mál virðast
nú vera töluvert i sviðsljósinu.
Svo má sjá, heyra og lesa, það
má einnig heyra vanþakklætis-
tón og sjá fýlusvip á starfsfólki
opinberra stofnana, sem á þó að
gegna starfi óháðs manns. Það
fór illa i skapið á sumum, að sett
skyldi rétt verð á undanrenn-
una. Nú var góö skýring komin
fram i útvarpi, hvers vegna
hækkunin varð meiri á henni en
öðrum búvörum, sem sé undan-
renna hafði aldrei verið tekin
fyrr inn i heildarverðlagning-
una, heldur rétt sett á markað
til prufu. Þetta hefði fólk átt að
skilja, þó að það sé i einhverjum
linukúrum. Astæðan fyrir öllum
þessum úlfaþyt út af búvörum
og landbúnaðarmálum er sú, að
þessi framleiðslugrein er notuð
sem hagstjórnartæki, til hennar
er gripið þegar rikisvaldið vill
koma á friði i samningum milli
atvinnurekenda og launafölks.
Þá er niðurgreiðsla á þessar
vörur oft hækkuð verulega, en i
annan tima látin stórlækka.
Þetta veldur verðsveiflunum á
vörunni, framleiðendum I óhag,
reyndar neytendum einnig, en
þeir gera sér bara ekki grein
fyrir þessu. Þvi væri bezt fyrir
alla að verðið væri sem stöðug-
ast og sem lægst, svo fólk gæti
óhindrað keypt þessar lifsnauð-
synjar. Það er bezta tryggingin
til að mæta atvinnuleysi, að
fólkið geti alltaf vitað af góðum
matvælum á góðu sanngjörnu
verði, þess vegna ættu allir að
vinna að þvi, sem viturlegast er,
að fella niður óréttláta skatta,
tolla, innflutningsgjöld o.fl. af
rekstrarvörum til landbúnaðar,
svo einnig af búvörunum sjálf-
um, svo sem kjötvörum. A þetta
er oft minnzt og þykir sann-
gjarnt, reyndar sjálfsagt. Þvi
að vera að hækka verð á þessum
islenzku framleiðsluvörum? Nú
eru aðrar atvinnugreinar
undanþegnar slikum sköttum,
svo sem oft hefur verið á
minnzt. Þetta er hrein hand-
vömm og vitleysa gerð af is-
lenzkum stjórnvöldum, sem
treg eru til að lagfæra þó að þau
sjái meinsemdina og skilji að
þörf er á lækningu. Við skulum
biða og taka eftir hver viðbrigð-
in verða, þessi mál munu vera
komin á borðið hjá þeim úr
hendi bændafulltrúanna.
Þarna sjáum við dæmi um
ullina, bændur munu æði ó-
hressir yfir sliku uppgjöri, heyrt
hef ég bændur segja, að bezt
væri að láta enga ull af hendi
næsta vor, jafnvel mætti nota
hana I áramótabrennu, þetta er
að verða svo sjálfsagt að bænd-
ur fórni sinu, því þá ekki hátiða-
guðunum lika. Nú eru lopapeys-
ur tizkufatnaður og eftirsóttar
um viða veröld. Kanadisk hjón
voru um tima á þessu heimili sl.
haust, þau keyptu milli 10 og 20
peysur og höfðu með sér. I bréfi
sem var að berast frá þeim,
geta þau þess að þau vanti fleiri.
Þar virðist markaður sem viðar
og verðið hátt, þó að við séum
hýrudregnir, framleiðendurnir.
Svo eigum við eftir að taka viö
verðjöfnunarskattinum, talað
er um kr. 300.000,00 á vísitölu-
bónda, þá fóðurbætisskattinum.
Þetta hefur verið nefnt, einnig
að yfir 30% vanti bændur á kaup
sitt sl. ár.
Það eru til menn sem skilja
vandann, þó að þeir séu ekki úr
bændastétt, það mátti heyra á
svörum Alberts Guðmundsson-
ar þegar hann sat fyrir svörum i
útvarði nýlega. Hann sagði
mörg orð af viti, sem okkur ber
að þakka og virða. Hvar sem
réttlætið fær að ráða, þar er von
um góða lausn mála. 1 þeirri
von lifum við, að svo megi
verða.
Eystra-Miðfelli
12. 12.1977,
Valgarður L. Jónsson.