Tíminn - 30.12.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.12.1977, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. desember 1977 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- grímur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Simi 86300. " Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftif kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjal4 kr. 1.500 á mánuöi. ! - Blaðaprent hTf. Sigursæl barátta Árin 1961-1970 voru dapurlegur timi i sögu land- helgismálsins. Sókninni i landhelgismálinu, sem var hafin með landgrunnslögunum 1948 og uppsögn brezka samningsins frá 1901, var fylgt eftir með út- færslu fiskveiðilögsögunnar i 4 milur 1954 og i 12 milur árið 1958. Með uppgjafarsamningnum, sem viðreisnarstjórnin gerði við Breta i ársbyrjun 1961, var sóknin stöðvuð. Viðreisnarstjórnin gerði ekki neitt að gagni i landhelgismálinu á árunum 1961-1971. Samningurinn frá 1961, sem hafði ekkert uppsagnarákvæði, stóð i vegi þess. Það var ljóst á þvi, sem er rakið hér á undan, að fyrsta sporið, sem stiga þurfti, var að ryðja úr vegi samningnum frá 1961. Haustið 1970 hóf Timinn bar- áttu fyrir þvi, að ógilding hans yrði aðalmál kosn- ingabaráttunnar vorið 1971. 1 forustugrein, sem birtist i Timanum 27. september 1970, var m.a. komizt svo að orði: ,,Með útfærslu fiskveiðilandhelginnar 1. septem- ber 1958 var vissulega stigið stórt spor, sem hefur reynzt sjávarútveginum hið mikilvægasta. En reynslan segir samt orðið ótvirætt, að betur má, ef duga skal. Þess vegna þarf að hefjast kröftuglega handa um nýja sókn i landhelgismálinu og sigrast með einum eða öðrum hætti á þeirri torfæru, sem nauðungarsamningurinn frá 1961 er”. í framhaldi af þessu hóf Framsóknarflokkurinn viðræður við Alþýðubandalagið um landhelgismálið eftir að Alþingi kom saman um haustið 1970 með það fyrir augum, að stjórnarandstaðan mótaði sameiginlega stefnu I landhelgismálinu, sem hefði ógildingu samningsins frá 1961 fyrir megintak- mark. Siðan var leitað eftir þátttöku Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þessar viðræður báru þann árangur að i marzmánuði 1971 lögðu þessir þrir flokkar fram á Alþingi tillögu, þar sem lögð var megináherzla á tvö atriði. í fyrsta lagi, yrði stjórnum Bretlands og Vestur-Þýzkalands til- kynnt, að vegna lifshagsmuna islenzku þjóðarinnar gæti samningurinn frá 1961 ekki lengur talizt bind- andi fyrir ísland. 1 öðru lagbyrði strax hafizt handa um að færa fiskveiðilögsöguna út I 50 milur. Kosningarnar vorið 1971 fóru á þá leið, að þeir þrir flokkar, sem stóðu að þessari tillögu, fengu meirihluta og mynduðu stjórn um framkvæmd hennar. Á Alþingi 1972 náðist svo samkomulag allra flokka um þessa stefnu og útfærslan I 50 milur á- kveðin samkvæmt þvi. Bretar visuðu málinu til Al- þjóðadómstólsins, þar sem þeir fengu hliðhollan úr- skurð, en Islendingar höfðu hann að engu. Þá gripu Bretar til herskipaverndar, en hún dugði þeim ekki heldur. Næsta skref íslendinga var svo útfærslan i 200 milur, sem núverandi rikisstjórn og stuðningsflokk- ar hennar beittu sér fyrir og kom til framkvæmda haustið 1975. Bretar gripu enn til herskipaverndar, en sáu brátt, að sá hernaður myndi ekki bera ár- angur, enda höfðu aðgerðir íslendinga haft mikil á- hrif i þá átt að flýta þeirri alþjóðlegu þróun, að 200 milna fiskveiðilögsaga yrði almennt viðurkennd. Fullur sigur íslendinga vannst svo við gerð Oslóar- samningsins vorið 1976. íslendingar hafa nú orðið viðurkennd og óskoruð yfirráð yfir 200 milna fisk- veiðilögsögu. Vissulega er þetta einn mesti sigur, sem hefur unnizt i sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Baráttan, sem var hafin haustið 1970, hefur sannarlega skilað góðum árangri. Nú er það þjóðarinnar að standa vel vörð um hann og tryggja þannig hag sinn og afkomu á komandi árum. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Tilgangurinn með ferðalagi Carters Tekst honum að styrkja stöðu Giscards? CARTER forseti hóf i gær ferðalag til sex landa. Upphaf- lega hafði verið ráðgert að hann færi i þetta ferðalag i nóvember, en þá var þvi frest- að vegna heimamála. Þá var jafnframt ákveðið að hann heimsækti átta lönd. Tveimur þeirra hefur verið sleppt úr ferðaáætlun hans nú og styttir það ferðalagið mikið. Þessi lönd eru Nigeria og Venezú- ela. Akveðið er að hann heim- sæki þessi lönd siðar og senni- lega fleiri lönd i Afriku og Suður-Ameriku i leiðinni. Spádómarnir um árangur- inn af þessu ferðalagi Carters eru misjafnir. Sumir frétta- skýrendur telja, að það sé fyrst og fremst farið i auglýs- ingaskyni. Carter þurfi á aug- lýsingu að halda vegna þess, að honum hefur gengið heldur illa heima fyrir á fyrsta valda- ári sinu. Einkum hefur sam- búð hans og þingsins verið erfið og Carter hefur ekki komið fram nema litlu af þvi, sem hann hafði fyrirhugað. Sjálfur taldi hann, þegar hann hóf ferðalag sitt, að hann hefði sett markið of hátt og myndi hann læra af þvi. Vafalaust verður ferðalagið til að vekja athygli á Carter og umtal um hann. En það mun þó hafa meiri þýðingu. Viðkomandi þjóðhöfðingjar munu meta það að fá forseta Bandarikj- anna i heimsókn. Það er ekki siður auglýsing fyrir þá. Þannig getur ferðalag Carters óbeint orðið til þess að bæta samskipti Bandarikjanna og þeirra landa, sem Carter heimsækir, þótt viðræður hans við forustumenn þessara landa verði ekki sérstaklega merkilegar og engar ákvarð- anir teknar að þessu sinni. Þær geta hins vegar undirbúið jarðvegiisn og haft þannig áhrif siðar. ÝMSIR fréttaskýrendur skipta ferðalagi Carters i þrjá áfanga. Það vekur athygli, að hann velur Pólland sem fyrsta áfangastað sinn. Það þykir sýna, að Carter vilji árétta, að hann vilji hafa sérstök tengsl við kommúnistarikin i Austur- Evrópu. Sovétrikin getur hann ekki heimsótt meðan ekki iiggur fyrir árangur af við- ræðunum um takmörkun Carter forseti kjarnorkuvopna. Ef til vill hefði verið eðlilegast, að hann heimsækti Rúmeniu,frekar en önnur Austur-Evrópuriki, þvi að hún fylgir óháðastri utan- rikisstefnu. Það hefði hins vegar ekki verið vel séð af stjórnendum Sovétrikjanna. Frá þvi sjónarmiði er hyggi- legra af Carter að heimsækja Pólland, sem hefur stórum betra samkomulag við Sovét- ríkin en Rúmenia. Auk þessa eru stjórnarhættir þar frjáls- legri en i Rúmeniu, t.d. varð- andi trúmál. Þá má ekki gleyma þvi, að i Bandaríkjun- um eru margir af pólskumætt- um og meta það, þegar Pól- verjum er sómi sýndur. Meðal þeirra er Brzezinski, aðal- ráðunautur Carters i alþjóða- málum og öryggismálum, en hann er með Carter i ferðalag- inu. HEIMSÓKN Carters til lrans og Saudi-Arabiu er vel skiljan- leg frá bandariskum hags- munalegum sjónarmiðum. Þessi tvö riki ráða mestu um. oliuverð i heiminum, en Bandarikin eru mjög háð þvi, Gtscard forsett eins og hinn mikli halli á utan- rikisverzlun þeirra er gott dæmi um. Þaö er þvi mikil- vægt fyrir Bandarikjaforseta að eiga vinsamleg skipti við valdamenn þessara landa. Þar valda bandariskir hags- munir þvi, að Carter verður að gera hlé á mannréttindabar- áttu sinni meðan hann gistir þessi lönd. Hvorki transkeis- ari eða konungur Saudi-Ara- biu eru sammála Carter i þeim efnum. Auk oliumálanna þarf Carter svo að ræða við valdamenn Saudi-Arabiu um deilu Araba og tsraelsmanna, þvi að þeir geta haft veruleg áhrif á gang þeirra mála. Það má færa heimsókn Carters til Indlands undir sama áfanga og heimsókn hans til trans og Saudi-Arabiu. Það er mikilsvert fyrir Bandar íkin að ná vinsamleg- um skiptum við hina nýju stjórnendur Indlands, þvi að sambúð Indlands og Banda- rikjanna hafði versnað i stjórnartið Indiru Gandhi, og hún leitað aukinnar samvinnu við Sovétrikin. Hinir nýju valdamenn Indlands munu þó vafalitið fara sér gætilega i þessum efnum, þvi að enn er mikilsvert fyrir þá að hafa nána samvinnu við Sovétrikin. Þannig heimsótti Desai for- sætisráðherra Sovétrikin fyrst allra landa eftir að hann varð forsætisráðherra. HEIMSÓKN Carters til Paris- ar og Brússel er þriðji áfangi farar hans. Koma Carters til Brússel er árétting þess, að Bandarikin telja samstarfiö, sem fer fram á vegum At- lantshafsbandalagsins og Efnahagsbandalagsins, mikil- vægt fyrir Bandarikin. Þó mun Carter sennilega telja heimsóknina til Parisar enn þýðingarmeiri. Henni er tvi- mælalaust ætlað að géra veg Giscard forseta sem mestan og styrkja hann i væntanleg- um þingkosningum. Banda- rikjastjórn finnst það áreiðan- lega ekki neitt fýsilegt að fá kommúnista i stjórn i Frakk- landi, en ekkert er liklegra, ef Giscard og stuðningsflokkar hans tapa þingkosningunum, sem fara fram i marz næst- komandi. Það er hins vegar eftir að sjá, hvort heimsókn Carters styrkir Giscard i glimu hans við Evrópukomm- únismann. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.