Fréttablaðið - 29.05.2006, Side 48

Fréttablaðið - 29.05.2006, Side 48
 29. maí 2006 MÁNUDAGUR28 Arkitekt: Emil Gunnar Guðmundsson SUÐAUSTANÁTTA LANDSLAGSARKITEKTÚR VINN- UR UNDIR ÁHRIFUM FRÁ VEÐRI OG VINDUM. „Ég legg áherslu á að styrkja tengsl byggingar- innar við umhverfi sitt og leitast við að færa inn- irýmin út,“ segir Emil Gunnar Guðmundsson hjá Suðaustanátta landslagsarkitektúr. Hann bætir því við að form náttúrunnar séu honum sér- lega hugleikin enda finnist grunnformin þar og allt sem þar er á milli. Emil segir ekkert stórt né smátt vera honum óviðkomandi. „Gangur him- intunglanna og hreyfing ánamaðks yfir regnvota gangstétt vekur upp jafnmikla undrun og áhuga og það sem augað sér ekki. Regla og óregla nátt- úrunnar á sér engan líka og það sem við fyrstu sýn virðist byggt á óreglu er þaulskipulagt og fyrirfram ákveðið þegar að er gáð, segir hann.“ Hringurinn og línan eru form sem birtast í hinum ýmsum myndum í hönnun Emils, með tilbrigð- um við önnur grunnform. Hringurinn, línan og tilbrigðin VALSHEIÐI - GLÆSIHÚS - HVERAG. Glæsilegt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bíl- skúr. Sjónvarpsherbergi og fjögur svefnherbergi eitt með fataherbergi og baðherbergi inn af. Björt stofa og borð- stofa með mikilli lofthæð. Húsið er til afhendingar í vor til- búið undir tréverk að innan og fullbúið að utan með grófjafnaðri lóð. Verð 35 millj. AKURVELLIR - NÝTT - HF. Glæsilegar nýjar 144 og 155 fm íbúðir í litlu fjölbýlishúsi á þremur hæðum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólf- efna og með glæsilegum innréttingum. Stórar og góðar svalir með íbúðum á 2 og 3. hæð og sér lóð með íbúðum á jarðhæð. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrif- stofu. Verð frá 28 millj. AKURHVARF - ÚTSÝNI Glæsileg 210fm raðhús á tveim hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsið er staðsteypt og afhendist fullbúið að utan, en tilbúið til spörtlunar og málunar að innan. Búið verður að hlaða og múra alla milliveggi og hiti tengdur. Einnig er hæt að fá húsin fullbúin án gólfefna. Lóð verður grófjöfn- uð. Fallegt útsýni. Verð frá 39,5 millj. ÁLFTATJÖRN - YTRI NJARÐVÍK Glæsilegt 194 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggð- um bílskúr. Húsið sem er í byggingu afhendist fullbúið að utan með frágenginni lóð og klæddum sólpalli. Að innan afhendist húsið tilbúið undir tréverk með hitalögn í gólfi. Mahóní gluggar og hurðir. Húsið er teiknað af Pálmari Kristmundssyni. Afhending 15.07 n.k. Verð 38,5 millj. ÁSBÚÐARTRÖÐ - SÉRHÆÐ Mjög falleg 130 fm efri sérhæð í tvíbýli á góðum stað í Hafnarfirði. Þrjú óvenju stór svefnherbergi og stórar saml. stofur. Timburverönd út fa hjónaherbergi. Íbúðin er mjög mikið endurnýjuð. Nýl. gler og gluggar. Snjóbræðsla í innkeyrslu. Í risi er leikaðstaða og sjónvarpshol ásamt þvottahúsi. Frábær eign. Verð 29,9 millj. ÞORLÁKSGEISLI - GRAFARHOLT Vorum að fá í sölu stórglæsileg 112 fm 4ra herbergja íbúð með sérinngangi á efstu hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu. Þrjú góð svefnherbergi. Stórar stofur og glæsilegt eldhús. Eikarparket og fallegar flísar á gólfum. Gengið að lyftu innan úr bílageymslunni. Álklætt hús. Fal- legt útsýni. Verð 29,3 millj. YSTIBÆR - ÁRBÆR Mjög vel staðsett 130,4 fm einbýlishús ásamt góðum 36 fm bílskúr í botnlangagötu. Þrjú góð svefnherbergi og stór og góð stofa. Þvottaherbergi og búr er innaf rúm- góðu eldhúsi. Innréttingar eru upprunalegar. Bílskúr með hita, vatni, rafm. og góðu vinnuherbergi. Nýleg stór timb- urverönd og frístandandi gróðurskáli. Húsið er nýlega Steni klætt og nýlegt járn á þaki svo og þakrennur. Verð 39,9 millj. FJALLALIND - GLÆSIEIGN Vorum að fá í einkasölu 112,7 fm einnar hæðar parhús með innbyggðum 33,1 fm bílskúr, alls 145,8 fm. Þrjú góð svefnherbergi og rúmgóð stofa með útgangi á verönd. Flísalagt baðherbergi með fallegri innréttingu, sturtu og baðkari, rúmgott eldhús með fallegri innréttingu. Innan gengt í bílskúr. Verð 46,9 millj. Fr u m Guðmundur Björn Steinþórsson löggiltur fasteignasali Jón Guðmundsson sölustjóri Geir Þorsteinsson sölumaður Andapollurinn á Akureyrir er öllum kunnur. Við forhönnun á honum var gengið út frá því að gera hann aðgengilegan fyrir fólk. Botn gilsins var hækkað og röð tjarna var lögð á brúaðan göngustíg. Vatnspósturinn er unninn í stuðlabergsstöpul sem kemur í óreglulegum sexhyrningi frá náttúrunnar hendi. Þar er teflt saman óunnum steininum og slípuðum fleti, hring og línu. Línan leiðir vatnsrennslið niður langhlið stuðulsins. Í dag situr vatnspósturinn í Bláa lóninu. Vindhnötturinn er kúla 3-4 m í þvermál og liggur í 25-30 m yfir jörðu á stálstreng. Hnötturinn yfirfærir vindáttina í lit eins og hún er á borgina hverju sinni. Grunnlitirnir standa fyrir höf- uðáttirnar, N, S, A, V.Vindhnöt- turinn hefur ekki verið tekinn í fóstur enn. Ferskasta verkefni stofunnar í dag er stækkun kirkjugarðsins að Útskálum, Garði og uppbygging staðarins sem safnasvæði og ferðamannastaðar. Þetta verkefni er enn í skissuferli. Hugmyndin er greftrun í jörð og guðdóm- urinn sem er okkur ofar. Tveir spíralar, íhvolfur og kúptur eru lagðir á landið og í sjó.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.