Fréttablaðið - 29.05.2006, Qupperneq 67
MÁNUDAGUR 29. maí 2006 27
Gott nám
Farsæl leið
til þróunar í starfi
ogmeiri lífsgæða.
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands
býður spennandi námskost:
15eininga diplómanám
á meistarastigi
NÁMSGREINAR:
Félagsvísindadeild
Háskóla Íslands
Inngönguskilyrði er BA- próf eða sambærilegt próf.
Diplómanám er metið inn í viðkomandi meistaranám fái nemendur
inngöngu í það.
Umsóknum skal skilað til Kolbrúnar Eggertsdóttur, deildarstjóra
framhaldsnáms, skrifstofu félagsvísindadeildar, Odda við Sturlugötu,
sími 525-4263, tölvupóstfang kolbegg@hi.is.
Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar eru á heimasíðu
deildar: www. felags.hi.is
iTilvalið
nám
með sta
rf
Umsóknarfrestur
er til 6. júní
Fötlunarfræði
Opinber stjórnsýsla
Kynjafræði
Rannsóknaraðferðir
félagsvísinda
Þróunarfræði
Afbrotafræði
Alþjóðasamskipti
Atvinnulífsfræði
Áhættuhegðun
og forvarnir
Fræðslustarf og stjórnun
Fjölmiðlafræði
H
O
R
N
/
H
a
u
k
u
r
/
2
3
8
3
a
„Þetta bar þannig til að við höfðum
samband við Landspítala - háskóla-
sjúkrahús og kynntum yfirljósmóð-
ur Kvennasviðs dansverk okkar.
Hún var mjög spennt fyrir því sem
við erum að gera en við munum
sýna á fæðingardeildinni þar sem
saman verða komnar ljósmæður til
að taka þátt í málstofu ljósmæðra.
Við höfum áður komið fram og
dansað í spítala í Finnlandi fyrir
sama starfshóp. Því var mjög vel
tekið,“ segir Titta Court sem er ein
þriggja kvenna sem skipa danshóp
frá Finnlandi. „Við hittumst allar í
dansnámi í Finnlandi og hófum þar
samstarf. Tvær okkar erum ættað-
ar frá Finnlandi en sú þriðja kemur
frá Bretlandi. Í dag búum við allar
á mismunandi stöðum og vinnum
því hvor í sínu lagi. Við semjum
okkar sóló og hittumst svo í tvær til
þrjár vikur fyrir sýningar til að
sjóða saman þriggja manna sóló,“
heldur Titta áfram. Dansverkið
sem sýnt verður á fæðingardeild-
inni heitir Kypsa og fjallar um hvað
fylgir því að vera kona, andlega
sem líkamlega. „Dansverkið okkar
tekur á ýmiss konar þemum sem
tengjast því að vera kona. Við
tökum fyrir hvað fylgir því að fara
í gegnum ýmis stig hömlulausra
hormóna, frjósemi, tilfinningaleg-
ar og andlegar hæðir og lægðir eða
hvað það þýðir að vera kyn- eða til-
finningavera sem kona og síðast en
ekki síst hvað er að vera móðir,“
útskýrir Titta.
Danshópinn skipa Jocasta Crofts
frá Bretlandi og Annamaria Ruzza
og Titta Court frá Finnlandi. Dans-
hópurinn kemur til landsins í lok
maí og sýnir verk sitt á Fæðingar-
deild Landspítala - háskólasjúkra-
húss þann 7. júní. Enn fremur mun
danshópurinn sýna í Norræna hús-
inu þann 3. júní kl. 16. -brb
Dansað fyrir íslenskar ljósmæður
DANSARAR FRÁ FINNLANDI Fæðingu fagnað í dunandi dansi.
Þjóðminjasafn Íslands hlaut á dög-
unum viðurkenningu fyrir fram-
úrskarandi árangur og er með því
skipað í flokk glæsilegustu safna
og meðal þeirra bestu í Evrópu.
Að þessu tilefni verður boðið upp
á ókeypis aðgang að safninu út
maímánuð. Í Þjóðmenningarhús-
inu stendur jafnframt yfir sýning-
in Þjóðminjasafnið – svona var
það. Á þeirri sýningu má sjá
hvernig umhorfs var í Þjóðminja-
safninu fyrir breytingarnar sem
urðu við enduropnun þess árið
2004. Gestum Þjóðmenningar-
hússins og Þjóðminjasafnsins
gefst því um þessar mundir
óvenjulegt tækifæri til að bera hið
nýja saman við hið gamla en það
eru þó síðustu forvöð því sýningin
í Þjóðmenningarhúsinu verður
tekin niður þann 6. júní.
Auk grunnsýningarinnar í Þjóð-
minjasafninu er boðið upp á fjöl-
breytilegar sérsýningar, jafnt á
hinu forna sem hinu nútímalega.
Alls konar skemmtilegir viðburðir
eru jafnan á dagskrá í húsinu og
leiðsagnir eru í boði. Á staðnum er
glæsileg safnabúð og hefur veit-
ingastofan einnig notið talsverðra
vinsælda bæði hjá þeim sem vilja
kynna sér fortíðina eða setjast
niður með tebolla og horfa á sam-
tímann. - khh
Gamalt og glænýtt
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Ókeypis aðgangur út maímánuð.FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
MAÍ
26 27 28 29 30 31 1
Mánudagur
■ ■ FUNDIR
20.00 Fundur Menningar- og
friðarsamtaka MFÍK í Friðarhúsi,
Njálsgötu 87. Fundurinn er öllum
opinn.
■ ■ SÝNINGAR
10.00 Málverk Braga Ásgeirs-
sonar eru til sýnis í Galleríi Fold
við Rauðarárstíg.
15.00 Leirlistakonurnar Guðný
Magnúsdóttir, Kogga og Kristín
Garðarsdóttir sýna verk sín í sýn-
ingarsal Hönnunarsafns Íslands
við Garðatorg.