Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2006, Qupperneq 67

Fréttablaðið - 29.05.2006, Qupperneq 67
MÁNUDAGUR 29. maí 2006 27 Gott nám Farsæl leið til þróunar í starfi ogmeiri lífsgæða. Félagsvísindadeild Háskóla Íslands býður spennandi námskost: 15eininga diplómanám á meistarastigi NÁMSGREINAR: Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Inngönguskilyrði er BA- próf eða sambærilegt próf. Diplómanám er metið inn í viðkomandi meistaranám fái nemendur inngöngu í það. Umsóknum skal skilað til Kolbrúnar Eggertsdóttur, deildarstjóra framhaldsnáms, skrifstofu félagsvísindadeildar, Odda við Sturlugötu, sími 525-4263, tölvupóstfang kolbegg@hi.is. Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar eru á heimasíðu deildar: www. felags.hi.is iTilvalið nám með sta rf Umsóknarfrestur er til 6. júní Fötlunarfræði Opinber stjórnsýsla Kynjafræði Rannsóknaraðferðir félagsvísinda Þróunarfræði Afbrotafræði Alþjóðasamskipti Atvinnulífsfræði Áhættuhegðun og forvarnir Fræðslustarf og stjórnun Fjölmiðlafræði H O R N / H a u k u r / 2 3 8 3 a „Þetta bar þannig til að við höfðum samband við Landspítala - háskóla- sjúkrahús og kynntum yfirljósmóð- ur Kvennasviðs dansverk okkar. Hún var mjög spennt fyrir því sem við erum að gera en við munum sýna á fæðingardeildinni þar sem saman verða komnar ljósmæður til að taka þátt í málstofu ljósmæðra. Við höfum áður komið fram og dansað í spítala í Finnlandi fyrir sama starfshóp. Því var mjög vel tekið,“ segir Titta Court sem er ein þriggja kvenna sem skipa danshóp frá Finnlandi. „Við hittumst allar í dansnámi í Finnlandi og hófum þar samstarf. Tvær okkar erum ættað- ar frá Finnlandi en sú þriðja kemur frá Bretlandi. Í dag búum við allar á mismunandi stöðum og vinnum því hvor í sínu lagi. Við semjum okkar sóló og hittumst svo í tvær til þrjár vikur fyrir sýningar til að sjóða saman þriggja manna sóló,“ heldur Titta áfram. Dansverkið sem sýnt verður á fæðingardeild- inni heitir Kypsa og fjallar um hvað fylgir því að vera kona, andlega sem líkamlega. „Dansverkið okkar tekur á ýmiss konar þemum sem tengjast því að vera kona. Við tökum fyrir hvað fylgir því að fara í gegnum ýmis stig hömlulausra hormóna, frjósemi, tilfinningaleg- ar og andlegar hæðir og lægðir eða hvað það þýðir að vera kyn- eða til- finningavera sem kona og síðast en ekki síst hvað er að vera móðir,“ útskýrir Titta. Danshópinn skipa Jocasta Crofts frá Bretlandi og Annamaria Ruzza og Titta Court frá Finnlandi. Dans- hópurinn kemur til landsins í lok maí og sýnir verk sitt á Fæðingar- deild Landspítala - háskólasjúkra- húss þann 7. júní. Enn fremur mun danshópurinn sýna í Norræna hús- inu þann 3. júní kl. 16. -brb Dansað fyrir íslenskar ljósmæður DANSARAR FRÁ FINNLANDI Fæðingu fagnað í dunandi dansi. Þjóðminjasafn Íslands hlaut á dög- unum viðurkenningu fyrir fram- úrskarandi árangur og er með því skipað í flokk glæsilegustu safna og meðal þeirra bestu í Evrópu. Að þessu tilefni verður boðið upp á ókeypis aðgang að safninu út maímánuð. Í Þjóðmenningarhús- inu stendur jafnframt yfir sýning- in Þjóðminjasafnið – svona var það. Á þeirri sýningu má sjá hvernig umhorfs var í Þjóðminja- safninu fyrir breytingarnar sem urðu við enduropnun þess árið 2004. Gestum Þjóðmenningar- hússins og Þjóðminjasafnsins gefst því um þessar mundir óvenjulegt tækifæri til að bera hið nýja saman við hið gamla en það eru þó síðustu forvöð því sýningin í Þjóðmenningarhúsinu verður tekin niður þann 6. júní. Auk grunnsýningarinnar í Þjóð- minjasafninu er boðið upp á fjöl- breytilegar sérsýningar, jafnt á hinu forna sem hinu nútímalega. Alls konar skemmtilegir viðburðir eru jafnan á dagskrá í húsinu og leiðsagnir eru í boði. Á staðnum er glæsileg safnabúð og hefur veit- ingastofan einnig notið talsverðra vinsælda bæði hjá þeim sem vilja kynna sér fortíðina eða setjast niður með tebolla og horfa á sam- tímann. - khh Gamalt og glænýtt ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Ókeypis aðgangur út maímánuð.FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 26 27 28 29 30 31 1 Mánudagur ■ ■ FUNDIR  20.00 Fundur Menningar- og friðarsamtaka MFÍK í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Fundurinn er öllum opinn. ■ ■ SÝNINGAR  10.00 Málverk Braga Ásgeirs- sonar eru til sýnis í Galleríi Fold við Rauðarárstíg.  15.00 Leirlistakonurnar Guðný Magnúsdóttir, Kogga og Kristín Garðarsdóttir sýna verk sín í sýn- ingarsal Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.