Fréttablaðið - 29.05.2006, Page 68

Fréttablaðið - 29.05.2006, Page 68
 29. maí 2006 MÁNUDAGUR28 Talsvert hefur borið á fréttum af því að Einar Bárðarson sé orðinn faðir. Hann er þó ekki sá eini í stétt íslenskra umboðsmanna sem hefur fjölgað mannkyninu að undanförnu. Kollegi hans Ísleifur Þórhallsson varð pabbi í byrjun síðustu viku, eignaðist heilbrigðan son með unnustu sinni. Síðastliðinn miðvikudag fylltu kassabílar miðbæ Reykjavíkur. Ökumennirnir voru ekki háir í loft- inu en afar einbeittir og ánægðir með fararskjótana. Um var að ræða hið árlega kassabílarallí frí- stundaheimilanna í vesturbæ og miðbæ, Skýjaborga í Vesturbæjar- skóla, Undralands í Grandaskóla, Selsins í Melaskóla og Drauma- lands í Austurbæjarskóla. Eins og sést á myndunum höfðu krakkarnir lagt mikið í bílana þetta árið og voru margir þeirra nokkuð skrautlegir. Áður en rallí- keppnin hófst var gengið fylktu liði frá Hallgrímskirkju og niður á Ingólfstorg þar sem keppnin fór fram. Var mikið fjör í göngunni enda gengið undir hressilegum trumbuslætti og spileríi á heima- tilbúin hljóðfæri. Alls tóku 300 börn þátt í þessarri uppákomu sem þótti taka afar vel. - snæ Ökumenn framtíðarinnar VIÐBÚIN, TILBÚIN Það ríkti mikið keppnisskap meðal þátttakenda í kassabílarallíinu. Öku- menn framtíðarinnar sýndu góða akturstakta og verða líklega til sóma þegar kemur að því að því að þeir halda út í umferðina á alvöru bílum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GAMAN SAMAN Krakkarnir höfðu mjög gaman af því að sýna sig og hitta krakka frá öðrum frístundaheimilum. Alls tóku 300 krakkar þátt í uppákomunni og allir skemmtu sér hið besta. FRUMLEGASTA FARARTÆKIÐ Frístundaheimilið Skýjaborgir í Vesturbæjarskóla mætti til leiks með þennan bíl og hlaut verðlaun fyrir frumlegheit. FLOTTASTI BÍLINN Þessi græni kaggi var valinn flottasti bíll keppninnar en hann var smíð- aður af krökkum á frístundaheimilinu Undralandi í Grandaskóla. SKEMMTILEG SKRÚÐGANGA Börnin fylktu liði í skrúðgöngu frá Hallgrímskirkju og niður á Ingólfstorg. Frístundaheimilið Draumaland í Aust- urbæjarskóla var valið prúðasta göngulið dagsins en liðið skartaði fallegum rauðum fána og börnin hegðuðu sér eindæma vel í göngunni. „Þetta gekk allt mjög vel. Við vorum að ganga frá samningum við meðframleiðendur vegna Astrópíu og það kláraðist. Annars hefðum við ekkert komið til baka, maður getur ekki komið heim til sín ef maður klárar ekki málin,“ segir kvikmynda- framleiðandinn Júlíus Kemp. Júlíus og Ingvar Þórðarson voru á kvik- myndahátíðinni í Cann- es á dögunum á vegum kvikmynda- félagsins Kisa. Þar gengu þeir frá samningum vegna kvik- myndarinnar Astrópíu sem skarta mun Ragn- hildi Steinunni Jónsdótt- ur Kastljósspíu í aðal- hlutverkinu. Auk þess voru þeir Júlí- us og Ingvar að vinna í því að selja kvikmynd- ina Strákarnir okkar til sýninga í Evrópu. „Það var svona enda- hnúturinn á því hjá okkur. Við erum búnir að vera að selja myndina í Toronto og Berlín og nú í Cannes. Það var bara verið að ná síðustu krónunum út áður en myndin verður of gömul,“ segir Júlíus léttur í bragði. Strákarnir okkar verður frum- sýnd í Frakklandi 20. júlí næst- komandi. Aðspurður segir Júlíus að myndin verði sýnd í 20 bíóhús- um þar í landi. Eftir það fer mynd- in í sýningar í Belgíu, Þýskalandi og víðar. - hdm Astrópía kláruð í Cannes MYNDIR TIL SÖLU Júlíus og Ingvar Þórð- arson unnu að fjármögnun og sölu Strák- anna okkar og Astrópíu í Cannes. JÚLÍUS KEMP Gerði það gott í Cannes. FRÉTTIR AF FÓLKI Skóhönnuðurinn Man-olo Blahnik hefur gagnrýnt blaðamenn fyrir umfjöllun þeirra um bresku ofur- fyrirsætuna Naomi Campbell. „Ég hef þekkt hana síðan hún var fimmtán ára. Hún er stórkostleg. Hún er kannski ekki auðveld en blöðin eru vond við hana. Þau hata hana,“ sagði Blahnik en aðeins vika er í að Campbell fari fyrir rétt fyrir að ráðast á húsvörðinn sinn vopnuð farsíma. Leikkonan Halle Berry hefur rætt í fyrsta sinn um nýja kærastann sinn, kanadísku fyrirsætuna Gabriel Aubry. Halle er tvígift og hefur sagst aldrei ætla að giftast aftur. Parið hittist við tökur á Versace-auglýs- ingu í nóvember. „Þetta er allt svo nýtt og ferskt. Kanadískir menn eru dásamlegir. Ég er á þeim stað í lífinu þegar ég þarf meira en bara frama. Ég held að næsti kafli sé fjölskylda og börn,“ sagði Halle. Peter Andre er ekki ánægður með eiginkonu sína, Katie Price, og finnst hún ekki borða nógu mikið af ruslfæði. Hann er á því að grannur líkami hennar, fyrir utan risastór brjóstin, þurfi smá fitu. „Mér finnst hún of horuð. Hún verður að fara að borða meira en hún grenntist mjög mikið eftir að hún gerði þetta leik- fimimynd- band. Hún þarf bara að borða meira ruslfæði,“ sagði Peter umhyggju- samur. Sophie Monk er nýja kærastan hans Jude Law en hún er áströlsk poppstjarna og upprenn- andi leikkona. Parið hefur sést kela hvort við annað á bar í LA nýlega. „Þau voru að knúsast og kyssast og voru mjög vingjarnleg hvort við annað,“ sagði vitni. „Þau þekkjast greinilega mjög vel og það var greinilega eitt- hvað mikið á milli þeirra.“ Kjartan Björnsson og félagar hans úr stuðningsmannaklúbbi Arsenal létu gamlan draum ræt- ast þegar þeir stigu inn á grasið á heimavelli liðsins, Highbury, í fyrsta sinn. Upphaflega áttu þeir að taka þátt í knattspyrnumóti á vellinum þar sem fimmtíu stuðningsmanna- klúbbar Arsenal úr öllum heimin- um áttu að keppa innbyrðis. Aftur á móti varð ekkert af því vegna þess að völlurinn var gersamlega á floti eftir miklar rigningar í London að undanförnu. Þess í stað var haldin víta- spyrnukeppni fyrir kappana og kepptu íslensku víkingarnir við fulltrúa Írlands. Fóru leikar 8-6 fyrir Írland en Kjartan var engu að síður brattur eftir leikinn. „Þetta var gríðarlega gaman. Ég var búinn að láta mig dreyma um þetta í tuttugu ár og ég var með samkomulag um að fá að baða mig í teignum áður en völl- urinn yrði allur,“ segir Kjartan, sem skoraði glæsilegt víti í stöng- ina og inn. Kjartan, sem er fyrrverandi formaður Arsenal-klúbbsins, var að koma í 66. sinn á Highbury og loksins fékk hann að stíga inn á sjálfan völlinn, sem verður rifinn á næstunni eftir áratuga þjónustu. „Ég sakna hans alveg gríðarlega og þetta „móment“ þegar ég var að fara þaðan út í síðasta sinn var mér mjög erfitt. Ég tala um þetta eins og barnið mitt nánast,“ Draumurinn rættist STÖNGIN INN Liðið sem mætti til leiks á Highbury. Efri röð frá vinstri: Anton, Hilmar, Kjart- an, Þórir og Ómar. Neðri röð frá vinstri: Gestur, Guðmundur, Atli og Jón.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.