Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2006, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 30.05.2006, Qupperneq 14
 30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR14 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Nýlega var rifinn einn af minnisvörðunum um rúmlega 40 ára hugmynd um veg í sjö metra hæð yfir norðurhluta miðborgar Reykjavíkur. Stórvirkar vinnuvélar rifu á dög- unum niður brúarstubb við Toll- húsið í Reykjavík. Sjálfsagt hafa fæstir borgarbúar velt þessum brúarstubbi fyrir sér enda löngu orðinn eðlilegur hluti af umhverf- inu. Eldri íbúar kunna þó að minn- ast stórtækra hugmynda um veg yfir miðborgina sem liggja átti í sjö metra hæð. Stubburinn var hluti samgöngumannvirkja sem aldrei voru byggð. Hugmyndin var að gatan næði frá Skúlagötu að Mýrargötu. Aka átti upp á aðrein við Útvarpshúsið við Skúlagötu, yfir Faxaskála, að Tollhúsinu og þaðan meðfram Hafnarhúsinu. Við það áttu að vera gatnamót og var annað hvort hægt að halda áfram og niður veg- inn við slippinn í Mýrargötu eða beygja niður í göng sem liggja áttu undir Grjótaþorpið. Líkt og sést á líkaninu var gert ráð fyrir að gömlu húsin í Grjótaþorpinu yrðu rifin eða flutt og ný reist í staðinn. Athyglisvert er raunar að hugmyndasmiðirnir gerðu ekki ráð fyrir að eitt einasta gamla timburhús fengi að standa áfram í miðborginni heldur áttu nýjar og stærri byggingar að koma í þeirra stað. Eitt þeirra húsa sem þurfti að víkja samkvæmt hugmyndinni var Iðnó. Þess í stað var gert ráð fyrir að Ráðhús Reykjavíkur yrði reist á lóðinni, líkt og sjá má efst á myndinni. bjorn@frettabladid.is EKIÐ UNDIR GRJÓTAÞORPIÐ Í stað gömlu húsanna í Grjótaþorpinu áttu að koma nýbyggingar og bílastæði. Umferðinni átti að beina í stokk undir hús og stæði. Miðborgin sem aldrei varð RÚSTIR EINAR Brúarstubburinn við Tollhús- ið var malaður mélinu smærra. RÁÐHÚS Í STAÐ IÐNÓS Hugmynd frá 1964 gerði ráð fyrir að Iðnó yrði rifið og Ráðhús Reykjavíkur byggt á lóðinni við norðaustur horn Tjarnarinnar. Rúmum 30 árum síðar var Ráðhúsið reist í norðvestur horninu.������������������������������������������������������ �� �������������������������������������������������������������� ������ ������������������������������������������������������ ������������������������������������������������������������ �������������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������ ������������������������������� �������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������ �������������������������������������������������������� ������������������������������������������������������������������� 1.890.000,- Beinskipt - 1.6 lítra Nýr, fallegri og miklu betri Opel. Þinn daglegi skammtur af gleði Mánaðargreiðsla 23.061,-* ���������������� �������������������� ���� ����������������� „Ég var að klára fyrsta árið í Listaháskólan- um þar sem ég er að kynna mér fræðilegu hliðina á leikhúsi. Ég fór í þetta nám til að komast að því hvað virkar fyrir sviðið, þennan töfraflöt,“ sagði Elísabet Jökulsdóttir þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar. Elísabet er, eins og alþjóð veit, afkastamikill rithöfundur og hefur einnig verið áberandi í leiklistarlífi og blaðamennsku á undanförn- um árum. „Mér fannst upplagt að ná mér í verkfæri og kynnast leikhúsinu betur. Ég hef alltaf verið rosalega hrifin af verkfærum og finnst þau mjög spennandi. Í skúrnum hjá afa mínum var til dæmis alltaf fullt af verk- færum en verkfæri til að skrifa eru ósýnileg, en alveg jafnskemmtileg.“ Elísabet fékk hugmyndir að tveimur nýjum leikritum nýlega og vinnur nú að því að klára þau. En ekki er það allt. Hún ætlar að gefa út geisladisk með ljóðum á næstunni, vinnur að nýrri skáldsögu auk þess að skrifa bók fyrir Mál og menningu um geðhvarfasýki, en það er sjúkdómur sem Elísabet glímir við. „Ég hef haft mikið af hugmyndum en ekki getað komið öllu í framkvæmd. Þetta er spurning um að vinna með meiri einbeitni og kunna að skipuleggja sig. Það er eitthvað sem ég læri kannski í skólanum. Það er blessun að fá mikið af hugmyndum og þá fær maður löngun til að deila þeim með fólki.“ En er líf rithöfundarins bara eintóm vinna? Spurð að því hvort hún ætli ekki að taka sér frí segist hún ekki vita það ennþá af því henni þyki svo gaman að skrifa. „Maður fer auðvitað eitthvað út úr bænum og mig langar að heimsækja barnabörnin mín sem eru á Spáni. Svo langar mig austur að Heklu og upp á öræfin en ég er ekkert búin ákveða neitt. Svo fer maður reglulega á Víkings- völlinn og Gróttuvöllinn því strákarnir mínir eru að spila þar.“ Hún syrgir það ekki að þeir spili ekki lengur í Vest- urbænum. „Það getur alltaf eitthvað frjósamt gerst þegar skipt er um lið. Það gerist alltaf eitthvað spennandi við breytingar og maður lærir mest af þeim.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Heilluð af hvers konar verkfærum REYKJAVÍK Í GÖMLU LJÓSI Umbylta átti miðborg Reykjavíkur samkvæmt hugmyndum sem lagðar voru fram upp úr 1960. Gömlu timburhúsinu áttu að hverfa og stór stein- steypuhús að rísa í þeirra stað. Gatan með- fram höfninni átti að vera í sjö metra hæð. Brúarstubburinn sem liggur frá Tollhúsinu var rifinn á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vinslit Ég tók það fram að Bandaríkjamenn hefðu brugðist vináttu okkar og trausti með því að segja samningnum upp einhliða. Össur Skarphéðinsson alþingismaður í Fréttablaðinu 29. maí. Stór spurning Kynbundið ofbeldi er dauðans alvara. Við verðum að hvetja konur til að taka hótanir alvarlega og hvetjum kerfið til að bregðast við. Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmda- stýra Samtaka um kvennaathvarf í Fréttablaðinu 29. maí.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.