Fréttablaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 32
4 Í október á síðasta ári urðu eigenda- skipti á veitingastaðnum Fiðlaran- um, að Skipagötu 14. Við það fékk staðurinn nýtt heiti, Strikið, og var breytt úr gamaldags matsölustað í nýtískulegt veitingahús. Ingi Þór Ingólfsson, einn eigenda Striks- ins, segir að í flestum tilvikum hafi breytingunum verið vel tekið. „Segja má að breytingarnar hafi gengið hratt fyrir sig, þar sem við hófum þær skömmu eftir að við tókum við staðnum og lukum þeim í desember,“ segir Ingi Þór. Við sigldum því á milli skers og báru á meðan þessu stóð, ef svo má að orði komast.“ Ekki er nóg með að stórtækar breytingar hafi verið gerðar á útliti staðarins, heldur fékk gamli matseð- illinn að fjúka. „Við erum nú með tvo matseðla, annars vegar hádeg- ismatseðil sem inniheldur allt frá hamborgurum upp í nautasteikur, og hins vegar kvöldmatseðil, með pastaréttum, humri og nautalund- um með bernaise-sósu, svo dæmi séu nefnd,“ segir Ingi Þór. „Sumir réttanna njóta alveg ótrúlegra vin- sælda hérna og má þar nefna kola- glóðaða hamborgara í hádeginu og nautalundir á kvöldin. Svo eru matseðlarnir okkar í stöðugri end- urskoðun og þeim breytt í takt við tískustrauma,“ bætir hann við. Þess má líka geta að Strikið býður ekki aðeins upp á ljúffengan mat heldur verður einnig lifandi tónlist leikin fyrir gesti á þemakvöldum alla fimmtudaga í sumar. „Hérna verða ýmsir tónlistamenn sem sýna listir sínar og ráðgera má að lagasmíðar eftir meistara eins og James Taylor, David Bowie, Simon & Garfunkel og fleiri verði spilaðar,“ segir Ingi Þór. Fyrsta flokks veitingahús á heimsvísu Nafni staðarins var breytt úr Fiðlaranum í Strikið og skipt um innréttingar og matseðil til að ná fram léttari áhrifum. Hér sést Ingi Þór, einn eigenda staðarins, skenkja viðskiptavini í glas á nýja barnum. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Þrír útskriftarnemar við Myndlistar- skólann á Akureyri, þær Hanna Hlíf Bjarnadóttir, Dögg Stefánsdóttir og Karen Dúa Kristjánsdóttir, hafa í ár rekið Gallerí BOX við Kaupvangs- stræti 16, þar sem galleríið Kompan var áður til húsa. Að sögn Hönnu hafa sýningar almennt verið vel heppnaðar og viðtökur góðar. Innt eftir því af hverju þær hafi ráðist í reksturinn segir Hanna þær hafa séð sér leik á borði eftir að húsnæðið losnaði. „Við hófum rekstur á meðan við vorum enn í námi og fengum styrki til að bjóða listamönnum til okkar,“ segir hún. „Við stöndum þannig algjörlega undir kostnaði og rekum galleríið á núlli.“ Hanna og samstarfskonur henn- ar standa um þessar mundir fyrir sýningu á verkum Sólveigar Ein- arsdóttur, sem að hennar mati er ung og efnileg listakona að fást við áhugaverða hluti. „Í I8 var hestur í fullri stærð eftir hana, eingöngu gerður úr pez-sælgæti,“ segir hún. „Hjá okkur er hún með ljósmyndir af gæludýrunum sínum. Svo hefur hún búið til eftirmynd hundsins síns og kattar úr hunda- og katta- mat, sem hægt er að skoða. Þetta er mjög falleg og krúttleg sýning sem hefur fengið góða dóma,“ segir hún. Að sögn Hönnu hafa þær stöllur staðið fyrir ýmsum uppákomum auk sýninga, þar á meðal gjörningum. „Svo erum við alltaf með grænmet- isveislur á opnunum,“ segir hún. „Þá er boðið upp á mat til að ná fram afslöppuðu andrúmslofti og láta sýningargesti staldra ögn leng- ur við. Okkur finnst hafa tekist vel til,“ segir hún loks. Gæludýr gerð úr dýrafóðri Hanna Hlíf Bjarnadóttir og starfssystur hennar standa fyrir áhugaverðum sýningum í Gallerí BOX. Dögg, Karen og Hanna Hlíf hafa rekið Gallerí BOX í rúmt ár. Á myndinni sést einnig dóttir Hönnu Hlífar, Marsibil Þórarinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/KK ■ { norðurland } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Ingi Þór segist vera ánægður með þær breytingar sem gerðar hafi verið á Strikinu og að þær hafi yfirleitt lagst vel í fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/KK Ingi Þór Ingólfsson, einn eigenda veitingahússins Striksins, býður upp á ljúffenga rétti sem eru í stöðugri endurskoðun. Menningarhús og tónlistarskóli mun rísa við Strandgötu á Akureyri og hefjast framkvæmdir á næstu mánuðum. Í dag hefst afhend- ing útboðsgagna vegna byggingar hússins en samningur um hönnun menningarhúss og tónlistarskóla var undirritaður 2. júní 2005. Upp- haflega var gert ráð fyrir því að tónlistarskóli mundi rísa síðar í sér- stöku húsi tengdu menningarhús- inu. Á frumhönnunarstigi var hins vegar bætt við hæð ofan á menn- ingarhúsið þar sem starfsemi tón- listarskólans mun að mestu verða. Tilboð í fyrsta útboð vegna fram- kvæmda við menningarhús og tón- listarskóla voru opnuð 4. nóvember 2005 um framkvæmd sem felur í sér fergja svæði (til að láta jarðveginn síga) og reka niður stálþil. Sigmæl- ingar á svæðinu hófust um miðjan desember 2005 og verður svæðið tilbúið til framkvæmda um mán- aðamótin. Áætluð verklok fyrir menning- arhús og tónlistarskóla ásamt lóð og umhverfi er vorið 2008. Menningarhús og tónlistarskóli Framkvæmdir hefjast á næstu mánuðum. Menningarhús og tónlistarskóli mun rísa við Strandgötu á Akureyri,.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.