Fréttablaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 30.05.2006, Blaðsíða 59
ÞRIÐJUDAGUR 30. maí 2006 27 Myndlistarkonan Þórunn Hjartar- dóttir sýnir um þessar mundir í sýningarýminu Suðsuðvestri við Hafnargötu 22 í Reykjanesbæ. Sýninginuna kallar hún „Hvernig er Suðsuðvestur?“. Þar eru stað- og tímabundin verk sem hún hefur unnið beint inn í sýningarýmið en hún hefur ekki unnið með þessum hætti áður. Þetta er fimmta einka- sýning listakonunnar. Þórunn hefur einkum fengist við geó- metrísk abstraktmálverk en á síð- ustu einkasýningu bættust ljós- myndir, hljóðverk og málverk með orðum bæst við. Gallerí Suðsuðvestur er opið fimmtudaga og föstudaga frá kl. 16-18 og laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17. Annars er opið eftir samkomulagi. Sýningin stendur til 18. júní. Suðsuðvestur kannað ÞÓRUNN HJARTARDÓTTIR Sýnir stað- og tímabundin verk í Suðsuðvestri. „Ég hef unnið sem leiðsögumaður fyrir íslenska ferðamenn í Kaup- mannahöfn í átta ár og því er þessi bók rökrétt framhald af starfi mínu. Fyrir ári gaf ég út bók sem fjallaði um gömlu góðu Kaup- mannahöfn innan borgarveggj- anna, en nýja bókin er jafnframt framhald af henni“, segir Guð- laugur Arason um nýútkomna ferðahandbók sem hann tók saman og ber titilinn „Kaupmannahöfn – ekki bara Strikið“. „Margur Íslendingurinn hefur haft það á orði við mig að það hljóti að vera fleiri staðir í Kaup- mannahöfn að heimsækja en Strikið og er það mikið rétt. Það eru ótal spennandi staðir sem liggja út fyrir akra borgarsíkj- anna og hægt er að gera sér far um að skoða. Það er ekki síst að áeggjan þessarra Íslendinga sem ég ákvað að skrifa þessa göngu- ferðbók“. Eins og segir í lýsing- unni á bókinni greinir Guðlaugur frá „tíu gönguleiðum um borgina, útskýrir heiti gatna, lýsir stað- háttum, sögulegum byggingum og minnist á þekkta einstaklinga sem tengjast þeim“. Þegar Guðlaugur er inntur eftir ástæðum þess að gönguleið- irnar bera heiti hinna ýmsu teg- unda dýraríkisins, segir hann „það einfaldlega gert til heiðurs húsdýrum sem voru innan borg- arveggjanna í gömlu Kaupmanna- höfn, alveg fram á miðja 19. öld. Það var ekki bara fólkið sem setti svip sinn á bæinn heldur öll hús- dýrin sem þar var að finna. Í hverjum bakgarði var búskapur“, heldur Guðlaugur áfram. „Ég gætti þess þó að velja ekki leið rottunnar og valdi músina í stað- inn, enda aldeilis munur á fríð- leika þeirra frænkna. Fleiri myndu eflaust vilja ganga í fót- spor músarinnar en rottunnar,“ segir Guðlaugur og hlær dátt. „Fyrri hluti bókarinnar er ætl- aður sem ferðavísir fyrir þá sem eru á hlaupum um borgina og vantar einhverjar smá upplýsing- ar um hvað skal skoða. Hér hef ég textann knappan og forðast allt orðagjálfur. Ef fólk vill lesa sér eitthvað meira til um viðkomandi götur, torg eða hús í gamla bænum þá verður fólk einfaldlega að verða sér úti um fyrri bók mína. Seinni hlutinn í nýju bókinni er ítarlegri, en hann er hugsaður sem ítarefni. Þennan hluta bókar- innar reyni ég að hafa svolítið léttan og skemmtilegan“, útskýrir Guðlaugur. Spurður hvort hann óttist ekki- samdrátt í leiðsögu sinni um Kaupmannahöfn í sumar með til- komu ferðahandbókarinnar, hlær Guðlaugur og segist „vissulega uggandi yfir því að nú verði ekki lengur þörf fyrir nærveru hans þar sem bókin muni eflaust duga til, en bætir svo við að það sé allt í lagi, enda ætli hann sér ekki að verða ellidauður í þessum bransa“. -brb GÖNGULEIÐABÓK UM KAUPMANNAHÖFN Ótal spennandi staðir eru innan marka borgarinnar. Meira en bara Strikið HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 27 28 29 30 31 1 2 Þriðjudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Söngkonan Ragnheiður Gröndal og trúbadorinn Helgi Valur halda tónleika í Hveragerðiskirkju og flytja frumsamið efni ásamt töku- lögum. Sérstakur gestur er Magnús Þór Sigmundsson. ■ ■ FUNDIR  20.00 Framhaldsstofnfundur Félags sjálfstætt starfandi fræði- manna á Norðurlandi verður hald- inn í Húsmæðraskólanum gamla við Þórunnarstræti á Akureyri. ■ ■ SÝNINGAR  10.00 Afmælissýning Braga Ásgeirssonar stendur yfir í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Sýningin stendur til 11. júní.  12.00 Sýning á verkum þýska myndlistarmannsins Rudolfs Reiter stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. ■ ■ LJÓÐAKVÖLD  20.00 Síðasta Skáldspírukvöld Lafleaur útgáfunnar í vetur verður í Iðuhúsinu við Lækjargötu. Gestur kvöldsins verður Sveinn Snorri Sveinsson sem les úr nýrri ljóðabók sinni Að veiða drauminn. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.