Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 20

Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 20
 30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR20 Nú þegar niðurstöður sveitar- stjórnarkosninganna 2006 liggja fyrir keppist hver flokkurinn við að tryggja sér völd og hafa sem mest áhrif á lífið í bæjum og borgum. Samkvæmt fylgi flokk- anna í Reykjavík ætti Vilhjálmur að verða næsti borgarstjóri. Fylgisaukning frjálslyndra og vinstri grænna gefur þó vísbend- ingu um töluverða óánægju með stefnu borgaryfirvalda sem og stjórnvalda í umhverfismálum sem og öðrum mannúðarmálum. Það var rétt sem kom fram í grein Andra Snæs rétt fyrir kosningar að yfirstaðnar kosn- ingar en þó sérstaklega næstu kosningar væru þær mikilvæg- ustu á þessari öld. Í næstu kosn- ingum – sem ég vil kalla úrslita- kosningar um það hvort við viljum varðveita sérstöðu Íslands og sjálfstæði eða ekki – kjósum við annaðhvort yfir okkur öfl sem eru tilbúin að selja Ísland fyrir glingrið eitt, fórna einni margbrotnustu náttúru í heimi, menningu og sjálfstæði fyrir skammtímahagsmuni, sem munu tortíma íslensku þjóðinni, eða öfl sem berjast á móti öllu þessu og sem í raun langstærsti hluti þjóð- arinnar vill fylgja að málum, þó sumir viti það ekki ennþá. Til að síðarnefndu öflin (sem því miður beina oftar en ekki sjónum sínum að því að tryggja sér völd og frama í pólitík frem- ur en að einbeita sér að því að fínpússa stefnuskrár sínar og skýra þær línur sem Ísland þarf á að halda gagnvart þeim þrýst- ingi sem utanaðkomandi hags- munaaðilar sýna jafn lítilli en þó ofurmáttugri þjóð) nái að bjarga þjóðinni frá glötun þurfa þau sameiningar við. Þau þurfa að vera tilbúin að fórna eigin hags- munum fyrir hagsmuni heillar þjóðar, jafnvel vera tilbúin að umbylta sinni eigin ímynd, ef ekki hreinlega sameinast undir nýjum merkjum. Þá skiptir ekki máli hver verður næsti borgar- stjóri eða forsætisráðherra, hver í fyrsta eða öðru sæti, hver dett- ur út eða kemst til valda. Best væri ef tónninn væri strax gef- inn í þessum kosningum og í kjöl- far þeirrar umhverfissveiflu sem mátti greina í úrslitum kosn- inganna yrðu myndaðar bæjar- og borgarstjórnir sem gæfu stjórnvöldum nauðsynlegt aðhald og undirbyggðu um leið þá grund- vallarbreytingu sem íslenska þjóðin þarfnast til að bjarga móður náttúru og um leið þeim grunni sem allt hennar ríkidæmi byggir á. Burtséð frá því að hve miklu leyti það tekst nú er ljóst að nýta þarf vel tímann sem í hönd fer til næstu kosninga til að sameina alla þá jákvæðu og dýrmætu krafta sem þrá í einlægni að standa vörð um hin raunveru- legu gildi Íslands og bjarga um leið ímynd landsins og sjálfstæði innanlands sem á alþjóðlegum vettvangi. Tökum öll höndum saman og gerum Ísland að paradís menn- ingar og lista, umhverfis og nátt- úru, þar sem saman fer öflug ferðamannaþjónusta og varanleg forvarnarstefna gegn vímu og klámvæðingu, í fjölmenningar- samfélagi viðskiptaútrásar og menntunar þar sem öllum er hjálpað til að verða að góðum og gegnum þegnum í krafti þeirra hæfileika sem í hverjum ein- staklingi búa. Leyfum þjóðinni að taka að sér friðar- og sátta- semjarahlutverk á alþjóðlegum vettvangi og sýnum öðrum þjóð- um gott fordæmi með virku og lifandi lýðræði. Sneiðum hjá öfgum vinstri og hægri sem eru hvort eð er úrelt hugtök og sam- einum kosti hinna ólíku flokka í eina breiða fylkingu sem lang- flestir Íslendingar geta samein- ast um. Hættum að leika smá- kónga sem engin raunveruleg völd hafa og gerum fremur gagn sem raunverulega stórvirk peð - eins öflug og frípeðin sem eng- inn hefur efni á að vanmeta – frípeðin sem gjarna verða að hinum frægu drottningarpeðum ef þeim er bara rétt teflt fram! Björgum Íslandi áður en það verður of seint... Stjórnmálamenn og sérfræðingar í stjórnmálum hafa undanfarið verið að túlka úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna. Ekki eru menn alveg á eitt sáttir um úrslitin. Menn eru þó sammála um það, að kosningarnar hafi verið mikið áfall fyrir Fram- sóknarflokkinn. Fylgið bókstaflega hrundi af Framsókn í kosningun- um. Flokkurinn fékk 11,8% miðað við 22,9% í sveitarstjórnarkosn- ingunum fyrir 4 árum. Ljóst er að kjósendur voru að refsa Framsókn- arflokknum fyrir þjónkun við íhaldsstefnu ríkisstjórnarinnar í rúman áratug. Það var ekki verið að refsa sveitarstjórnarmönnum Framsóknar. Þeir hafa ekki staðið sig verr en aðrir sveitarstjórnar- menn. Forustan lemur hausnum við steininn Þrátt fyrir afhroð í nýafstöðnum kosningum lemur forusta Fram- sóknar hausnum við steininn og segir að úrslitin hafi engin áhrif á stjórnarsamstarfið! Það er engu líkara en Framsókn ætli að fremja sjálfsmorð. Flokkurinn virðist ætla að ganga út í opinn dauðann. Það eina, sem gæti bjargað Framsókn- arflokknum nú er að flokkurinn sliti stjórnarsamstarfinu við Sjálf- stæðisflokkinn strax eða næsta haust. Það eru næg ágreiningsefni. Framsókn gæti slitið stjórninni vegna aðfarar Sjálfstæðisflokks- ins að Íbúðalánasjóði en íbúðalánin voru stærsta mál Framsóknar í síð- ustu þingkosningum. Boðskapur kjósenda til forustu Framsóknar í nýafstöðnum kosn- ingum var alveg skýr: Hingað og ekki lengra. Ekki frekari þjónkun við íhaldið. Um leið og Framsókn sýnir, að hún ætli að breyta um stefnu og hætta að láta íhaldið valta yfir sig fá fyrri kjósendur Framsóknar traust á flokknum á ný. Sú hætta er að vísu fyrir Fram- sókn, að efnt verði til nýrra kosn- inga, ef Framsókn slítur stjórninni en forsætisráðherra er með þing- rofsvaldið og getur ráðið því hvort þing verður rofið. Auðvitað þorir Framsókn ekki í kosningar næsta haust. Hún þarf tíma til næsta vors til þess að undirbúa kosningar. Það væri því betra fyrir Framsókn að leyfa nýrri stjórn að taka við fram að kosningum. Samfylkingin hélt sjó Hvernig fóru aðrir flokkar út úr sveitarstjórnarkosningunum? Samfylkingin hélt sjó. Hún fékk svipað fylgi og í síðustu þingkosn- ingum en aðeins minna en í sveit- arstjórnarkosningunum fyrir 4 árum. Flokkurinn fékk nú 30% en í þingkosningunum fékk flokkurinn 30,95% og í sveitarstjórnarkosn- ingunum fyrir 4 árum fékk flokk- urinn 31,4%. Kosningaúrslitin í Reykjavík voru flokknum nokkur vonbrigði. Þar fékk flokkurinn 27,3% og 4 borgarfulltrúa. Það er að vísu sama tala borgarfulltrúa og flokkurinn hafði í R-listanum. En flokkurinn hafði vonast til að fá 5 borgarfulltrúa. Það er ljóst, að flokkurinn fékk talsvert minna fylgi en flokkurinn fékk í Reykjavík í þingkosningun- um. Hver er ástæðan? Er saga Alþýðuflokksins hér að endurtaka sig? Alþýðuflokkurinn fékk alltaf minna fylgi í borgarstjórnarkosn- ingum en í þingkosningum í Reykjavík. Ástæðan var sú að ákveðinn hópur Alþýðuflokks- manna kaus alltaf Sjálfstæðis- flokkinn í borgarstjórnarkosning- um. Vonandi er ekki einhver hópur Samfylkingarmanna að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn í borgarstjórnar- kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn tók að vísu upp stefnu Samfylkingarinnar í mörgum málum í kosningunum. Og nokkrir fyrrverandi Alþýðu- flokksmenn, sem kölluðu sig hægri krata, voru með mikinn áróður gegn Samfylkingunni og Ingi- björgu Sólrúnu og reyndu að skapa óánægju með Samfylkinguna. Þessi áróður var áberandi í Blað- inu. Þar var í raun um óbeinan áróður að ræða fyrir því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Stjórnarandstaðan í landsmálum kom vel út Sjálfstæðisflokkurinn getur unað vel við úrslit sveitarstjórnarkosn- inganna. Flokkurinn fékk 41,6% miðað við 40,7% fyrir 4 árum. Í síð- ustu þingkosningum fékk Sjálf- stæðisflokkurinn aðeins 33,68%. Það var mikið áfall fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. Vinstri grænir og Frjálslyndir geta verið ánægð með kosningaúr- slitin. Þessir flokkar unnu báðir á en þó einkum vinstri grænir. Segja má, að stjórnarandstaðan í lands- málum hafi komið vel út úr kosn- ingunum og fengið aukið fylgi. Það lofar góðu fyrir væntanlegar þing- kosningar. Slítur Framsókn ríkisstjórn? UMRÆÐAN ÚRSLIT KOSNINGA BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN STUTT HUGLEIÐING BENEDIKT SIGURÐSSON LAFLEUR 68.6 milljarðar lita HITACHI 42PD7200 býður upp á mestu upplausn í 42” plasma sjónvarpi í dag • Upplausn 1024 x 1024 punktar. Yfir 1000 línur! • 68,6 milljarðar lita. Nýr 1024 punkta myndkubbur gerir myndina ótrúlega skarpa og góða. • Allar tengingar til staðar sem hægt er að hugsa sér fyrir sjónvarp. • Uppfyllir öll skilyrði til að vera HD ready og gott betur. • Snúningsfótur með rafmótor. Glæsileg hönnun. • www.raunveruleikasjonvarp.is Ekki benda á mig Einhvern tíma hefði líka þurft að segja manni það tvisvar að Frjálslyndi flokk- urinn væri með yfir 10% fylgi og mun stærri en Framsóknarflokkurinn í Reykja- vík. Þessi útkoma Framsóknarflokksins hlýtur að vera okkur öllum umhugsun- arefni sem komum að framboði og starfi flokksins í Reykjavík. Persónulega get ég þó glaðst yfir því að fylgi flokksins mæld- ist samkvæmt könnunum mest í mínu hverfi, Grafarholtinu, eða yfir 10%. Það er gott að starfa í frjóum jarðvegi. Það er hins vegar ljóslega mikið verk óunn- ið í Reykjavík áður en kemur að næstu alþingiskosningum. Guðjón Ólafur Jónsson á hrifla.is Skrýtin skepna lýðræðið Í Reykjavík voru skilaboð kjósenda tvíræð. Sjálfstæðismenn bættu við sig en fengu þó næstminnsta fylgi sitt í Reykjavík frá upphafi. Framsóknarmenn hafa ekki upp- skorið minna í hálfa öld. Samfylkingin fékk mun minna fylgi en í alþingiskosn- ingunum 2003 og náði ekki einu sinni fylgi Alþýðubandalagsins eins þegar því gekk best árið 1978. Einu sigurvegararn- ir eru VG og Frjálslyndir sem samanlagt hafa þó aðeins þrjá borgarfulltrúa. Þannig að það er úr vöndu að ráða og hætt við að hinn nýi borgarstjórnarmeirihluti verði einkennileg skepna. Ekki auðveldar málið hversu loðin kosningabarátta flokkanna var í Reykjavík. En svona er lýðræðið. Ármann Jakobsson á murinn.is Tvær þjóðir En hvernig erum við Íslendingar í stakk búnir til að takast á við þessar fyrirséðu breytingar? Breytingar úr atvinnulífi fram- leiðslusamfélagsins yfir í þekkingarsamfé- lagið. Heilt til tekið stöndum við vel. Þjóð- in er tæknivædd, atvinnulífið fjölbreytt og mikil sókn í þekkingarstarfsemi ýmis konar, þar á meðal innan háskólanna okkar. Hér ber þó skugga á. Efnahagslega séð búa í þessu landi í raun tvær þjóðir. Höfuðborgarbúar annars vegar þar sem þrífst fjölbreytt atvinnulíf þekkingarsamfé- lagsins og síðan landsbyggðin sem byggir sína tilveru fyrst og fremst á frumfram- leiðslu og þar mun störfum fækka veru- lega á næstu árum og ekkert, ekkert mun hefta þá þróun. Runólfur Ágústsson á kistan.is AF NETINU Tökum öll höndum saman og gerum Ísland að paradís menningar og lista, umhverfis og náttúru, þar sem saman fer öflug ferðamannaþjónusta og varanleg forvarnarstefna... Flokkurinn virðist ætla að ganga út í opinn dauðann. Það eina, sem gæti bjargað Framsóknarflokknum nú er að flokkurinn slíti stjórnarsam- starfinu við Sjálfstæðisflokk- inn strax eða næsta haust.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.