Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2006, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 30.05.2006, Qupperneq 22
[ ] Gönguvertíðin gengur senn í garð. Iðnir fætur halda því af stað upp á fjöll og niður á strandir og í löngum göngum er mikilvægt að vera í góðum skóm. Gísli Páll Hannesson, verslunar- stjóri hjá Útilíf í Glæsibæ, segir mikilvægast að fólk hugi að réttri stærð á gönguskóm þegar fjár- festa á í nýju pari. „Skórnir mega auðvitað hvorki vera of stórir né of litlir en fólk á það til að hengja sig of mikið í stærðirnar,“ segir Gísli Páll. „Stærðirnar eiga ein- göngu að vera til viðmiðunar. Stærðirnar geta verið mismun- andi eftir sniði og framleiðend- um. Skórnir fást flestir í heilum og hálfum númerum og fólk verð- ur að prófa sig áfram.“ Gísli Páll segir það vandaverk að velja sér góða gönguskó og því býður Útilíf meðal annars upp á fjórtán daga skilafrest en þann tíma geta viðskiptavinir nýtt sér til að prófa skóna heima í stofu í ró og næði. Gísli Páll segir fólk einnig falla í þá gryfju að kaupa sér hlaupa- skó til þess að nota í létta útivist. „Hlaupaskórnir eru sérstaklega hannaðir fyrir hlaup, þeir eru mjúkir en þessir skór þreyta mann mikið á venjulegri göngu. Fyrir léttar göngur um Skerja- fjörðinn eða í Heiðmörk þar sem er halli og malarstígar þá er betra að vera í útivistarskóm. Þó fólki finnist harðara að ganga í þeim þá eru þeir gerðir fyrir slíkar göngur. Skórnir þurfa að hafa ákveðinn stífleika og ákveðna mótstöðu í sólanum. Í grófara landslagi þarf svo gönguskó sem hafa ökklastuðning. Hjá Útilíf erum við til dæmis með skó frá Scarpa og Meindl sem henta vel fyrir hvers konar útivist.“ Fólki er ráðlagt að nýta sér þekkingu starfsfólksins í útivist- arbúðunum og fá aðstoð við val á réttum skóm. „Fólk verður að gefa sér tíma í að velja réttu skónna,“ segir Gísli Páll. „Þegar skórnir eru keyptir í flýti eru meiri líkur á að maður geri mistök. Fyrir öllu er að velja þá skó sem manni líður best í.“ johannas@frettabladis.is Tennis er að ryðja sér til rúms á Íslandi. Góð hreyfing þar sem reynir á þol, kraft og tækni. Stærðin skiptir máli Scarpa Sabbia- gönguskór. Útilíf 16.990.- Meindl Island-fjall- gönguskór. Útilíf 24.990.- Trezeta-fjallgönguskór, Gore tex. Everest 24.995.- Léttir Raichle Goretex-gönguskór. Henta vel í styttri göngur. Everest 15.995.- Léttir götuskór frá Salomon. Intersport 15.390.- Scarpa-fjallgönguskór. Intersport 24.990.- North Face Hedgehog-götuskór. Þrátt fyrir lágan hæl veita þeir nokkurn stuðning fyrir ökklann. Skór af þessu tagi njóta æ meiri vinsælda til gönguferða innan og utan bæjar- marka. Útilíf 10.990.- Samkvæmt rannsóknum bandarískra lækna getur tón- list haft jákvæð áhrif í barátt- unni við króníska verki. Frá þessu er greint á vef BBC. Sextíu sjúklingum, sem að með- altali höfðu þolað þráláta verki í sex og hálft ár, var skipt í hópa og hlustuðu sumir þeirra á tónlist í klukkutíma á dag í eina viku. Nið- urstöðurnar urðu á þá leið að þeir sem hlustuðu á tónlist sögðu verkinn minnka um 21% að með- altali og depurð að sama skapi um 25%. Enn fremur fannst tón- elsku sjúklingum þeir ekki jafn heftir af sársaukanum og fyrr. Fyrri rannsóknir hafa einnig sýnt að róleg tónlist í 45 mínútur geti bætt svefn um þriðjung. Ekki eru allir sammála þessum niðurstöðum og benda á að engar rannsóknir sýni langtímaáhrif þess að hlusta á tónlist. Batinn sé að öllum líkindum skammvinnur og ekki læknisfræðilegur, heldur hjálpi tónlistin fólki að dreifa huganum svo það hættir að ein- blína á sársaukann.- tg Tónlist minnkar sársauka Ekki kemur fram í rannsókninni hvernig tónlist er best til þess fallin að róa taugarnar. FRÁTABLAÐIÐ/DANÍEL STÆRSTA HEILSUVÖRUVERSLUN Á LANDSBYGGÐINNI Póstsendum um land allt Glerártorg Akureyri S: 462-1889 heilsuhorn@simnet.is www.simnet.is/heilsuhorn Laugavegi 2 - 101 Reykjavík - Sími 552 1103 - www.jurtaapotek.is Embla fyrir konur á besta aldri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.