Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 23

Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 30. maí 2006 3 Fólk stendur oft ráðþrota þegar það verður fyrir því að vera lagt í einelti. Fer það þá líka eftir því á hvaða aldri eineltið á sér stað og hvernig viðkomandi er í stakk búinn til að takast á við þá miklu höfnun sem fylgir eineltinu. Hægt er að segja að einelti sé eins og hægfara sálarmorð. Það er eins og eitthvað deyi innra með manneskjunni í hvert skipti sem hún lendir í einelti. Einelti getur átt sér stað á mörgum sviðum lífsins. Margir hafa orðið fyrir einelti í skóla eða hafa séð einhvern lagðan í einelti. Margir kannast líka við að hafa sjálfir lagt í einelti. Ein- elti á sér stað á vinnustöðum, í félagasamtökum, innan íþrótta- hreyfingarinnar, í fjölskyldunni, í vinahópum og í raun alls staðar þar sem hópur fólks kemur saman. Það er skrítin iðja að leggja fólk í einelti og ástæðurnar fyrir því að níðast á öðrum geta verið margar og mismunandi. Skortur á tilfinningagreind stendur þó kannski upp úr. Viðkomandi skynjar ekki hversu mikil áhrif eineltið hefur á sálarlíf þess sem fyrir því verður. Sumir fá líka útrás fyrir minnmáttarkennd sína og óöryggi með því að leggja aðra í einelti. Á vinnustöðum finnst sumum gott að hafa ein- hvern sem athyglinni er beint að, svo það verði síður tekið eftir þeim sjálfum og þeirra brestum. Eineltið getur tekið á sig margar myndir. Í skólanum er oft hreinlega hrópað að viðkom- andi, hann kallaður nöfnum og jafnvel lagðar á hann hendur. Í fjölskyldunni gerist það stund- um að eldri systkini leggja það yngra í einelti. Hér þurfa for- eldrar að fylgjast vel með og vera á varðbergi, því ef viðkom- andi líður ekki vel í fjölskyld- unni er fokið í flest skjól. Í vina- hópum er oft einn aðili sem alltaf er gert grín að. Það er nú þannig að saklaust grín er oft á tíðum alls ekki saklaust grín fyrir þá sem fyrir því verða. Það fylgir því mikil skömm að vera lagður í einelti. Það að standa andspænis því að hópur fólk sameinast um að setja út á einn einstakling getur skapað mikinn sársauka og djúpstæða vanmáttarkennd. Verst er þegar börn og unglingar lenda í þessu þar sem sjálfsmynd þeirra er ennþá að mótast. Sá sem lendir í eineltinu fer hægt og rólega að trúa að eitthvað sé að honum. Þessi tilfinning getur í raun sest að og verið erfitt að losa um hana seinna meir. Þeir sem hafa orðið fyrir ein- elti búa gjarnan við ótta við að lenda í einelti aftur. Ekki er óal- gengt að þeim sem fyrir einelt- inu verða eigi eftir að líða illa í hópum seinna meir og upplifa óöryggi og kvíða. Einelti tekur sinn toll af sjálfsmyndinni og sumir hafa þurft að sækja sér viðtalsmeðferð til að vinna úr eineltinu síðar á ævinni. Reiði og sársauki samfara skömm og niðurlægingu eru þær tilfinning- ar sem eftir sitja og eru þær mis- sterkar eftir því hversu lengi eineltið stóð yfir og hversu svæs- ið það var. Þeir sem fyrir eineltinu verða bregðast misjafnlega við og fer það þá oft eftir upplagi hvers og eins og einnig hvers konar ein- elti er um að ræða. Sumir hafa átt það til að fyllast hatri og ráð- ast á þá sem voru valdir að ein- eltinu. Aðrir fara inn í sig og reyna að láta líta út eins og allt sé í lagi. Aðrir reyna að svara fyrir sig með orðum og eineltis- aðferðum. Algengast er að skömmin og niðurlægingin sem fólk finnur til verði það mikil að viðkomandi dragi sig ósjálfrátt inn í skel sína. Þeir sem verða fyrir einelti eru oft fólk sem á erfitt með að standa með sér. Einnig segir sagan okkur að það fólk sem er öðruvísi en fjöldinn er líklegra til að verða fyrir háði og spotti en aðrir. Þetta er þó ekki algilt og í raun má segja að allir geta orðið fyrir einelti við ákveðnar aðstæð- ur. Þeim sem orðið hafa fyrir ein- elti má benda á samtök Regn- bogabarna, en þau eru samtök fólks sem lent hefur í einelti. Vert er að hafa í huga að einelti er dauðans alvara, þar sem dæmi eru um að fólk hafi fyrirfarið sér í kjölfar langvarandi eineltis. Sárin eru til staðar, þó ekki blæði úr þeim. Maður þarf að nota til- finningaaugað til að sjá þau. Persona.is PÁLL EINARSSON SÁLFRÆÐINGUR SKRIFAR Einelti 1) Í bragðprófun meðal 100 reykingamanna var Nicorette Fruitmint borið saman við helsta keppinautinn - Fruit nikótíntyggigúmmí. Nicorette Fruitmint var talið bragðbetra nikótíntyggigúmmí. RSSL Pharma, 2005. Markaðsathugun gerð fyrir Pfizer. Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingumum lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafimarkaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is Við fylgjum nú eftir þeim vinsældum sem nýja kynslóðin af Nicorette nikótíntyggigúmmíi hefur aflað sér og kynnum nýja bragðtegund - Nicorette Fruitmint. Nicorette Fruitmint er mjúkt að innan, hefur stökkt yfirborð og frískandi bragð með gómsætri blöndu af ávöxtum og myntu. Lestu meira á nicorette.is *Meðan birgðir endast Nýjung! Nicorette Fruitmint Sumartilboð afsláttur 25% * Sumartilboð 40% afsláttur af 3ja mánaða kortum Dansrækt JSB er staður fyrir konur á öllum aldri. Notalegt andrúmsloft og fjölbreyttir tímar í boði í opna kerfi nu. Vertu velkomin í okkar hóp! Hafðu samband! E F L IR a lm a n n a t e n g s l / H N O T S K Ó G U R g r a f í s k h ö n n u n JSB tímar, teygjutímar, lóð, sveifla, pallar, púl, einkaþjálfun, yoga E F L I R a l m a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g r a fí s k h ö n n u n l l l ler kominn!Þinn tími 550 5000 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.