Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 24
30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR4
Full ástæða er til að vernda
augun fyrir sól að sögn Þorkels
Sigurðssonar, augnlæknis í
Mjódd.
„Ég mæli með því að fólk noti sól-
gleraugu í mikilli birtu. Þau
vernda hornhimnuna og og aðal-
aatriðið er að þau vernda augn-
botninn.“ segir Þorkell og útskýrir
nánar mikilvægi þessa. „Sólin
getur valdið sárum á hornhimnu
augans sem líkjast rafsuðublindu
og eru verulega óþægileg. Hættan
á því er mest í sólskini uppi á jökli
og við vötn þar sem endurkastið
er mikið. Svo er þýðingarmikið að
verja augnbotnana, það er að segja
sjónhimnuna, ekki síst upp á seinni
tíma. Það er eðlilegt að hrörnun
komi í augnbotnana með háum
aldri en þau einkenni geta komið
fyrr ef menn eru mikið í sól og
birtu. Eldra fólki sem hefur farið í
skýjaaðgerðir er til dæmis ráðlagt
að vera duglegt að nota sólgler-
augu.“
Þorkell nefnir einnig skyggni og
derhúfur sem vissulega verji
augun fyrir ágengum geislum sól-
arinnar. „Venjuleg gleraugu veita
vissa vörn líka og hægt er að fá
gler sem dökknar í birtu og lýsist í
myrkri en slík gleraugu eru ekki
fullnægjandi við akstur því glerin
dökkna lítið ef sólin skín ekki
beint á þau.“ Þorkell segir vissu-
lega mikilvægt að nota sólgler-
augu við akstur en telur hann mik-
inn gæðamun á dýrum gleraugum
og ódýrum. „Sumir vilja bara
gæðagler en ég tel
að það sé kannski
ekki alltaf eins
mikill
munur á
gæðum
gler-
augna eins
og verð-
munur
bendir til.
Hann nefnir
sérhönnuð sól-
gleraugu, svokölluð
polaroid-gleraugu. „Þau eru dýr
enda hafa þau þann sérstaka eig-
inleika að taka speglun af vatnsyf-
irborði og eru mikið notuð af veiði-
mönnum til að sjá ofan í botninn.
Sem vörn gegn sólargeislum er
munurinn ekki svo ýkja mikill og
á ódýrari gleraugum.“ Mismun-
andi er hvaða litir henta hverjum
og einum að sögn Þorkels. Sumir
vilja hafa þau brún en aðrir gulleit
eða bláleit. Að lokum er hann
spurður út í möguleika þeirra sem
venjulega ganga með gleraugu, til
að verja augun sólarljósinu. „Það
eru til þessi gleraugu sem ég
nefndi áðan sem dökkna í sól og
lýsast í skugga. Þau geta verið góð
fyrir þá sem ekki keyra mikið.
Sumir eiga sólgleraugu með styrk
og enn aðrir sólgleraugnasmellur
sem þeir setja yfir venjulegu gler-
augun.“
gun@frettabladid.is
Sólgleraugu og der-
húfur vernda augun
NÝ RANNSÓKN SÝNIR AÐ HÓFLEG
NEYSLA ÁFENGIS GETUR MINNKAÐ
LÍKUR Á HJARTASJÚKDÓMUM.
Í nýjasta hefti breska læknatíma-
ritsins var birt skýrsla um danska
rannsókn á áhrifum neyslu áfengis á
hjartasjúkdóma.
Rannsóknin var gerð á 50 þúsund
Dönum á aldrinum 50 til 65 ára.
Fram kemur í niðurstöðum rannsókn-
arinnar að dagleg hófleg neysla
áfengis geti dregið úr líkum á hjarta-
sjúkdómum meðal karla. Karlmenn
sem drekka áfengi daglega voru
um 40 prósent síður líklegir til að fá
hjartasjúkdóma. Konur sem neyta
áfengis eru einnig síður líklegri til að
fá hjartasjúkdóma en litlu máli virðist
skipta hvort þær drekka daglega eða
vikulega.
Judy O‘Sullivan, talsmaður Bresku
hjartastofnunarinnar, varar fólk þó
við því að taka þessar niðurstöður
of bókstaflega. Hún minnir á að þeir
sem drekka verði að hafa það í huga
að ókostir mikillar drykkju séu mun
fleiri en kostirnir og engin ástæða sé
til að hefja drykkju til að koma í veg
fyrir hjartasjúkdóma.
Áfengi gott í hófi
Sólgleraugu eru ekki bara tískufyrirbæri
heldur mesta þarfaþing.
Óvíða er meiri
þörf á að verja
augun birtu en
á jökli.
Léttvín er gott í hófi og getur hjálpað til
við að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma.
Höfuðföt með skyggni verja augun
gegn ágengum geislum sólar-
ljóssins.
C M Y CM MY CY CMY KALLT SEM fiIG VANTAR
ER Á VISIR.IS/ALLT
n‡ vöru- & fljónustu-
skrá á visir.is
Höfuðbeina-og spjaldhrygg-
sjöfnun getur bætt úr margvís-
legum meinum.
Andleg og líkamleg áföll valda
streitu, áhyggjum og álagi sem
getur brotist út í bólgum, þreytu,
þunglyndi og einbeitingarskorti.
Þessi neikvæðu einkenni er mögu-
leiki að laga með höfuðbeina- og
spjaldhryggjarjöfnun áður en þau
fara að valda varanlegum skaða
eða sjúkdómum. Hálsrígur, höfuð-
verkur og svimi, astmi og öndun-
arvandamál eru líka meðal þess
sem hægt er að fá bót á með slíkri
meðferð hjá þeim sem hafa sér-
hæft sig í faginu.
Bót á ýms-
um meinum
Höfuðbeia-og spjaldhryggjarmeðferð getur
verið góð hjálp.
Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu
fengið Fréttablaðið. En til vonar
og vara skaltu klippa þetta símanúmer
út og hringja í það ef Fréttablaðið
kemur einhverntímann ekki.
550 5000
Ekkert blað?
- mest lesið
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI