Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2006, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 30.05.2006, Qupperneq 60
 30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR28 Hljómsveitin Wham! sem naut mikilla vinsælda á níunda ára- tugnum ætlar að koma saman á ný eftir tuttugu ára hlé. Reyndar ætlar hljómsveitin, sem var skipuð þeim George Michael og Andrew Ridgeley, aðeins að taka eitt lag saman á tón- leikum Michaels á Wembley í sept- ember; en það verður hið sígilda jólalag Last Christmas. Wham! saman á ný ANDREW RIDGELEY Dúettinn Wham! var gríðarlega vinsæll á níunda áratugnum. Fjölmiðlafárinu í kringum Angelinu Jolie og Brad Pitt mætti líkja við sirkus. Blaðamenn og ljósmynd- arar hafa endasenst um heiminn í eltingarleik við parið sem eignaðist heil- brigða stúlku í Namibíu á laugardaginn. Orðrómur um hugsanlega fæð- ingu Shilou Nouvel Jolie-Pitt fór af stað strax á fimmtudaginn þegar Brad Pitt afboðaði komu sína á Cannes-hátíðina en þar ætl- aði leikarinn að kynna kvikmynd- ina Babel. Ljósmyndarar sátu um bæinn Walvis Bay í von um að geta smellt af myndum eða náð ein- hverju út úr íbúum bæjarins vegna komu þessa „frægasta“ nýbura fyrr og síðar. Íbúarnir hafa hins vegar haldið tryggð við stjörnuparið sem hefur fengið að njóta lífsins nánast óáreitt í Afr- íkuríkinu enda lýsti forseti lands- ins því yfir að stjórnvöld hygðust vernda hjónaleysin gegn hvers kyns ónæði. Yfirvöld í Walvis hafa einnig verið þögul sem gröfin en gáfu í gær út þá yfirlýsingu að bæði barni og móður heilsuðust vel. Öryggisgæsla í þessum litla bæ hefur verið stóraukin og öryggisverðir varna öllum óvið- komandi komu að sjúkrahúsinu því talið er að myndir af hinni nýfæddu Shilou geti selst á rúm- lega sjötíu milljónir íslenskra króna til helstu slúðurblaða heims- ins. Rúm tvö ár eru síðan farið var að hvískra um ástarsamband Pitts og Jolie. Stjörnurnar tvær voru þá að leika í mynd um leigumorð- ingjahjónin Mr & Mrs. Smith, en Pitt var þá giftur leikkonunni Jennifer Aniston. Leikararnir virt- ust í fyrstu nýta sér umtalið til að kynna myndina og Aniston neitaði að eiginmaður hennar ætti í ástar- sambandi við mótleikkonu sína, meintur ástarbrími væri bara markaðsbrella. Jolie neitaði jafn- framt öllum sökum um að vera hjónadjöfull og sagðist ekki vilja vera eins og pabbi sinn, Jon Voight, sem hefði rústað hjónabandi sínu og móður Jolie með sífelldu fram- hjáhaldi. Annað kom þó á daginn. Skilnaður Pitts og Aniston kom mörgum í opna skjöldu enda var hjónabandið talið eitt það traust- asta í Hollywood. Jolie á hinn bóg- inn skilin við leikarann Billy Bob Thornton en samband þeirra var æði skrautlegt og var frægt þegar þau báru blóð hvort úr hinu um hálsinn. Hún var áður gift breska leikaranum Johnny Lee Miller sem sló í gegn í kvikmyndinni Trainspotting. Ljósmyndarar og blaðamenn komu sér í startholurnar því langt var síðan annað eins stjörnubarn hafði litið dagsins ljós og einhverj- ir vildu líkja þessu við storma- samt samband Richards Burton og Liz Tayolor sem er eitt fræg- asta samband í sögu Hollywood. Slúðrið um Pitt og Jolie var með ólíkindum og versnaði nánast með hverjum deginum. Þau áttu að hafa gifst í villu George Clooney á Ítalíu en skömmu síðar fréttist að Jolie hafði víst hafnað bónorði Pitts. Þegar fregnir bárust um að barns væri von fóru fjölmiðlar offari og eltu parið á röndum sem lauk með því að það flúði til Afr- íku þar sem Jolie er öllum hnútum kunnug vegna góðgerðastarfa sinna fyrir flóttamenn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Frá því að skötuhjúin komu til Namibíu hafa þau nánast farið huldu höfði. Hvorugt þeirra hefur gefið færi á sér í viðtal ef undan- skilið er stutt spjall þar sem Jolie sagðist hlæja að öllum sögunum um sig og ástmann sinn. Sam- kvæmt helstu fréttavefjum eru litlar líkur á því að myndir af barninu berist fjölmiðlum og í yfirlýsingu frá bæjaryfirvöldum kemur fram að þau ætli sér að dveljast í Namibíu um stundar- sakir. Stjörnubarn komið í heiminn JOLIE OG PITT Hefur tekist á undraverðan hátt að halda sig fjarri ljósmyndurum enda hafa yfirvöld í Namibíu lofað þeim að vernd gegn ágangi fjölmiðla. FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.