Fréttablaðið - 30.05.2006, Page 63

Fréttablaðið - 30.05.2006, Page 63
Nú nærðu SKJÁEINUM í gegnum Digital Ísland E N N E M M / S IA / N M Sex til 7 GUÐRÚN OG FELIX Alla virka daga á SkjáEinum og endursýndur milli 7-8 alla virka morgna. FRÉTTIR AF FÓLKI Leikkonan unga Sienna Miller og hjartaknúsarinn Jude Law eru byrjuð aftur saman, í þriðja skiptið. Eins og kunnugt er hefur parið ekki átt sjö dagana sæla síðan framhjáld Jude með barna- píu komst í hámæli. Þau reyndu þó að lappa upp á samband sitt en ekki gekk það og skildu leiðir í janúar á þessu ári. Miller hefur verið orðuð við Star Wars-leikarann Hayden Christensen en þau leika saman i myndinni Factory Girl. Leikkonan knáa hefur þó viðurkennt við blaðamenn að hún og Law séu að reyna aftur og að þau séu hamingjusöm. Fótboltahetjan David Beck-ham reyndi að feta í fótspor eiginkonu sinnar Victoriu sem poppstjarna og gaf út lag í tilefni af HM í fótbolta árið 2002. Mun kappinn hafa rappað lag sem eitt sinn var gefið út af hljómsveitinni New Order og ber nafnið „World in motion“. Lagið féll þó ekki í kramið hjá yfirmönnum fólboltahreyfingarinar í Bretlandi og höfnuðu þeir tilraun Beck- hams á tónlistarsviðinu. Kappinn ætlar því að einbeita sér að knattspyrnunni fyrir þetta heimsmeistaramót enda fyrirliði enska landsliðsins og hefur því í nógu að snúast. Leikkonan unga Lindsay Lohan segir að upptökur á síðustu mynd sinni, sem fjallar um morð- ið á Robert Kennedy árið 1968, hafi verið þær erfiðustu sem hún hafi tekið þátt í því. Besta vinkona hennar dó í miðjum tökum úr heila- himnubólgu og átti leikkonan erfitt með að einbeita sér eftir það. Í viðtali við tímaritið Interview segist hún hafa verið í daglegu símasambandi við fjölskyldu vinkonu sinnar og það eina sem hún hafi viljað var að vera hjá henni. Hún segir þó að þetta áfall hafi hjálpað sér að verða betri leikkona og nú geti hún tekið að sér alvarlegri og þyngri hlutverk en áður. Aðþrengda eiginkon-an Teri Hatcher sagði upp leyndum kærasta á dögunum sökum þess að hann vildi ekki gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir því að eiga barn. Hatcher á níu ára gamla dóttur með fyrrum eiginmanni sínum, Jon Tenney, en þau skildu árið 2003 og síðan þá hefur lukkan ekki verið hennar megin í karlamál- um. Þessi fagra leikkona hefur verið orðuð við bæði Idol-kynninn Ryan Seacrest og hjartaknúsarann George Clooney en ekki hefur fengist uppgefið hvort þetta hafi verið annar þeirra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.