Fréttablaðið - 30.05.2006, Síða 70
30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR38
FRÉTTIR AF FÓLKI
Bubbi Morthens fagnar fimmtugs-afmæli sínu með stórtónleikum í
Laugardalshöll eftir slétta viku.
Aðdáendur kappans láta ekki
bjóða sér svona tækifæri tvisv-
ar og seldist upp á tónleikana
á mettíma. Óhætt er
að fullyrða að færri
komast að en vilja
enda tekur Höllin ekki
nema um fimm þúsund gesti og Bubbi
selur jafnan helmingi fleiri eintök af
plötum sínum. Það er því gleðiefni fyrir
þá sem ekki fengu miða að Stöð 2 mun
sýna beint frá tónleikunum. Sjónvarps-
áhorfendur geta því komið sér þægilega
fyrir í sófanum að viku liðinni og horft
á Bubba á tónleikum í næstum þrjár
klukkustundir.
Fyrsta tölublað Reykjavíkmag kemur út á fimmtudaginn og samhliða því
verður vefurinn Reykjavík.com opnaður.
Hér er um að ræða nýjar upplýsinga-
veitur um lífið í Reykjavík,
en blaðið og vefurinn eru
á ensku og eru sérstaklega
ætluð erlendum ferða-
mönnum. Reykjavíkmag
verður dreift um alla
borg og í blaðinu, sem
og á vefnum, verður að
finna ferska umfjöllun
um menningarviðburði, veitingastaði,
tísku og fleira. Ritstjóri blaðsins er Anna
Margrét Björnsson, fyrrum ritstjóri
Iceland Review og ritstjórnarfulltrúi er
Hanna Björk Valsdóttir, fyrrum ritstjóri
Málsins. Þá hefur frést að ljósmyndarinn
Silja Magg sé viðriðin útgáfuna en hún
hefur sést á nokkrum fundum.
Íslendingar gerðu það gott á kvik-myndahátíðinni í Cannes sem lauk
um helgina. Eins og Fréttablaðið greindi
frá í gær fékk kvikmyndatökumaður-
inn Jakob Ingimundarson
Gullpálmann fyrir norsku
stuttmyndina Sniffer. Önnur
norsk mynd var verðlaunuð
í Critic‘s Week flokknum,
Den bryesomme mann, en
meðframleiðendur hennar
eru þeir Ingvar Þórðar-
son og Júlíus Kemp hjá
kvikmyndafélaginu Kisa. Myndin var að
hluta til tekin upp hér á landi á síðasta
ári. Ásgrímur Sverrisson greinir frá því
á vef Lands og sona að sjálfur Brad
Pitt hafi keypt réttinn á að endurgera
myndina svo það er hreint ekki útséð
með velgengni Íslendinga í kvikmynda-
heiminum. -hdm
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
„Þetta er náttúrlega mjög fyndinn
þáttur enda erum við ekkert eðli-
lega skemmtilegir,“ segir Egill
Einarsson, betur þekktur sem
Gillzenegger í Köllunum.is. Egill
og félagar hans Hjöbbi Ká og
Partí-Hjálmar eru farnir að
stjórna nýjum útvarpsþætti á X-
inu 977 á laugardögum á milli 14-
17.
„Við munum auðvitað bjarga
laugardeginum fyrir vinnandi
menn, drengi sem eru að vinna á
lager og eitthvað slíkt. Loksins er
kominn skemmtilegur útvarps-
þáttur á dagskrá hér á landi,“
segir Egill kokhraustur. Fyrsti
þáttur Kallanna var síðasta laug-
ardag og tókst þeim strax að vekja
ómælda eftirtekt. „Við auglýstum
þetta ekkert en samt stoppaði sím-
inn ekki. Það sem vakti mesta eft-
irtekt var keppnin um þyngsta
punginn. Það verður fastur liður
þar sem menn vigta á sér punginn
í beinni útsendingu og sá sem er
með þyngsta punginn sigrar,“
segir Egill sem viðurkennir að
þetta hafi verið með því ógeðfelld-
ara sem hann hefur séð.
Kallarnir voru eitt sinn með
útvarpsþátt á KissFM en eru nú
komnir á X-ið. Egill segist kunna
ágætlega við það að vera kominn á
rokkstöð. „Þetta er nú bara nýbyrj-
að en við fílum alveg góða rokk-
slagara og líst afskaplega vel á
þetta.“
Kallarnir aftur í útvarpið
EGILL EINARSSON
Gillzenegger og
félagar stjórna nýjum
útvarpsþætti á X-inu á
laugardögum.
LÁRÉTT: 2 íþrótt 6 ryk 8 þrep í stiga
9 kóf 11 guð 12 langt op 14 örðu 16
tímaeining 17 flana 18 tilvist 20 í röð
21 gera við.
LÓÐRÉTT: 1 tif 3 klukka 4 þora 5
hljóma 7 mýrakalda 10 starfsgrein
13 líða vel 15 þraut 16 fiskur 19
skóli. LAUSN:
LÁRÉTT: 2 júdó, 6 im, 8 rim, 9 kaf, 11
ra, 12 klauf, 14 agnar, 16 ár, 17 asa, 18
líf, 20 tu, 21 laga.
LÓÐRÉTT: 1 tikk, 3 úr, 4 dirfast, 5
óma, 7 malaría, 10 fag, 13 una, 15
raun, 16 áll, 19 fg.
Tónlist: Ég hlusta mikið á tónlist en ég er rosalega léleg
að muna nöfn. Í vinnunni hlusta ég mikið á teknó að
hætti Jón Atla samstarfsmanns míns og ég fíla það mjög
vel en þegar ég kem heim til mín eftir vinnu er það gömul
dægurtónlist sem verður fyrir valinu. Lög Gylfa Ægissonar
eru alltaf góð. Ég er einnig einlægur aðdáandi Erykuh
Badu og finnst mér hennar tónlist alltaf standa fyrir sínu.
Bókin: „The Camino“ eftir leikkonuna Shirley McLaine
er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún fjallar um göngu
leikkonunnar milli Spánar og Frakklands en það er þekkt
gönguleið fyrir fólk sem er að leita að sjálfu sér. Það er
víst einhver ákveðin orka sem fylgir þessari leið. Ég væri
meira en lítið til í að ganga þessa leið sjálf.
Borgin: Ég er nú ekki mikið borgarbarn og finnst best
að vera úti í náttúrunni. Þess vegna verð ég að segja að
Reykjavík sé mín uppáhaldsborg vegna þess að hún er
nógu lítil og nógu stór fyrir mig. Í sérstöku uppáhaldi er
auðvitað hornið á Klapparstíg og Hverfisgötu þar sem
stofan mín er staðsett.
Bíómyndin: Það sem kemur fyrst upp í huga minn
eru myndirnar Gammo og Kung Fu Hustle. Mér finnst
Gammo góð vegna þess að hún sat lengi í mér bæði á
óþægilegan og góðan hátt. Svo kom Kung Fu Hustle mér
á óvart með brjálæðislega fyndnum húmor og skemmti-
legum stíl en hún er sett í eins konar teiknimyndastíl. Ég
er ekki mikið fyrir svona amerískar þvælumyndir þar sem
endirinn er fyrirsjáanlegur og maður fær ekkert út úr að
horfa á.
Búðin: Ég bjó í London fyrir nokkrum árum og þar fann
ég mína uppáhaldsbúð. Þetta er lítil hönnunarbúð sem
staðsett er á einni af skemmtilegustu götum Lundúna-
borgar, Brick Lane. Þetta er búð sem var opnuð af ungum
hönnuðum og vinna þeir mikið með að breyta gömlum
jakkafötum. Þeir gera bara eitt eintak af hverri flík þannig
að það er ekki möguleiki á að hitta einhvern í alveg eins
flík og maður á. Ég er mikið fyrir það.
Verkefnið: Sumarfrí er nú bara ofarlega í huga mér þessa
dagana enda farin að þrá að komast í frí eftir strembinn
vetur. Ég er að fara
ásamt kærasta mínum
og hóp af góðu fólki
á tónlistarhátíð rétt
fyrir utan Leeds í júlí.
Hún heitir „Moore,
music festival“ og er
þetta annað árið sem
að hún er haldin. Þar
er spiluð teknó- og
elektró-tónlist og
hlakka ég til að fara
og dansa undir berum
himni. Einnig ætlum
við samstarfsfélagarnir
á Geli að gera saman
myndband sem verður ekki þetta týpíska hárgreiðslu-
myndband heldur skemmtilegt myndband sem verður
vonandi sýnt í glugganum á Gel í vetur.
AÐ MÍNU SKAPI: ANNA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR EIGANDI HÁRSTOFUNNAR GEL
Erykah Badu, Brick Lane og tónlistarhátíð í Leeds.
Hljómsveitin Baggalútur lýkur
upptökum á sinni annarri breið-
skífu á Flúðum í næsta mánuði.
Fyrsta plata Baggalúts, Pabbi þarf
að vinna, hlaut mjög góðar viðtök-
ur á síðasta ári, þar sem kántrílög
voru í fyrirrúmi. Þeim til aðstoðar
í titillagi plötunnar var enginn
annar er Rúnar Júlíusson og náði
lagið töluverðum vinsældum.
Að sögn Guðmundar Pálssonar,
Baggalúts, hafa upptökurnar fyrir
nýju plötuna gengið ljómandi vel.
„Þetta verður tímamótaplata og
við verðum með alveg glænýtt
„sánd“. Þetta hefur aldrei verið
gert áður; svona landsbyggðar
Hawaii-glimmer-köntrí,“ segir
Guðmundur í léttum dúr. „Við
erum með glæsilegt lið hljóðfæra-
leikara með okkur, þar á meðal
nokkra frá Nashville sem eru ein-
hverjir þeir færustu í heimi,“
segir hann. „Við komumst í sam-
band við hljóðver í Nashville í
gegnum síðustu plötu. Þar náðum
við sambandi við banjóleikara
sem var gjörsamlega trylltur því
hann spilaði svo vel og hratt.
Okkur vantaði þessi ekta gömlu
amerísku hljóðfæri fyrir þessa
plötu sem voru mikið notuð upp úr
aldamótunum 1900 þegar Hawaii-
köntrí tónlistin var hvað vinsæl-
ust,“ segir Guðmundur. „Það eru
ekki margir á Íslandi sem ráða við
svona hljóðfæri. Reyndar er Guð-
mundur Pétursson að spila líka og
ég held að hann sé búinn að slá öll
met í gítarleik á þessari plötu.
Hann er ótrúlegur.“
Guðmundur bætir við að þeir
félagar í Baggalúti hafi einnig
haft samband við panflautusnill-
ing frá Rúmeníu, Gheorghe
Zamfir, og óskað eftir kröftum
hans á plötunni. „Hann er búinn að
gefa út plötu með öllum helstu
slögurum sögunnar. Við höfum
náð sambandi við hann og hann er
að bræða það með sér hvort hann
ætli að leggja sitt af mörkum.“
Ef allt gengur að óskum mun
nýja platan koma út í sumar en
hún hefur enn ekki fengið nafn.
Vegna anna við gerð hennar mun
Baggalútur lítið spila í sumar. Ein-
hverjir tónleikar eru þó fyrirhug-
aðir, þar á meðal á þjóðhátíðar-
daginn 17. júní. Heimasíða
Baggalúts, hin óborganlega
baggalutur.is, fer síðan í sumarfrí
samkvæmt venju í júní og opnar
aftur í ágúst. freyr@frettabladid.is
ÖNNUR PLATA BAGGALÚTS: UPPTÖKUM LÝKUR Á FLÚÐUM
Glænýtt Hawaii-sánd
með landsbyggðarívafi
BAGGALÚTUR Baggalútsmenn verða í Hawaii-stuði á nýju plötunni sinni sem er væntanleg
í sumar. MYND/GUÐMUNDUR FREYR VIGFÚSSON
HRÓSIÐ
...fær Völundur Snær Völundars-
son fyrir að ætla að deila visku
sinni um grillmat með lands-
mönnum í sumar.
Nýtt upphaf
– ný ævintýri
Við opnum 2. júní
VEISTU SVARIÐ
svör við spurningum bls. 8
1 Útrýmingarbúðir nasista í Auschwitch
2 Ómar Stefánsson
3 Fernando Alonso
1 Fjallabyggð
2 Svanfríður Jónasdóttir
3 Kristján Jónasson