Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 53

Fréttablaðið - 18.06.2006, Page 53
NÁMS- OG STARFSRÁÐGJAFI Borgarhólsskóli og Þekkingarsetur Þingeyinga óska eftir náms- og starfsráð- gjafa til starfa skólaárið 2006-2007. Um er að ræða ráðningu til eins árs í u.þ.b. 50% starfshlutfall hjá hvorri stofnun (alls 100%). STARFSVIÐ: Helstu verkefni fyrir Borgarhólsskóla eru eftirtalin: • Náms- og starfsfræðsla • Persónuleg ráðgjöf • Fræðsla til foreldra • Leiðbeiningar um námsvenjur og námstækni • Almenn nemendavernd Helstu verkefni fyrir Þekkingarsetur Þingeyinga eru eftirtalin: • Náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum • Þarfagreining með fyrirtækjum og stofnunum • Þróun námskeiðsleiða á sviði fullorðinsfræðslu • Kennsla á námskeiðum • Ýmis önnur verkefni fyrir Þekkingarsetrið MENNTUNAR OG HÆFNISKRÖFUR: Menntun á sviði náms- og starfsráðgjafar er skilyrði • Sjálfstæði í vinnubrögðum • Metnaður • Sveigjanleiki • Samskiptahæfni Borgarhólsskóli er 380 nemenda heildstæður grunnskóli á Húsavík. Þekkingarsetur Þingeyinga hefur aðsetur á Húsavík og starfar á sviði símenntunar, rannsókna og há- skólanáms. Upplýsingar um starfið veita: Halldór Valdimarsson, skólastjóri Borgarhólsskóla í símum 464 6140 og 846 7603 og Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga í símum 464 0444 og 868 7600. Umsóknir sendist til Þekkingarseturs Þingeyinga, Garðarsbraut 19, 640 Húsavík eða á netföngin oli@hac.is og hvald@borgarholsskoli.is fyrir 30. júní. Smiðir Kraftafl ehf auglýsir Erum með vana smiði sem óska eftir mikilli vinnu. Upplýsingar í síma 891 8667 Gullsmiður óskast Gullsmiður óskast til starfa í fullt starf. Upplýsingar í síma 863 9450 og 421 1011. Meiraprófsbílstjóri óskast AÐFÖNG óska eftir meiraprófsbílstjóra. Viðkomandi þarf að hafa próf á vörubifreið með eftirvagn. Unnið er á vöktum við útkeyrslu á vörum í verslanir Haga. Umsóknareyðublöð má fá í móttöku Aðfanga að Skútuvogi 7, 104 Reykjavík. einnig er hægt að sækja um á www.adfong.is Upplýsingar gefur Ársæll í síma 693-5620 Sveitarstjóri Húnavatnshrepps Húnavatnshreppur óskar eftir að ráða sveitarstjóra. Starfsvið: • Daglegur rekstur sveitarfélagsins. • Yfirumsjón með bókhaldi og áætlanagerð. • Vinna með sveitarstjórn og fylgja eftir ákvörðunum hennar. • Gæta hagsmuna sveitarfélagins út á við og annast samskipti við stofnanir, fyrirtæki og samtök. Menntunar og hæfniskröfur: • Reynsla af rekstri og stjórnun og góð bókhaldskunnátta • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum. • Áhugi á atvinnu- og markaðsmálum. • Frumkvæði til að takast á við uppbyggingu nýs sveitarfélags. Æskilegt er að sveitarstjóri hafi háskólamenntun og búi yfir þekkingu á málefnum sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 30. júní 2006. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist til oddvita Húnavatnshrepps Björns Magnússonar, Hólabaki, 541 Blönduós og veitir hann jafnframt frekari upplýsingar um starfið. Símar: 452-4661, 452-4473 og 895-4473. Netfang: hunavatnshreppur@emax.is Húnavatnshreppur er sameinað sveitarfélag fimm hreppa í Austur Húnavatnssýslu með um 470 íbúa. Hreppurinn er landfræðilega mjög stór nær frá sjó inn til jökla Grunnatvinnuvegur í sveitarfélaginu er landbúnaður en mikils virði er að ná fram atvinnunýsköpun. Grunnskóli er á Húnavöllum, þar er einnig stjórnsýsla sveitarfélagsins. Framundan eru mörg krefjandi verkefni s.s. við mótun á stjórnsýslu í nýju sveitarfélagi, uppbyggingu leikskóla og íbúða á Húnavöllum, skipulagsmál og fleira. Margháttaðar upplýsingar um Húnavatnshrepp er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins. www.hunavatnshreppur.is. ATVINNA SUNNUDAGUR 18. júní 2006 15

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.