Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2006, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 23.07.2006, Qupperneq 2
2 23. júlí 2006 SUNNUDAGUR LETTLAND, AP Saur og eggjum var kastað að hópi samkynhneigðra og stuðningsmanna þeirra í Ríga í Lett- landi þegar fólkið var að koma úr guðsþjónustu í gær. Réttur í Ríga úrskurðaði á föstudag að ekki skyldi leyfa skrúðgöngu samkynhneigðra í borginni og hafði fjöldi baráttu- fólks um réttindi samkynhneigðra safnast saman í kirkjunni. Tuttugu manns mótmæltu mál- stað fólksins fyrir utan kirkjuna og voru fimm handteknir fyrir að kasta eggjum og saur. Fyrr í mánuðinum skerti þingið í Lettlandi réttindi samkynhneigðra í lögum um vinnu- staði og í fyrra tók þingið fyrstu skrefin til þess að banna hjónaband samkynhneigðra. - rsg Mótmæli í Lettlandi: Saur á sam- kynhneigða LÖGREGLA Öryggisvörður Hag- kaupa í Skeifunni gerði lögreglu viðvart vegna manns sem virtist í annarlegu ástandi við verslunina, um hálf ellefu leytið í gærmorgun. Maðurinn, sem er um þrítugt, spígsporaði um bílaplan verslunar- innar og hélt því staðfastlega fram að hann ætti verslunina og að hann þyrfti nauðsynlega að komast inn. Hann lét öllum illum látum og lamdi á hurð verslunarinnar og því ákvað öryggisvörðurinn að kalla til lögreglu. Þegar lögregla kom á vettvang virtist maðurinn í mjög annarlegu ástandi og er hann grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Lögregla handtók manninn og færði til yfirheyrslu. Þegar á lögreglustöðina var komið réðst maðurinn á lögreglu- mann í lyftu, með þeim afleiðing- um að hann hlaut áverka. Lögreglu- maðurinn leitaði til slysastofu eftir árásina og hefur kært atvikið. Maðurinn er enn í haldi lögreglu og verður yfirheyrður um leið og áhrifin renna af honum. - æþe Maður sem laug því að hann væri eigandi Hagkaupa handtekinn í Skeifunni: Réðst á lögreglumann í lyftu VERSLUN HAGKAUPA Í SKEIFUNNI Lögreglan handtók mann sem laug því að hann væri eigandi verslunarinnar. Hann lét öllum illum látum við verslunina og þegar hann var hand- tekinn réðist hann á lögreglumann. FJÁRSVIK Eftir að upp komst um fjárdráttinn í Tryggingastofnun ríkisins á dögunum var ákveðið að taka skipulag stofnunarinnar til gagngerrar endurskoðunar. „Við höfum unnið undanfarið í samvinnu við Ríkisendurskoðun að því að skoða alla verkferla hér inn- anhúss sem lúta að fjármálunum hjá okkur,“ segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri Trygginga- stofnunar. „Verið er að skoða hvernig mál eru afgreidd og hvern- ig gengið er frá skjölum, svo eru tölvumálin í skoðun líka.“ Spurður hvenær öryggisúttekt- inni lyki sagði Karl Steinar það alls óvíst. „Við lítum á þetta sem lang- tímaverkefni og framvegis verða mál hjá stofnuninni sífellt í endur- skoðun,“ sagði Karl Steinar. - æþe Tryggingastofnun ríkisins: Allt skipulag endurskoðað SAMFÉLAGSMÁL Ráðningarsamn- ingur sá er Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, gerði við nýjan fram- kvæmdastjóra bandalagsins var ekki opinberaður stjórnarmeð- limum bandalagsins né öðrum, þrátt fyrir að lög bandalagsins kveði á um það. Áhrifamenn innan bandalags- ins ætla nú að kæra Sigurstein til félagsmálaráðuneytisins og vilja meina að með samningnum við framkvæmdastjórann sé Sigur- steinn að ákveða eigin laun, en framkvæmdastjóri fær sömu laun og formaður. Samkvæmt lögunum gerir framkvæmdastjórn bandalagsins ráðningarsamning við fram- kvæmdastjóra, sem staðfestir skal af aðalstjórn bandalagsins. Arnþór Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri bandalagsins, segir þetta ekki hafa verið gert. „Þessi samningur var sagður vera trúnaðarmál milli Sigur- steins og framkvæmdastjórans, sem getur hreinlega ekki verið. Samkvæmt lögunum er það fram- kvæmdastjórnin sem ræður framkvæmdastjóra en ekki for- maðurinn,“ segir Arnþór. „Aðal- stjórnin er æðsta vald Öryrkja- bandalagsins á milli aðalfunda og framkvæmdastjórnin vinnur í umboði aðalstjórnar. Þetta hlýtur núverandi formaður bandalags- ins að vita.“ Guðmundur Johnsen, einn þeirra sem ætla að kæra Sigur- stein, segir ráðningu fram- kvæmdastjóra hafa verið knúna fram í gegnum stjórnina án þess að nokkur umræða um málið hafi verið leyfð og án þess að samn- ingurinn hafi verið lagður fram. „Þetta stangast á við allt sem heitir lýðræði og eðlileg stjórn- sýsla. Það kaus minna en helm- ingur manna með samningnum, meirihlutinn sat hjá. Við teljum að enn hafi ekki farið fram nein umræða sem réttlætir að samn- ingurinn sé staðfestur. Menn stað- festa ekki samninga sem menn hafa ekki séð, það er grundvallar- atriði í samningum.“ Guðmundur segir rangt að kæran sé til komin vegna per- sónulegrar óvildar í garð Sigur- steins. „Á sínum tíma kaus ég Sigurstein vegna þess að ég taldi hann ágætlega vel greindan. Ég sé ekki hvernig það lýsir persónu- legri óvild.“ Ekki náðist í Sigurstein Más- son vegna málsins í gær. salvar@frettabladid.is Enginn fékk að sjá kjarasamninginn Áhrifamenn innan Öryrkjabandalags Íslands segja Sigurstein Másson hafa brot- ið lög bandalagsins þegar hann neitaði að opinbera samning við framkvæmda- stjóra. „Þetta stangast á við allt sem heitir lýðræði,“ segir stjórnarmeðlimur. FRÁ FRAMKVÆMDASTJÓRNARFUNDI Fyrrverandi framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins segir ráðningarsamning framkvæmdastjóra ekki geta verið trúnaðarmál milli formanns og framkvæmdastjóra. Samkvæmt lögum sé framkvæmdastjóri ráðinn af framkvæmdastjórn, ekki formanni. SPURNING DAGSINS Garðar, ákvaðstu að hjálpa bræðrum þínum í ÍA í fallbar- áttunni? „Ég veit alla vega að þeir verða mjög ánægðir með að losna við mig fyrir leikinn.“ Knattspyrnumaðurinn Garðar Gunnlaugsson gengur úr herbúðum Vals í raðir sænska 1. deildarliðsins Norrköping eftir tvær vikur og missir því af stórum hluta Íslandsmótsins. 10. ágúst mæta Valsmenn ÍA, sem er undir stjórn Arnars og Bjarka Gunnlaugssona. AUSTURRÍKI, AP Andstaða Rússa við orðalag í uppkasti að ályktun Örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna um kjarnorkumál Írans ógnar samstöðu stórveldanna sex um hvernig skuli bregðast við mótþróa Írans við að stöðva auðgun úrans. Bandaríkin, Kína, Bretland, Frakkland, Þýska- land og Rússland ákváðu hinn 12. júlí að hefja viðræður á ný um aðgerðir Sameinuðu þjóðanna, í kjölfar þess að Íranar neituðu að svara hvort þeir myndu verða við vilja stórveldanna sex og fá í stað- inn ýmis vilyrði. Leiðtogar Rússlands höfðu áður sagst vera tilbúnir til að beita Íran hörku og því komu sinnaskiptin fulltrúum hinna ríkjanna fimm á óvart. Ali Larijani, sem er í forsvari fyrir Írana í kjarnorkuviðræðun- um, sagði í gær að auðgun úrans til- heyrði „óafsalanlegum rétti írönsku þjóðarinnar,“ en Íranar hafa hvorki afþakkað tilboðið né sýnt merki um að það verði gert. Ráðamenn í Teheran segjast munu gefa svar 22. ágúst en Bandaríkjamenn og banda- menn hafa sagt að það sé of seint. Ósamstaða ríkjanna gæti skaðað tilraunir þeirra við að sannfæra Írana um að komast að samkomu- lagi um að hætta auðgun úrans. Talið er að Rússar trúi ekki að Íran- ar muni taka boðinu og vilji þess vegna ekki að ályktunin sé of harð- orðuð og leiði til hernaðaraðgerða Sameinuðu þjóðanna ef Íranar fara ekki eftir henni. Bandaríkjamenn segja hins vegar að málamynda- ályktun sem krefjist ekki stöðvunar á auðgun úrans sé merkingarlaus og þrýsta því á Rússa að skipta um skoðun. - rsg Bandaríkjamenn segja að málamyndaályktun um kjarnorkuáætlun Írana komi ekki til greina: Rússar ógna samstöðu stórveldanna ALI LARIJANI Fulltrúi Írans í kjarnorkuviðræðunum varaði við því á laugardag að stórveldin þrýstu of hart á Íran um að hætta auðgun úrans. SJÁVARÚTVEGUR Hjá Fiskmarkaði Húsavíkur varð hlutfallslega mesta söluaukningin fyrstu sex mánuði þessa árs en þar nam sala á sjávarafurðum 490 tonnum. Þetta er meira en tvöfalt magn frá sama tímabili í fyrra en þá nam salan 215 tonnum. Hlutfallsleg aukning var einn- ig töluverð hjá Fiskmarkaðnum á Kópaskeri en þar nam aukningin 133 tonnum. Þá nam aukningin á Fiskmark- aði Grímseyjar 484 tonnum eða 97,8 prósentum. Ef einungis er miðað við magn var mesta aukningin í sölu á sjávarafurðum hjá FMÍS í Reykja- vík eða 1.291 tonn. - hs Mest söluaukning á Húsavík: Tvöföldun í sölu milli ára ALDRAÐIR Landssamband eldri borgara krefst þess að umsjón með málefnum aldraðra verði flutt í heild frá ríki til sveitar- félaga. Nefnd ríkis og aldraðra leggur til að ríkisvaldið og Samband sveitarfélaga endurskoði verka- skiptingu sína um þjónustu og búsetumál aldraðra sem fyrst. Fulltrúar ríkisins telja að ganga eigi til þess starfs með opnum huga en eldri borgarar vilja málaflokkinn á eina hendi og það á hendi sveitarfélaganna. - bþs Málefni eldri borgara: Verði flutt til sveitarfélaga MÓTMÆLI Hátt í tvö hundruð manns eru nú komnir í mótmæla- búðir Íslandsvina undir Snæ- felli, sem settar voru upp á föstu- dag. Hópurinn kom til landsins í fyrra til að halda uppi mótmæl- um gegn Kárahnjúkavirkjun og verður það sama uppi á teningn- um í ár. Helmingur þeirra sem dvelja í búðunum er útlendingar en á meðal þeirra eru einstaklingar sem handteknir voru af lögregl- unni í fyrra fyrir skemmdir á virkjanasvæðinu. Lögregla á svæðinu verður ekki með neina sérstaka vakt við Snæfell en eftirlit verður haft með virkjanasvæðinu. - sþs Íslandsvinir komnir: Mótmæli hafin á ný í Snæfelli TJALDBÚÐIRNAR Lögregla ætlar að hafa eftirlit með virkjanasvæðinu ef eitthvað kemur upp á. LÖGREGLUMÁL Tveir menn og ein kona voru handtekin aðfaranótt laugardags fyrir vörslu eitur- lyfja. Fólkið, sem lögregla kannast við, var stöðvað í miðborginni, um hálf sex leytið í gær í bifreið við hefðbundið eftirlit lögreglu. Þau vöru öll með fíkniefni á sér, eitthvað af kannabis, amfet- amíni og e-töflum. Þar að auki hafði konan stera í töfluformi í fórum sínum. Lögregla lagði hald á um tíu grömm af efni og var fólkinu sleppt að loknum yfirheyrslum. Málið telst upplýst. - æþe Þremenningar handteknir: Tekin með steratöflur Slasaðist á fjórhjóli Maður á fjórhjóli slasaðist í Látravík á Vestfjörðum í dag. Hann missti stjórn á hjóli sínu þegar hann fór yfir smásprænu sem hafði myndast í sandfjörunni. Maðurinn kvart- aði yfir verkjum í baki og fótum og var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. LÖGREGLUFRÉTTIR Ekið á vegfaranda Ekið var á mann á níræðisaldri við Hveravík hjá Drangsnesi seinnipartinn í gær. Hann var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur og er talinn alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. Lögregla rannsakar málið, en ekki leikur grunur á ölvun eða hraðakstri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.