Fréttablaðið - 23.07.2006, Side 8

Fréttablaðið - 23.07.2006, Side 8
 23. júlí 2006 SUNNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Við höldum með þér! Komdu v ið á næs tu Olís-s töð og fáðu stimpil í Ævintýr akortið – og æv intýragl aðning í leiðinni . Vertu m eð í allt sumar! Frábær ferðaleikur fyrir alla fjölskylduna Fjármálafyrirtækið Merrill Lynch birti nýja skýrsu þar sem lagt er mat á áhættu af skuldabréfum íslensku bank-anna. Merrill Lynch birti afar neikvæða skýrslu um íslensku bankana fyrr á árinu sem átti sinn þátt í að ýta af stað falli á íslensku krónunni. Tónninn í nýrri skýrslu getur seint talist jákvæður, enda ekki margt breyst frá þeirri síðustu. Hann er þó ögn jákvæð- ari en áður. Segja má að ákveðin vatnaskil hafi orðið í umræðu um íslenskt efnahagslíf í kjölfar þess að Viðskiptaráð lét vinna skýrslu um íslenskt efnahagslíf og hættu á fjármálakreppu. Frederic Mishkin, sem nú er orðinn einn Seðlabankastjóra í Bandaríkjunum, og Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðipróf- essor komust þar að þeirri niðurstöðu að ekki væri mikil hætta á fjármálakreppu á Íslandi. Undirstöður fjármálakerfisins og sveigjanleiki hagkerfisins, ásamt regluverki og eftirlitsstofn- unum, tryggðu að sú hagsveifla sem veldur vandræðum nú ætti ekki að verða til mikils skaða. Hitt er svo annað mál að yfir átta prósenta verðbólga sam- hliða stýrivöxtum yfir þrettán prósentum mun seint teljast merki þess að hagstjórn sé með blóma. Skýrslur eins og skýrsla Merrill Lynch munu verða viðvar- andi veruleiki fyrir íslenskt efnahagslíf og fjármálafyrirtæki. Við því er ekkert að segja og á meðan ekki ríkir meiri stöðug- leiki í íslensku efnahagskerfi og raun ber vitni getum við ekki búist við öðru en nokkurri gagnrýni á alþjóðamörkuðum. Sumt af þessari gagnrýni er þess eðlis að við eigum að taka það til gaumgæfilegrar skoðunar. Annað er byggt á fordómum og litlum vilja til að skilja samhengi íslensks efnahagsveru- leika, eins og gengur. Það er engin ástæða til að fara á taugum yfir þessari umræðu. Hún er hluti af þeim veruleika að við erum orðin full- gildur þátttakandi í heimi alþjóðaviðskipta. Þessi umræða mun einnig verða til þess að aginn kemur innan frá í viðskipta- lífinu. Þar verða einfaldlega ríkari hagsmunir af því að stjórn- arhættir fyrirtækja og umgengni á markaði sé í lagi en sá skammtímaávinningur sem hlýst af broti á góðum viðskipta- háttum. Fyrir viðskiptalífið og almenning í landinu er best að við- skiptalífið móti sem mest sínar eigin reglur. Full ástæða er því til að taka undir með Viðskiptaráði Íslands í þeim efnum. Gott samfélag gengur almennt út frá því að fólk sé heiðarlegt og tortryggi ekki samþegna sína af litlu tilefni. Það kann að kosta að einhverjir sem verðskulda straff sleppi. Það er hins vegar mun betra en að binda á klafa heilbrigt afl með reglufargani. Almennt séð hefur íslenskt viðskiptalíf verið í mikilli fram- þróun. Erlend gagnrýni er hluti af þeim breytingum sem orðið hafa og í viðskiptalífinu hefur þegar verið brugðist við henni, jafnvel á sviðum þar sem ekki hefur verið undir hana tekið. Þar hefur ráðið sú hugsun sem er skynsamleg, að hafa vaðið fyrir neðan sig. SJÓNARMIÐ HAFLIÐI HELGASON Erlend gagnrýni á efnahagslífið og fjármálakerfið er komin til að vera. Undir aga alþjóðaviðskipta Fréttirnar frá Líbanon eru hræði- legar. Fyrir okkur hér heima færð- ust atburðirnir nær vegna landa okkar sem staddir voru nálægt átökunum. Til allrar hamingju tókst að koma okkar fólki í burtu. En áfram býr saklaust fólk við stríðsástand og neyð þess vex dag frá degi. Ég vil nota þetta tæki- færi hérna til að hvetja alla til að leggja Rauða krossinum lið í fjár- söfnuninni sem renna á til þeirra sem nú eiga um sárt að binda á þessu marghrjáða svæði. Hver sem skoðun manna er á aðdrag- anda átakanna, þá eiga allir að geta sameinast um að reyna eftir fremsta megni að hjálpa fólkinu sem á nú svo bágt. Þess bíða engar rútur eða flugvélar sem flytja það til betri landa, það býr þarna og hvergi annars staðar. Gavrilo Princip og Múhameð Atta Þessi átök minna okkur á hversu víða í veröldinni lítið má bregða út af til að allt fari í bál og brand. Sagnfræðingurinn Niall Ferguson gaf nýverið út bók sem heitir War of the World: History‘s Age of Hatred. Hann bendir meðal ann- ars á þrjár veigamiklar orsakir stríðs og átaka á öldinni sem leið; þjóðernisátök, fallandi heimsveldi og efnahagslegan óstöðugleika. Það góða við mannkynssöguna er að það er hægt að læra af henni, hið sorglega er að hún virðist end- urtaka sig og helst gerist það aftur og aftur sem síst skyldi. Spennan á milli þjóðarbrota á Balkanskag- anum var slík að eitt hryðjuverk dugði til að tendra bál sem síðan hleypti fyrri heimsstyrjöldinni af stað. Hryðjuverk í Bandaríkjun- um hrundu af stað stríði í Afgan- istan og Írak, stríði sem veldur sívaxandi spennu á milli vestur- veldanna og hins íslamska heims. Veldi Bandaríkjanna Bandaríkin eru risaveldi okkar tíma. En færa má fyrir því rök að staða þessa mikla veldis sé að veikjast. Það reynir mjög á Banda- ríkin þessa dagana. Átökin í Afgan- istan og Írak eru gríðarlega dýr og spenna fer vaxandi vegna Írans og Norður-Kóreu. Þótt Bandaríkin leggi mikla áherslu á samvinnu við fjölda ríkja í baráttunni við hryðjuverk eru það þau fyrst og síðast sem bera kostnaðinn. Efna- hagslegur styrkur Bandaríkjanna er grunnurinn að veldi þeirra og um leið er hann mikilvægur afl- vaki hagvaxtar í veröldinni. Það er ýmislegt sem veldur manni áhyggjum þegar litið er á efna- hagsmálin vestra. Sparnaður þjóð- arinnar er enginn, viðskiptahall- inn gígantískur og mikið skortir upp á að lagður hafi verið til hliðar lífeyrir fyrir þær tæplega 80 millj- ónir „baby-boomers“ sem nú eru að komast á eftirlaun. Spurningin á næstu árum verður sú hvort efnahagsleg geta Bandaríkja- manna muni standa undir þeim verkefnum sem þeir telja sig þurfa að sinna á alþjóðavettvangi. Rísandi veldi Kína og Indland, fjölmennustu ríki heims, eru aftur á móti vax- andi veldi sem munu án efa verða sífellt fyrirferðarmeiri á næstu áratugum. Hagvöxtur í Kína hefur verið gríðarlegur undanfarin ár og með sama áframhaldi mun þjóðarframleiðsla Kínverja verða sú sama og Bandaríkjanna innan ekki langs tíma, þó að langt sé í það að þjóðarframleiðsla á mann verði sú sama. Ef staða Bandaríkj- anna á alþjóðavettvangi veikist vegna þess að efnahagsveldi þeirra er ekki jafn yfirþyrmandi og áður má gefa sér að til dæmis Kínverjar muni verða fyrirferðar- meiri sem því nemur. Þá kemur upp sú hætta að í odda skerist. Taí- van er einn þeirra staða þar sem spenna ríkir á milli risaveldanna. Stjórnvöld þar æfa þessa dagana her sinn gegn árás frá Kína og Bandaríkjamenn hafa stutt mjög við bakið á stjórninni í Taípei. Fyrr eða síðar mun Kína herða sókn sína gegn eyríkinu. Stöðugri hagkerfi Þeir meginkraftar sem Ferguson lýsir sem einkennandi fyrir síð- ustu öld eru því miður enn að verki nú við upphaf þessarar aldar. En eitt kann þó að hafa breyst og þá til hins betra. Efnahagslífið virð- ist í kjölfar vaxandi heimsvið- skipta hafa náð meira jafnvægi. Þekking á orsökum hagsveiflna er meiri nú en áður og alþjóðleg sam- vinna öflugri en áður var. Sam- starf þjóða í IMF, G-7 hópnum sem og á milli helstu seðlabanka heims- ins hefur verið árangursríkt og eftir því sem viðskipti verða frjálsari á milli landa má vona að líkur á alþjóðlegri kreppu haldi áfram að minnka. Heimsviðskipt- in hafa t.d. staðið af sér ótrúlega vel olíuverðshækkanirnar undan- farið. Hagvöxtur í heiminum síð- astliðin ár hefur verið um og yfir 4% og því er spáð að hann fari upp undir 5% á þessu ári. Þetta leggst á vogarskál friðar. En því miður leggst á hina vogarskálina aukinn ójöfnuður, vaxandi bil á milli ríkra og fátækra. Það er því mikilvægt að tryggja að fátækari ríki heims fái greiðan aðgang að mörkuðum okkar ríku þjóðanna. Það er besta leiðin til að draga úr þeirri mis- skiptingu sem nú fer sívaxandi. Endalaus átök? Í DAG SPENNA Á ALÞJÓÐAVETTVANGI ILLUGI GUNNARSSON Ef staða Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi veikist vegna þess að efnahagsveldi þeirra er ekki jafn yfirþyrmandi og áður má gefa sér að til dæmis Kínverjar muni verða fyrir- ferðarmeiri sem því nemur. Þá kemur upp sú hætta að í odda skerist. Rússarnir koma! Rússnesku skipin sem hingað koma bera af sér misgóðan þokka. Menn halda vart vatni sem líta á seglskipið Sedov sem kom til hafnar í Reykjavík á miðvikudag, svo stórt og tignarlegt sem það er. Hins vegar hafa Hafnfirðingar ekki verið jafn heppnir með rússnesku fleyin sem liggja þar við bryggju og hafa íbúar í nágrenni hafnarinnar kvartað ítrekað til hafnaryfirvalda vegna togarans Tsefey en ljósavél hans hefur spúð svörtum reykjarmekki í hafnar- mynninu svo ósóminn sést í kílómetra fjarlægð að þeirra sögn. Það er því ómögulegt að vita á hverju menn eiga von þegar Rússarnir koma. Bannað að veiða og skemmta sér Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á vef sínum fyrir að vilja leggja skatt á útihátíðir og vænir Björn um að vera með fordóma gagnvart skemmtana- haldi á landsbyggðinni þegar hann segir að umræðan um drykkjulæti á útihátíðum bendi til þess að ekki hugi allir skipuleggjendur nægilega vel að þeim reglum sem þeim beri að fylgja. Sigurjón segir: „Það er ekki nóg með að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svipt íbúa landsbyggðarinnar réttinum til þess að draga sér bein úr sjó, heldur er fólkið skatt- lagt sérstaklega ef það ætlar að skemmta sér og öðrum.“ Hvað heldur Sigurjón að borgarbörnin séu að gera um versl- unarmanna- helgina? Hvalfjarðarsveitasæla Nýlega var auglýst eftir umsóknum um stöðu sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit. Sveit- arfélagið varð til við síðustu sveitarstjórn- arkosningar þegar Hvalfjarðarstrandar- hreppur, Innri-Akraneshreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur sameinuðust. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hafa 40 umsóknir borist. Fyrir kosningarnar var Sigurður Sverris Jónsson, oddviti Skilmannahrepps, harðlega gagn- rýndur fyrir að verðlauna framtakssama sveitunga sína með gjöfum, en fá sveitarfélög voru jafn vel sett fjárhagslega og Skilmanna- hreppur enda var hálft álver og heil járnblendiverksmiðja innan hreppsmarkanna. Það er greinilega gott að vera yfirvald í þessari sveit. jse@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.