Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.07.2006, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 23.07.2006, Qupperneq 26
ATVINNA 8 23. júlí 2006 SUNNUDAGUR Á veturna fylla raun- greinanemar ganga Öskju Náttúrufræðihúss. Nokkrir staldra við á sumrin og fást við ýmis verkefni. Líffræðingar nýta sumrin vel til rannsókna. Oftar en ekki þurfa þeir á aðstoðar- mönnum að halda og eru líf- fræðinemar tilvaldir kandídatar. Hvort sem um er að ræða tegundagrein- ingu, skýrslugerðir eða erfðarannsóknir öðlast nem- arnir dýrmæta reynslu og fá um leið laun sem koma sér vel þegar þrauka þarf veturinn á lánum frá LÍN. Saga Snorradóttir er 1. árs nemi í líffræði en hún hefur fengið það verkefni að greina og lýsa áður óþekktum krabbadýrum. „Við fengum sent sýni frá Fídjieyjum og nú er ég að skoða krabbadýrin og athuga hvort það séu nýjar tegundr í sýninu. Við erum búin að finna eitt sem ég hef verið að lýsa og teikna upp og nú þurfum við að fara að finna nafn á það,“ segir Saga. „Þetta er náttúrlega svakalegt tækifæri og frá- bær reynsla, sérstaklega fyrir 1. árs nema.“ Í sama herbergi og Saga situr Birna Daníelsdóttir yfir bunka af blöðum. „Ég er að vinna að samstarfs- verkefni Umhverfisstofn- unar og Háskólans sem snýr að Vatnstilskipun Evrópu- sambandsins. Ég meðal ann- ars safna saman og skráset sjávarrannsóknir sem til eru hérlendis og eru kannski bara að safna ryki í hillum,“ segir Birna. Þegar farið er upp á þriðju hæð Öskju víkja vist- fræðirannsóknirnar fyrir sameindalíffræði. Hvítir sloppar, tilraunaglös, píp- ettur og skilvindur fylla herbergin og í miðjum hópn- um er Lárus Viðar Lárusson sem nú stundar masters- nám við Háskólann í Skövde í Svíþjóð. Hann er kominn heim í sumar til að aðstoða Halldór Þormar og Hilmar Hilmarsson við rannsóknir sínar. „Við erum að rann- saka aðferðir til að drepa campylobacter í kjúkling- um með ákveðnu efni sem kallast monocapri,“ segir Lárus. „Til dæmis gefum við smituðum kjúklingum efnið í fóðri og vatni og athugum hvort það minnki magn campylo í kjöti.“ Vonir standa til að hægt með þessu sé að sleppa frystingu og annarri með- höndlun á kjúklingaafurðum og sparar það framleiðend- um gríðarlegar fjárhæðir. Þar að auki getur þetta leitt til lengra geymsluþols kjúklingakjöts. Lárusi, Birnu og Sögu líkar öllum vel við vinnuna í Öskju. Auk þess að veita þeim ómetanlega reynslu líkar þeim afslappaða and- rúmsloftið. „Maður þekkir flesta hér og hér er afskap- lega lítið stress,“ segir Lárus að lokum. tryggvi@frettabladid.is Afslappað andrúmsloft Lárus, Birna og Saga vinna öll í Öskju. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Starfandi fólki á Íslandi fjölgaði um 7.800 á einu ári. Á íslenska vinnumarkaðin- um voru alls 178.700 manns á öðrum ársfjórðungi þessa árs, það er að segja frá 1. apríl til 1. júlí. Í þeirri tölu eru allir þeir sem eru í vinnu eða tilbúnir til atvinnuþátt- töku á aldrinum 16 til 74 ára. Sá hópur hafði stækkað um 9.800 manns frá sama tímabili 2005, mest fólki á aldrinum 25-54 ára eða um 6.300. Starfandi voru 171.600 á þessu tímabili og hafði fjölgað um 7.800 frá sama tíma í fyrra. Vinnustundir hjá þeim sem voru starfandi nú voru að meðaltali 42,1 klukku- stund á viku, 47,3 hjá körl- um en 35,7 klukkustundir hjá konum. Á sama tíma í fyrra voru vinnustundir að meðaltali 43,1 klukkustund, 48,6 hjá körlum og 36,4 hjá konum. Að meðaltali voru 7.200 manns án vinnu og í atvinnu- leit á öðrum ársfjórðung þessa árs, eða 4,0% vinnu- aflsins. Mest var atvinnu- leysi meðal fólks á aldrin- um 16-24 ára, eða 12,7% sem skýrist helst af því að skólum var nýlega lokið þegar könnunni lauk. Heimild:www.hagstofa.is Starfandi fólki fjölgar Mötuneyti Starfmenn óskast í mötuneyti í skóla í Grafarvogi. Um er að ræða bæði 75% og 100% störf. Góð laun. Reynsla æskileg. Upplýsingar eru veittar í síma 864 3747. Járnabindingar Kraftafl ehf. auglýsir. Vant járnabindingateymi getur bætt við sig verkefnum. Upplýsingar í 866-8744. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.