Fréttablaðið - 23.07.2006, Page 56
23. júlí 2006 SUNNUDAGUR20
Vestur-íslenska
kvikmyndagerðarkonan
Kyja Nelson fór nýlega
af landi brott eftir
að hafa búið ásamt
eiginmanni sínum
í tæpt ár á Hofsósi
þar sem hún vann að
heimildarmynd um
heimaslóðir langömmu
sinnar. Bergsteinn
Sigurðsson hitti Kyju að
máli fyrir flugtak.
Við dúkað eldhúsborð vestur í bæ situr Kyja Kristjana Kristjansson-Nelson, jafn
smávaxin og nafnið er langt, og
drekkur te. Eiginmaður hennar,
Christopher Nelson, lætur sér
nægja að stinga höfðinu stöku
sinnum inn í eldhús til að lauma
inn orði til áréttingar eða upp-
rifjunar. Hann er í óðaönn við að
pakka niður því daginn eftir
fljúga þau aftur heim til Minne-
sota eftir tæplega ársdvöl hér á
landi. „Ég hlakka ekkert sérstak-
lega mikið til að fara heim, er
eiginlega hálf kvíðin,“ segir Kyja
og hlær. „Við ætlum að búa hjá
mömmu og pabba til að byrja
með, áður en við finnum okkar
eigin íbúð og ég var að komast að
því að þau eru orðin vegan, það
er algjörlega hætt að neyta nokk-
urra dýraafurða. Heimilishaldið
verður dálítið skrýtið býst ég
við.“
Á heimaslóðum langömmu
Í vetur bjó Kyja (borið fram
Kæja) á Hofsósi þar sem hún
vann að heimildarmynd um
Vesturfara úr Skagafirði, en hún
á sjálf rætur að rekja þangað.
„Móðurætt afa míns er frá
Skagafirði. Guðrún Sveinsdóttir,
langamma mín flutti þaðan á
barnsaldri en langafi, Lárus Ívar
Kristjánsson, flutti frá Snæfells-
nesi ásamt foreldrum sínum og
systkinum. Hann þurfti að breyta
ættarnafni sínu í Christianson
þegar hann kom vestur um haf
til að það félli betur að enskri
tungu,“ segir Kyja sem breytti
ættarnafni sínu aftur í Kristjans-
son fyrir stuttu.
Guðrún og Lárus fluttu bæði
til Norður-Dakota en þangað fóru
margir vesturfarar. Þar kynnt-
ust þau og giftu sig þegar þau
voru vaxin úr grasi. Þau eignuð-
ust nokkur börn, þar á meðal afa
Kyju, Theódór Elmo. „Afi lærði
ekki ensku fyrr en hann var sex
ára en ég held samt að hann og
hans kynslóð, sem fæddist í
Bandaríkjunum, hafi frekar litið
á sig sem Bandaríkjamenn en
innflutta Íslendinga og leitaðist
við að samlagast bandarísku
samfélagi sem mest þau gátu, til
dæmis með því að notast bara
við ensku nöfnin og tala bara
ensku. Þá held ég að börnum
fæstra af þessari kynslóð hafi
verið kennd íslenska, sú var að
minnsta kosti raunin með föður
minn og frændsystkini hans. Afi
barðist líka í seinni heimsstyrj-
öld fyrir hönd Bandaríkjanna og
það hefur sjálfsagt styrkt sjálfs-
mynd hans sem Bandaríkja-
manns ennþá frekar, það er að
hætta lífinu fyrir „ættjörðina.“
Þegar Kyja kom í heiminn
tveimur kynslóðum síðar árið
1979, hafði afi hennar fengið
heilablóðfall og átti erfitt með
mál. „Og þar með dó íslenskan í
fjölskyldunni.“
Kyja tekur fram að þótt afi
hennar hafi fyrst og fremst litið
á sig sem Bandaríkjamann, hafi
hann ekki gert lítið úr íslensk-
um uppruna sínum. „Munurinn
liggur í því að eldri kynslóðir
litu á sig sem Vestur-Íslendinga
en kynslóð afa míns leit á sig
sem íslensk-ameríska. Banda-
ríkjamenn eru ung þjóð og
sjálfsmynd margra helgast af
þjóðerni áa þeirra, þótt það sé
liðin öld frá því þeir fluttust
búferlum, og tengslin við heima-
landið séu lítil eða engin. Minn-
ingin um Vesturfarana var mjög
sterk í Norður-Dakota þegar ég
var að alast upp og þótt ég hefði
hvorki komið til landsins né
talaði tungumálið fannst mér ég
alltaf vera íslensk í aðra
röndina.“
Skiptinemi á Íslandi
Það varð til þess að upp úr alda-
mótum ákvað Kyja að koma til
Íslands í þeim tilgangi að kynn-
ast heimalandi langömmu sinnar
og langafa. „Ég kom hingað sem
skiptinemi og fór í Háskóla
Íslands þar sem ég ætlaði að
læra íslensku. Það gekk hins
vegar ekki sem skyldi,“ segir
hún og hlær. „Ég fékk herbergi á
Gamla garði, stúdentagarðinum
þar sem allir erlendu nemarnir
eru settir. Íslendingarnir í hús-
inu voru teljandi á fingrum ann-
arrar handar. Við töluðum ensku
á hverjum degi og flestir sem ég
kynntist voru aðrir erlendir
nemar. En þegar ég fór hafði ég
hvorki náð þeim tökum á
tungumálinu sem ég vildi né
kynnst samfélaginu nógu mikið
og vissi að ég þyrfti að koma
aftur síðar.“
Sem og varð. Árið 2004 sneri
Kyja aftur til Íslands, í þetta sinn
með myndavél og eiginmann, og
fór til Skagafjarðar þar sem hún
tók upp stuttmyndina Landslag.
Stuttu síðar sótti hún um og fékk
styrk frá Fulbright stofnuninni
til að búa á Hofsósi í einn vetur
og vinna að heimildarmyndinni
sem hún er að leggja lokahönd á.
Undanfarin ár hefur hún búið í
Fargo í Minnesota, sem er smá-
bær á bandarískan mælikvarða
en telur álíka marga og höfuð-
borgarsvæðið á Íslandi. Hún
segir það þó ekki hafa verið mikil
viðbrigði að flytja í afvikið smá-
þorp á Íslandi með innan við
tvö hundruð íbúa.
„Hofsós er frábær staður,
afskaplega fallegur og fólkið gott.
Valgeir Þorvaldsson, framkvæmda-
stjóri Vesturfarasetursins var
okkur sérstaklega hjálplegur. Ég
vona að Íslendingar geri sér grein
fyrir hvers lags dýrgripur hann er.
Það starf sem hann hefur unnið til
að koma á og rækta tengslin milli
Íslands og Norður-Ameríku er
ómetanlegt.“
Hofsós er frábær staður
Kyja segir það hafa verið síður
en svo erfitt að sannfæra Chris-
topher um að koma með henni og
búa í smáþorpi á Íslandi í einn
vetur. „Hann var æstur í að koma
með. Hann er líka jarðfræðingur
að mennt þannig að Ísland er
sannkallað gósenland að því
leyti. Hann gerði ýmsar rann-
sóknir á Þórðarhöfða og gerði
meðal annars drög að kortlagn-
ingu á landlögum þar. Hann lærði
líka smá íslensku, meðal annars
með því að þýða Fréttablaðið en
útkoman var stundum býsna
skondin,“ segir hún og skellir upp
úr.
Reyndar gat vistin á Hofsósi
tekið á, að sögn Kyju, til dæmis í
þau fáu skipti sem fannfergi var
mikið. „Einu tengsl okkar við
umheiminn og Bandaríkin voru í
gegnum netið og við fengum að
nota þráðlausu tenginguna á
grunnskólanum á Hofsósi. Einu
sinni var skólinn lokaður og ekki
nokkur leið að komast inn fyrir
snjóskafli og þá var ekki um annað
að ræða en að dúða sig upp og sitja
með fartölvuna fyrir utan í snjón-
um. En þetta var mögnuð reynsla á
heildina litið.“
Bakgrunnur Kyju er fyrst og og
fremst í tilraunakenndri kvik-
myndagerð, sem setur brag á
myndina. „Myndin snýst ekki síst
um upplifjun og skynjun, þannig að
stór hluti af verkefninu fólst í að
aðlagast daglegu lífi á Hofsósi. Mig
langar til að leika mér með tengslin
milli þjóðsagna, sögunnar, lands og
þjóðar og hvaða áhrif þetta hefur á
sjálfsmynd fólks, hvernig tíminn
og minnið breytir sögunni og svo
framvegis. Til dæmis skiptir sú
staðreynd að fjölskyldan mín er
„íslensk“ en talar ekki tungumálið
heilmiklu fyrir verkefnið.“
Í myndinni ræðir Kyja meðal
annars við grunnskólabörn í 1. til 4.
bekk um hugmyndir þeirra um
Vesturferðirnar auk þess sem hún
tók myndir úr hversdagslífinu á
Hofsósi, til dæmis úr Fánasauma-
stofunni. Svo fórum við líka í réttir
og náðum virkilega góðum mynd-
um þar.“
Ætlar að koma aftur
Nýlega þáði Kyja stöðu við
Moorehead-háskóla í Minnesota
þar sem hún kennir kvikmynda-
fræði og kvikmyndaframleiðslu,
en hún gerir ráð fyrir að reyna að
sýna heimildarmyndina á Íslandi
fljótlega eftir að hún hefur lagt
lokahönd á hana og fundið sér vett-
vang.
„Ég vona að ég komist til baka
sem allra fyrst,“ segir hún áköf. „Ég
veit að ég á eftir að koma margoft
hingað aftur, meðal annars til að
læra íslensku almennilega.“ Hún
hefur reyndar þegar fengið hug-
mynd að því hvernig hún getur kost-
að íslenskunámið. „Ég tók eftir því í
vetur að Ísland er orðið stútfullt af
listfengum milljónamæringum sem
moka peningum í menningarlífið. Ég
er að spá í að bjóða einum slíkum að
ætttleiða mig eða gerast velgjörðar-
maður minn,“ segir hún og hlær.
„Heldurðu að þeir séu ekki til í það?
Ég er að spá í að spyrja þennan í
teinóttu jakkafötunum. Hann virkar
fínn.“
Vestur-Íslendingur vill láta ættleiða sig
KYJA OG CHRISTOPHER Hún segir það hafa verið lítið mál að sannfæra eiginmann sinn um að koma til Íslands og búa þar í afskekktum
smábæ í einn vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGEIRU
SAMBAND VIÐ UMHEIMINN Þegar ófært var í grunnskólann á Hofsósi þar sem Kyja komst í
þráðlausa nettengingu lét hún sig hafa það að kíkja á tölvupóstinn úti í skafli.
Ég tók eftir því í vetur að
Ísland er orðið stútfullt
af listfengum milljóna-
mæringum sem moka
peningum í menningar-
lífið. Ég er að spá í að
bjóða einum slíkum að
ættleiða mig eða gerast
velgjörðarmaður minn.