Fréttablaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.07.2006, Blaðsíða 58
 23. júlí 2006 SUNNUDAGUR22 ���������������������������������������������� ��������� �� �� � �� �� � �������������������� ��������������� ����������� ���������������� ������ ��������������������� ����������������������� ��������������� �������������������������������������������� �������������������������������������� ���� ������ �������� ����� ��� ���� ������ ������� ��������� ���� ����� ����� �������� ������������� ��� ���� � ��������������� ���� �������� ���� ����� ���� ������ ����� ����� ������� ������ ����� ������ ���� ������� ������ ����� ������ ���� ����� ���� ���� ����� �������� ��� ������� �������� ������� ���� ������� ������ ������ ��� �������� ���� �������� ������� ����� ����� ���� ����� ������� �� ������ ������� ���� ����� ���� �������� ��� ���� ������� ������ ������ ����� ������ ����� ����� �� ������ ������ ���� ���� ����� ������� ������ ���� ��� ��� ������ ����� ������ ���� ������� ������������������������������������������������������������������� �� � �� ���� ������ �� �� � � � Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco var gefin út nýlega í fyrsta skipti í kilju hér á landi, rúmum tveimur áratugum eftir að hún kom fyrst út í íslenskri þýðingu Thors Vilhjálmssonar, sem gefur Eco hvergi eftir í þýð- ingu sinni á þessari lærðu glæpasögu. Í samtali við Fréttablaðið rifjar Thor upp þá námu visku og fróðleiks, sem hann segir Nafn rósar- innar vera. Margir vilja halda því fram að Nafn rósarinnar hafi breytt bókmenntasögunni með því að flétta listilega vel saman æsispennandi atburðarás sem ger- ist á hinum myrku miðöldum og margslungnu efni sem byggist á dularfullum atburðum liðinnar sögu. „Þessi bók er sett upp sem glæpasaga sem fjallar um Sherlock Holmes í munksgervi, Vilhjálm frá Baskerville sem ræður í flóknar vísbendingar allt um kring. Það að taka almennt eftir vísbendingum og geta ráðið í þær er mikilvægt öllum, til að ná til sjálfrar sín og geta gefið öðrum af sér,“ undir- strikar Thor. „Það er brýnt í nútíma glys- og glæfraheimi, til að geta notið þess að vera til.“ Ekki hefðbundinn reyfari Thor áréttar að sagan sé hins vegar ekki hefðbundin glæpasaga heldur náma visku og fróðleiks. „Ég fræddist um svo margt þegar ég var að vinna þessa bók. Það var eins og að fara á keðju af ýmsum námskeiðum á margvíslegum svið- um og ég leitaði til manna sem voru mér vitrari á ýmsum sviðum. Ég lærði margt á mjög skömmum tíma. Ég kynnti mér stjörnufræði, byggingarlist, formfræði og Naum- ur sem er sérstök nótnaskrift, ásamt ýmsu öðru.“ Thor segist líka hafa lagt sig mikið í líma við að koma öllum þeim vandamálum sem birtust í bókinni til skila. „Ég kynnti mér sérstak- lega hvernig aðrir þýðendur fóru að í þessum efnum og komst að því að sumir í henni Ameríkunni hopp- uðu hreinlega yfir stóran hluta bók- arinnar þar sem glíma þurfti við vanda sem kom fyrir í bókinni og koma honum til skila. Þýðandi í Þýskalandi leit hins vegar svo stórt á sig að hann tók sér skáldaleyfi og bætti þrípunktum við alls staðar. Ég held að hann hljóti að hafa fengið borgað eftir vigt.“ Klausturslifnaður í Frakklandi Spurður um skoðun sína á Nafni rósarinn- ar segist Thor mikið hafa velt fyrir sér þessum tíma í sög- unni, það er miðöld- um og meinlætalifn- aði klausturslífs. „Ég kynntist manni í Frakklandi sem hafði þá trú að með sívarandi fórn og hreinsun anda og efnis gæti maður þjónað sem skipti- stöð fyrir guðdóm- inn og straumbreytt þessu afli þannig að venjulegt fólk gæti þolað þennan kraft. Sjálfur gekk ég í klaustur í Frakklandi og dvaldist þar í nokkra daga. Það var dásamleg reynsla. Ég leitaði þang- að meðal annars með spurningar um það hver ég væri, en ég var að reyna að átta mig á sjálfum mér eins og gengur og gerist. Þetta var klaustur sem hélt tryggð við allt siðakerfið frá liðnum öldum, greg- oríski söngur tíðkaðist alla jafna og messur fóru allar fram á latínu. Þarna voru tveir munkar sem sáu um okkur gestina en annar þeirra var mikill humor- isti og sagnfróð- ur mjög. Síðasta daginn fór ég og kvaddi hann sér- staklega og sótt- ist eftir því að hann fylgdi mér um klaustrið og lýsti sögu þess. Þegar hann tók mig síðan í þennan leiðangur leit hann í eitt skipti á mig með kæstkenndri en góðlátlegri stríðni og sagði, þetta hafið þið gert. Hann var þá að vísa í skemmdir á þessu rómverska klaustri sem lúthersmenn höfðu valdið“. Thor segir að þessi tími í klaustr- inu hafi skilið eftir sig góðar minn- ingar. „Fólk kom þarna víða að og sat á bæn allan tímann og ég man sérstaklega eftir einni ungri stúlku sem sat hreyfingarlaus á bæn í margar klukkustundir. Það var eins og hún væri orðin að steini. Þetta var mögnuð sjón og áhrifarík.“ Listræn áskorun Thor hefur þýtt fjöldann allan af bókum eftir ýmsa risa bókmennta- heimsins en mestu andlegu áskor- unina segir hann hafa verið að berj- ast við bókina Hlutskipti manns, eftir franska höfundinn André Mal- reux. „Björn Jónasson, útgefandi minn hjá Svart á hvítu, sem gaf Nafn rósarinnar upphaflega út, kom hlaupandi hingað einn daginn í stofuna til mín og sagði mig verða að gera þjóðinni þann greiða að þýða André Malreux. Þá átti ég eftir að skrifa Grámosinn glóir, sem ég komst ekki undan að skrifa síðar. Björn var ákafur maður og það dugði honum sem jáyrði þegar ég hummaði lágt í stofunni heima og við það var hann rokinn út.“ Thor segist hafa gefið sig allan í þýðingu á Hlutskipti manns og stundum svo mjög að allt annað rak á reiðanum. „Ég var svo alhuga í að vinna þetta verk fyrir íslensku þjóðina og að skila André Malreux heilum og með öllum ólíkindum, að ég missti um tíma númeraplötuna á bílnum, lokað var á símann og ég varð næstum gjaldþrota, af því að ég hafði gleymt mér svo mjög í þessari listrænu áskorum. Mesta ögrunin var að geta skilað hugsun þessa fluggreinda höfundar vel af mér. Það var þannig tvennt ólíkt að þýða André eða Eco,“ segir Thor að lokum. bryndisbjarna@frettabladid.is Einn lærðasti reyfari sögunnar NAFN RÓSARINNAR Bókin segir frá grámunknum Vilhjálmi frá Baskerville sem er eins konar Sherlock Holmes miðalda. „Þýðandi í Þýskalandi leit hins vegar svo stórt á sig að hann tók sér skálda- leyfi og bætti þrípunktum við alls staðar. Ég held að hann hljóti að hafa fengið borgað eftir vigt.“ THOR VILHJÁLMSSON Að þýða bókina var eins og að fara á keðju af ýmsum námskeiðum á margvíslegum sviðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.