Fréttablaðið - 23.07.2006, Síða 63

Fréttablaðið - 23.07.2006, Síða 63
FRÉTTIR AF FÓLKI Orðrómur hefur verið um að Katie Holmes sé með fæðingarþunglyndi og sumum hefur þótt það grunsamlegt að engar myndir hafa fengist af barninu. En Leah Rim- ini, sem er góð vinkona Cruise og einnig í vísindakirkjunni, segir að allt sé í himnalagi með mæðgurnar. „Hún er ungbarn og stærðin er eðlileg. Tom og Katie vilja bara lifa lífinu og ala upp barnið. Þau eru ósköp venjulegir foreldrar,“ sagði Leah við US Weekly og bætti því við að Kaitie ljóm- aði af hamingju. „Ég öfunda hana, hún jafnaði sig strax eftir fæðinguna.“ Nú eru þrír mánuðir síðan Suri litla fæddist og hingað til hefur foreldrunum tekist að halda henni frá sviðsljósinu. Fregnir af því að glamúrmódelið Jordan hefði misst fóstur láku í fjöl- miðla nýlega og var Jordan að vonum miður sín yfir því að slúðurblöð gerðu sér mat úr óhamingju hennar. Jordan og eiginmaður hennar fréttu af fósturmissinum í reglubundnu lækniseftirliti, en hún var komin þrjá og hálfan mánuð á leið. „Þau eru bæði harmi slegin,“ sagði umboðsmaður Jordan, en Peter og Jordan eiga fyrir einn son. Paris Hilton og systir hennar Nicky eru erfingjar að Hilton-hótelunum en þær eru nú báðar að stofna eigin hótelkeðjur. Fyrst tilkynnti Nicky um sín áform og svo fylgdi París í kjölfarið. „Þetta verður rosalega skemmtilegt. Hótelin mín verða eins og Sanderson hótelið í London, svolítið íburðarmeiri en kúl,“ sagði Paris. „Fyrsta hótelið verð- ur í Las Vegas. Ég elska póker og ég vinn alltaf - ég hef spilað póker frá því að ég var tólf ára, þegar ég vann 15.000 dollara,“ sagði Paris. Nicky opnar fyrsta hótelið í Miami en það mun búa yfir sér- stakri svítu sem hönn- uð er af fatahönnuðin- um Roberto Cavalli. Hægt er að keppa í öllu og sér- staklega þegar stjörnurnar í Hollywood eiga í hlut. Bandaríska tímaritið Life and Style stóð fyrir kosningu á dögunum meðal les- enda sinna um sætasta stjörnu- barnið. Þar hafnaði Maddox Jolie- Pitt, ættleiddi sonur Angelinu Jolie og Brad Pitt, í fyrsta sætinu, en Sean Preston, sonur Britney Spears og Kevins Federline, náði öðru sæti. Í þriðja sæti lenti svo Apple, dóttir Chris Martin, söngv- ara Coldplay, og leikkonunnar Gwyneth Paltrow. Kosið um sætustu stjörnubörnin FYRSTA SÆTIÐ Maddox Jolie Pitt var valinn sætasta stjörnubarnið af lesendum tímaritsins Life and Style. ANNAÐ SÆTIÐ Sean Preston, sonur Britney Spears nýtur greinilega meiri vinsælda en foreldrar hans um þessar myndir. Leikararnir Matthew Fox og Josh Holloway eru íslenskum sjón- varpsáhorfendum að góðu kunnir fyrir leik sinn í hinum geysivin- sælu Lost-þáttum sem Ríkisjón- varpið sýnir á mánudagskvöldum. Þeir voru miklir félagar þegar þættirnir hófust en hafa varla tal- ast við að undanförnu. Ástæðan mun vera sú að Matthew Fox fékk tveggja milljóna krónu bónus á meðan Holloway fékk ekkert. Þegar þetta komst upp var ðHoll- oway brjálaður og segir blaðið InTouch að stutt hefði verið í að slagsmál brytust út. Þá heldur blaðið því einnig fram að Fox sé fúll yfir því að Holloway sé vin- sælasti leikari þáttanna að mati áhorfenda. Rífast um laun og vinsældir MATTHEW FOX Fékk 2 milljón króna bónus sem enginn annar í þáttunum fékk. Leikkonan Michelle Pfeiffer hefur verið orðuð við aðalhlut- verkið í kvikmynd sem byggð verður á söngleiknum vinsæla „Mamma Mia“ en hann segir frá sögu sænsku hljómsveitarinnar ABBA. The Daily Mail segir frá því að framleiðandinn Judy Craymer leggi allt undir til að láta kvikmyndina verða að veru- leika enda er söngleikurinn sýnd- ur úti um allan heim við miklar vinsældir. Höfundar söngleiksins eru engir aðrir en Benny Andersson og Björn Ulvaeus, fyrrum með- limir Abba, og hala þeir inn millj- ónir á viku vegna leikritsins. Aðrar leikkonur hafa einnig verið orðaðar hlutverk í myndinni og má þar nefna Kim Basinger, Nicole Kidman og Meryl Streep. Pfeiffer í Abba MICHELLE PFEIFFER Þessi reynda leikkona er orðuð við hlutverk í kvikmynd byggðri á söngleiknum Mamma Mia sem fjallar um sænsku hljómsveitina ABBA.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.