Fréttablaðið - 23.07.2006, Qupperneq 64
28 23. júlí 2006 SUNNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Fimleikadeild Ármanns leitar að reyndum og
metnaðarfullum þjálfurum fyrir næsta vetur
Við deildina fer fram kraftmikið uppbyggingarstarf í
áhaldafimleikum kvenna, karla og í hópfimleikum.
Haustið 2006 flytur deildin í nýtt og fullkomið
fimleikahús í Laugardal. Góð kjör í boði fyrir góða
þjálfara, samvinnufús stjórn og frábært samstarfsfólk.
Fullt starf og hlutastörf koma til greina.
Upplýsingar veitir Jón Þór í
netfangið jon.thor@internet.is
eða í s. 893 8989.
Fimleikaþjálfarar
óskast!
FÓTBOLTI Framherjinn Garðar
Jóhannsson er búinn að skrifa
undir tveggja og hálfs árs samn-
ing við bikarmeistara Val en hann
hefur leikið með KR undanfarin
ár. Garðar fær það verkefni að
leysa nafna sinn Gunnlaugsson af
hólmi en hann er á leið til Svíþjóð-
ar. Garðar er kominn með leik-
heimild og verður væntanlega í
leikmannahópi Vals í kvöld gegn
Víkingi.
„Það er frábært að vera kom-
inn í Val. Það verður gaman að fá
að spila á ný en tækifærin hafa
verið af skornum skammti upp á
síðkastið,“ sagði Garðar, sem náði
aldrei að sýna hvað í sér býr með
Vesturbæingum.
„Ég tel mig hafa mikið að sanna
enda fann ég mig aldrei almenni-
lega hjá KR. Tíminn með KR er
mér persónulega vonbrigði en
vonandi gengur mér betur hjá Val
og ég hef fulla trú á því að ég kom-
ist í gang þegar ég kemst í betri
leikæfingu og fæ aftur gleðina af
því að leika fótbolta. Mér líst mjög
vel á Valsliðið og það er gott að
vera kominn á Hlíðarenda. Ég
þurfti líka sjálfur á breytingu að
halda og það er gott að endurnýja
kynnin við Willum en hann fékk
mig til KR á sínum tíma og mér
líkaði vel að spila undir hans stjórn
á sínum tíma.“
Sigurður Helgason, fram-
kvæmdastjóri KR Sports, sagði
kaupverð Garðars trúnaðarmál en
Valur keypti Garðar af KR. Samn-
ingaviðræðurnar tóku skamman
tíma og gengu snurðulaust fyrir
sig.
Ferill Garðars með KR byrjaði
ágætlega en hann lenti síðan í erf-
iðum meiðslum og hefur í raun
ekki fundið sig hjá félaginu síðan
hann meiddist. - hbg
Garðar Jóhannsson leysir nafna sinn Gunnlaugsson af hólmi:
Ég þurfti á breytingu að halda
FARINN Í VAL Garðar hefur leikið sinn
síðasta leik fyrir KR.
FÓTBOLTI Þrátt fyrir tap gegn stöll-
um sínum frá Svíþjóð getur
íslenska ungmennalandsliðið borið
höfuðið hátt eftir árangur sinn á
opna Norðurlandamótinu í Noregi.
Niðurstaðan varð fjórða sætið,
sem er besti árangur ungmenna-
landsliðsins frá upphafi. Frammi-
staða íslenska liðsins var frábær
en liðið var hársbreidd frá því að
spila til úrslita.
Í leiknum um þriðja sætið í gær
skoruðu þær sænsku snemma leiks
og fengu svo vítaspyrnu sem Guð-
björg Gunnarsdóttir varði glæsi-
lega. „Dómararnir slógu okkur út
af laginu með fáránlegri dómgæslu
sem við létum fara í taugarnar á
okkur, við erum kannski að gjalda
þess að vera litla liðið. Þær áttu
fyrri hálfleikinn en við þann seinni
þar sem við gerðum allt nema að
skora,“ sagði Elísabet Gunnars-
dóttir, þjálfari landsliðsins, við
Fréttablaðið í gær.
„Við erum búnar að spila þetta
mót frábærlega en heppnin var ekki
með okkur. Það er ekki annað hægt
en að vera svekktur þegar maður er
nálægt því að ná settum árangri og
það tekst ekki, en við sönnuðum
fyrir sjálfum okkur að við eigum
alveg heima á meðal þeirra bestu.
Þrjár ef ekki fjórar bestu knatt-
spyrnuþjóðir heims í kvennaflokki
eru hérna á mótinu. Við erum búnar
að spila fjóra leiki á átta dögum og
gera þetta virkilega vel. Ég get ekki
annað en verið ánægð með frammi-
stöðu liðsins en ég tel án efa að hún
hefði átt að fleyta okkur lengra,“
sagði Elísabet.
„Við erum stolt af okkar
frammistöðu en ég tel að við
höfum átt meira skilið. Við verð-
um bara að taka því, en að skora
tíu mörk í þremur leikjum en fara
ekki áfram er hálfgert grín,“ sagði
þjálfarinn, en Ísland gerði meðal
annars jafntefli við bandaríska
liðið sem hafði unnið þetta árlega
mót sjö ár í röð þar til Þjóðverjar
bundu enda á sigurgöngu þess
eftir sigur í úrslitaleiknum í gær.
Íslenska liðið þótti spila mjög
vel og hefur fengið mikið lof fyrir
frammistöðu sína á mótinu. „Það
gengur fólk upp að okkur á hverj-
um degi og vottar okkur samúð
sína að vera ekki komnar lengra
en við gerðum því það hefur aldrei
séð jafn sterkt íslenskt lið. Það er
fólk frá öllum þjóðunum og það er
stigsmunur á virðingunni sem
okkur er sýnd núna, það vilja allt í
einu allir tala við okkur, annað en
kannski áður þegar við vorum
bara litla þjóðin,“ sagði Elísabet.
„Það sem við höfum lært á
þessu móti er að trúa á getu okkar
fyrst og fremst. Núna getum við
lagt bestu þjóðirnar að velli og
heilt yfir mun þetta nýtast okkur
upp í A-landsliðið og á þessu móti.
Við eigum auk þess klárlega besta
leikmann mótsins, Margréti Láru.
Hún hefur verið stórkostleg og
þessi frammistaða hjá stelpunum
mun opna dyr fyrir stelpur í lands-
liðinu. Til að deildin heima jafnist
út verða okkar bestu leikmenn að
fara út í sterkari deildir,“ sagði
Elísabet Gunnarsdóttir.
hjalti@frettabladid.is
Erum stolt af árangrinum
U21 árs landslið kvenna varð í fjórða sæti á opna Norðurlandamótinu sem lauk
í Noregi í gær. Ísland tapaði leiknum um þriðja sætið fyrir Svíum en getur þó
unað vel við árangurinn á mótinu, sem hefur vakið verðskuldaða athygli.
ÍSLENSKI HÓPURINN Stillir hér sér upp saman eftir glæsilegan sigur á Dönum í riðlakeppn-
inni. Þrátt fyrir að skora tíu mörk komst liðið ekki áfram; bandarísku stúlkurnar fóru áfram
þar sem þær fengu færri mörk á sig.
GOLF Birgir Leifur Hafþórsson
heldur áfram að gera góða hluti á
Evrópsku áskorendamótaröðinni
en hann keppir nú á Adamstal-
vellinum í Austurríki á Man No
mótinu svokallaða. Birgir Leifur
var í 15. til 21. sæti eftir annan
hringinn á samtals fjórum högg-
um undir pari en lét mikið að sér
kveða í gær.
Hann byrjaði með látum og lék
á 29 höggum á fyrri níu holunum
þar sem hann fékk fimm fugla,
einn örn og einn skolla. Hann sla-
kaði örlítið á í síðari hringnum og
lék hann á pari eða 35 höggum þar
sem hann fékk einn tvöfaldan
skolla og tvo fugla. Birgir er á
meðal efstu manna fyrir loka-
hringinn í dag og verður spenn-
andi að sjá hvort hann nái að halda
uppteknum hætti. - hþh
Birgir Leifur Hafþórsson:
Spilaði frábært
golf í gær
BIRGIR LEIFUR Hefur staðið sig virkilega vel
í Austurríki og er smátt og smátt að þokast
upp listann á áskorendamótaröðinni þar
sem hann er nú í 105. sæti en hefur hæst
verið í sæti 85. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR
MEÐ GUÐBJÖRGU
GUNNARSDÓTTUR60 SEKÚNDUR
Fótbolti er... lífið.
Valur er... besta lið í heimi.
Íslensk kvennaknattspyrna er... á
uppleið.
Elísabet Gunnarsdóttir er... besti
þjálfari sem ég hef haft.
Að verja vítaspyrnu er... 50/50
Af hverju markið? Flottasta staðan á
vellinum.
Hver er skrýtnust í Val? Katrín Jóns-
dóttir.
Verður Valur Íslandsmeistari? Við
verðum að sjá til.
Efnilegasta knattspyrnukona lands-
ins... Guðný Óðinsdóttir.
Besta íslenska knattspyrnukona frá
upphafi... Margrét Lára Viðarsdóttir,
Ásthildur Helgadóttir og Hólmfríður
Magnúsdóttir.
Myndarlegasti knattspyrnumaður-
inn... Ólafur Gunnarsson, markmaður.
Besti drykkurinn... Fjörmjólk.
FM eða X-ið.. FM
Bold and the Beautiful eða
Neighbours? Klárlega Bold and the
Beautiful.
KÖRFUBOLTI Sigurður Ingimundar-
son, landsliðsþjálfari í körfubolta,
greindi frá því í viðtali sem birtist
á heimasíðu alþjóða körfuknatt-
leikssambandsins að íslenska liðið
treysti alls ekki bara á þá Jón
Arnór Stefánsson og Jakob Sig-
urðsson sem taldir eru upp sem
bestu menn liðsins. Íslenska lands-
liðið er að undirbúa sig fyrir
undankeppni Evrópumótsins og
hefur æft saman frá 14. júlí.
„Við erum með marga hæfi-
leikaríka leikmenn í öllum stöðum
en við treystum á að binda vörnina
okkar saman. Við treystum ekki á
einstaka leikmenn, við spilum sem
ein liðsheild. Liðið tapar ekki ef
Jakob eða Jón skorar ekki mikið,
þannig virka hlutirnir ekki hjá
okkur. Við þurfum að vera ein-
beittir og tilbúnir í alla leiki í
keppninni. Við vitum að við þurf-
um að eiga okkar besta leik til að
eiga möguleika,“ sagði Sigurður.
„Við stefnum á að komast áfram,
en vitum að það verður mjög, mjög
erfitt. Það væri stórkostlegt fyrir
íslenska körfubolta ef við kæm-
umst í lokakeppnina,“ bætti lands-
liðsþjálfarinn við en Ísland er í
riðli með Georgíu, Finnlandi,
Lúxemborg og Austurríki. - hþh
Sigurður Ingimundarson:
Við spilum sem
ein liðsheild
SIGURÐUR Landsliðsþjálfarinn telur að
verkefnið framundan verði mjög erfitt.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Lyn vann íslendingaslaginn
Stefán Gíslason og félagar hans í norska
liðinu Lyn unnu góðan 2-1 sigur á Vål-
erenga, liði Árna Gauts Arasonar. Báðir
landsliðsmennirnir spiluðu allann leik-
inn fyrir lið sín en Lyn er þar með komið
upp í áttunda sæti deildarinnar, tveimur
sætum fyrir neðan Vålerenga.
> Indriði farinn frá Ipswich
Indriði Sigurðsson er enn að leita sér
að nýju liði á Englandi en hann fékk
ekki samning hjá Ipswich þar sem
hann var til reynslu í vikutíma. Indriði
meiddist lítillega í æfingaleik með
liðinu en hann fór til Ipswich fyrir tilstilli
Hermanns Hreiðarssonar, sem mælti
með landsliðsfélaga sínum. „Ég vil
þakka Indriða fyrir allt sem hann lagði á
sig í vikunni. Við munum þó ekki halda
áhuga okkar áfram á
þessu stigi,“ sagði
Jim Magilton, stjóri
Ipswich, á opinberri
heimasíðu félagsins
en Indriði var til
reynslu hjá
Southamp-
ton áður
en hann
fór til
Ipswich.