Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 14
24. júlí 2006 MÁNUDAGUR14
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
ALLT SEM fiIG VANTAR
ER Á VISIR.IS/ALLT
n‡ vöru- & fljónustu-
skrá á visir.is
Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar
réði inn starfsmenn frá öryggisþjón-
ustum til að aðstoða við öryggisleit á
vellinum þegar bregðast þurfti skjótt
við athugasemdum eftirlitsstofnunar
Evrópska efnahagssvæðisins um
skort á flugvernd. Þykir mörgum
þetta skref í átt að einkavæðingu
öryggisgæslu á vellinum.
Sigurður Örn Hilmarsson, formaður
Stúdentaráðs, segist hafa skilning á
þessum aðgerðum flugmálastjórnar
miðað við aðstæður.
„Þessum málum væri hins vegar
best komið undir stjórn lögreglu-
stjóra þar sem líkamsleit er alvarlegt
inngrip í friðhelgi einstaklingsins og
slíkt ætti einungis að vera á sviði
lögreglumanna. Auk þess krefst
slík leit ákveðinnar þjálfunar, en
Öryrkjabandalagið benti til dæmis á
að líkamsleit á fötluðu fólki kræfist
sérþjálfunar, sem ég efast um að
starfsmenn Securitas eða Öryggis-
miðstöðvar Íslands búi yfir.
Sigurður segir stóru spurninguna
snúast um hversu langt menn vilji
ganga í því að fela einkaaðilum
umsjón öryggismála. „Ég er uggandi
yfir öllum hugmyndum um auknar
valdbeitingarheimildir til einkarek-
inna öryggisfyrirtækja, og held til
dæmis að flestum myndi líka afar illa
við þá tilhugsun að vera stöðvaðir
af Blönduós hraðaeftirliti ehf. þó
svo að vegaeftirlitið væri örugglega
gróðavænlegur bisness.“
SJÓNARHÓLL
LEIT Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI
Einungis á sviði lögreglu
SIGURÐUR ÖRN HILMARSSON
Þeir eru ekki margir
erlendu ferðamennirnir
sem hægt er að tala við á
íslensku en blaðamaður
rakst þó á tvo slíka fyrir
skemmstu. Austurríkis-
mennirnir tveir sækja
íslenskutíma í Vínaborg og
slá nú um sig hér á landi.
„Við elskum Ísland,“ segir Roland
Hell og hlær líkt og félagi hans
Stefan Rieger. „Við höfum nú í
eitt ár sótt íslenskutíma í Vínar-
borg og við munum gera svo
áfram hjá Steinunni Harðardóttur
næsta vetur. Ástæðan fyrir því að
við ákváðum að læra íslensku er
sú að við eigum íslenskan vin í
Austurríki. Hann heitir Helgi
Jónsson og er í raun landsþekktur
þar fyrir söng sinn, hann syngur
eins konar djass og rokk. En þegar
við heyrðum þennan vin okkar
tala á sínu móðurmáli fannst
okkur þetta svo fallegt mál að við
vildum læra það. Svo er það nokk-
uð hagkvæmt fyrir mig því ég hef
svolítið verið að læra í norrænum
fræðum.“
Stefan segir að almennt hrífist
fólk ekki svo af íslenskunni í Aust-
urríki. „Mörgum finnst við vera
dálítið skrýtnir en það verður bara
að hafa það,“ segir hann og hlær
við. En ekki er allt jafn dásamlegt
við þetta tungumál. „Það er svolít-
ið basl með allar beygingarnar,“
útskýrir Roland, „og svo getur
verið erfitt að bera sum orð fram.
Til dæmis vatn,“ segir hann og er
engu líkara en hann snýti sér í
leiðinni. „Svo myndi ég til dæmis
ekki vilja heita Páll,“ segir hann
og er engu líkara en skelli í gómn-
um þegar tvöfalda ellið er borið
fram.
En þeir tvímenningar eru einn-
ig hrifnir af menningunni hér á
landi. „Við vorum nýlega í miðbæ
Reykjavíkur og hittum þá Tómas
Lemarquis sem leikur aðalhlut-
verkið í Nóa Albínóa,“ segir Rol-
and og kemst allur á flug. „Við
fengum eiginhandaráritun hjá
honum. Þetta var alveg frábær
reynsla, við höfum ekkert með
Bruce Willis og allar þessar Holly-
wood-stjörnur að gera nú þegar
við erum búnir að hitta Tómas,“
segir hann og brosir við.
Þeir hafa farið víða um Ísland
og voru á leið til Vestfjarða þegar
blaðamaður hitti á þá á Eiríksstöð-
um í Haukadal. „Þetta hefur verið
frábær ferð og styrkir okkur í
þeirri trú að það hafi verið vel
þess virði að læra íslensku,“ segir
Stefan. „Það er gaman að því hvað
fólk verður hissa þegar við tölum
íslensku. Við eigum alveg örugg-
lega eftir að koma aftur.“
jse@frettabladid.is
Féllu fyrir íslenskunni í Vín
ROLAND HELL OG STEFAN RIEGER Eftir að hafa setið sveittir yfir íslenskubókunum í vetur
er gott að geta slegið um sig á Íslandi á máli innfæddra. Þeir segjast hafa heillast strax af
málinu þegar þeir heyrðu íslenskan vin sinn tala það en hann er landsþekktur söngvari í
Austurríki. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Réttur til málsvarnar
„Þetta eru eðlilegir náungar
eins og ég og þú“.
SVEINN ANDRI SVEINSSON HÆSTA-
RÉTTARLÖGMAÐUR OG VERJANDI
HEFUR VAKIÐ ATHYGLI FYRIR AÐ
TAKA AÐ SÉR VÖRN HARÐSVÍR-
AÐRA GLÆPAMANNA EINS OG
DÓPSALA OG KYNFERÐISAFBROTA-
MANNA. FRÉTTABLAÐIÐ 23. JÚLÍ.
Breytt í listasafn
„Ég segi oft í gamni að lífið
byrji um áttrætt“.
JÓHANN EYFELLS LISTAMAÐUR
FLUTTI SIG UM SET TIL TEXAS Á
NÍRÆÐISALDRI ÞAR SEM HANN
BREYTTI BÚGARÐI SÍNUM Í LISTA-
SAFN. MORGUNBLAÐIÐ 23. JÚLÍ.
„Efst á baugi er nýliðin helgi, við vorum að
spila á föstudag og laugardag, það var afskap-
lega gaman. Ég var að spila á Players í
Kópavogi og á Traffic í Keflavík í gær,“
segir Tómas Tómasson, bassaleikari
Stuðmanna. „Við erum að spila núna
alveg hverja helgi, fram til 26. ágúst,
þá eru Stuðmenn komnir í frí og eng-
inn veit hvað gerist.“ Spurður hvað
hann ætli að gera í fríinu segist Tómas
búast við því að fara til Grikklands. „Ég
hef komið þangað áður en ég ætla að
reyna að fara til Krítar núna“.
„Ég er afskaplega mikill bóhem, sit
á kaffihúsum og les blöð,“
segir Tómas þegar blaða-
maður spyr hann hvað
hann geri þegar hann
fær frí frá tónleika-
haldi. „Semja? Nei, nei, ég gaf mér það
loforð fyrir tíu árum að ég ætlaði
aldrei að gera sólóplötu,“ en
Tómas hefur þó haslað
sér völl sem rithöfundur
þar sem hann gaf út
bókina Sögur Tómasar
frænda á síðasta ári.
„Það er von á ann-
arri, það verða miklu
svæsnari sögur en
áður. Hún
seldist í
þúsund
eintökum
þannig að
ég ætla að
verða miklu
svæsnari í
næstu bók og ná henni upp í 1.500 eintök.“
„Við erum svo skynsamir að gera aldrei of
mikil plön, við hringjum bara í hvern annan
þegar einhver góð hugmynd kemur upp,“ segir
Stuðmaðurinn en hann spilaði inn á fyrstu
plötu hljómsveitarinnar árið 1975.
Í vetur ætlar Tómas að spila með Snilling-
unum, sem hann segir vera mjög skemmti-
legan félagsskap. „Við erum bara að spila í
einkasamkvæmum, það er draumur hvers
poppara að spila í einkasamkvæmum, þetta
er þægileg innivinna, það er vel borgað og
skemmtilegt fólk,“ en Tómas hefur spilað með
hljómsveitinni í um átta ár.
Stuðmenn verða á þremur stöðum um
verslunarmannahelgina; í Galtalæk, Vest-
mannaeyjum og Reykjavík.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? TÓMAS TÓMASSON TÓNLISTARMAÐUR
Er afskaplega mikill bóhem
Þær Margrét Þóra Einarsdóttir og
Guðrún Blöndal hafa hleypt af
stokkunum fjáröflun fyrir
munaðarlaus og fötluð börn í
Mapútó í Mósambík undir yfir-
skriftinni Gerum eitthvað gott -
gerum það saman. Í Mapúto er
rekin Mutanyana Weru miðstöðin
fyrir þessi börn og mun ágóði
verkefnisins renna til kaupa á
húsgögnum og öðrum nauðsynj-
um inn í nýtt húsnæði hennar.
Fjáröfluninni er skipt í nokkrar
safnanir en sú fyrsta verður söfn-
un á húsgögnum sem verða seld á
flóamarkaði í samstarfi við Skáta-
félagið Klakk og er liður í Akur-
eyrarvöku sem verður 26. ágúst.
Guðrún Blöndal segist lengi
hafa dreymt um að fara til útlanda
í hjálparstarf en þar sem hún hafi
ekki tök á því núna hafi komið upp
sú hugmynd að vinna hjálparstarf
að heiman frá sér. „Okkar tenging
við Mósambík er Marta Einars-
dóttir, sem vinnur hjá Þróunar-
samvinnustofnun Íslands, og
grunnhugmyndin er líka sú að við
sjáum nákvæmlega hvert pening-
arnir fara og við fylgjum verkefn-
unum eftir,“ segir Guðrún.
Guðrún segir að viðbrögðin
hafi verið mjög góð og að verkefn-
ið sé sífellt að stækka. „Suma daga
á maður meiri peninga en aðra en
maður á samt allt, maður er bara
fúll ef maður kemst ekki til
útlanda tvisvar á ári og á ekki
heitan pott,“ segir Guðrún en hug-
myndin er að fólk gefi eitthvað
sem það geti verið án. Frekari
upplýsingar um verkefnið er að
finna á heimasíðunni http://
www.123.is/gott/. - gþg
Það geta allir tekið þátt í þróunarhjálp
MÓSAMBÍK Börn í Mutanyana Weru miðstöðinnni í Maputo. FRÉTTABLAÐIÐ/MARTA EINARSDÓTTIR