Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 22
 24. júlí 2006 MÁNUDAGUR4 Úrval tilbúinna gosbrunna hefur sjaldan verið meira. Hvern dreymir ekki um að hafa gosbrunn í garðinum? Nú til dags er það ekki mikið mál, þú þarft ekki að vera neinn sérfræðingur til að koma upp gosbrunni og í verslunum má finna mikið úrval tilbúinna gos- brunna. Hægt er að fá alls kyns styttur og fígúrur sem spúa vatni en einnig eru hefðbundnir gos- brunnar sem settir eru í tjarnir. Gosbrunnar lífga upp á garðinn og eru sannarlega mikil prýði. Svo er líka svo notalegt að hlusta á gjálfrið í vatninu meðan maður slappar af í garðinum. Gosbrunnur í garðinn Þessi gosbrunnur sem fæst í Garðheim- um lætur lítið fyrir sér fara en er ákaflega fallegur. Skemmtilegur froskagosbrunnur sem fæst í Garðheimum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Sprænandi drengur. Þessi gosbrunnur fæst í Garðheimum. Rómantískur gosbrunnur úr Blómavali. Klassískur og einfaldur gosbrunnur úr Byko. Froskur og fiskur sem spúa vatni. Þessir félagar fást í Byko. Sjálfsíkviknun getur orðið í tuskum með viðar- og fúavörn. Á sumrin fara menn gjarnan að huga að viðar- og fúavörn grind- verka, sólpalla og viðarveggja. Því er ástæða til að minna á að sjálfsíkviknun getur orðið í tusk- um sem notaðar hafa verið til að bera olíu á yfirborð úr tré. Sjálfs- íkviknunin getur ekki gerst í dós- inni og gerist ekki heldur þegar olían er borin á yfirborðið. Hún getur hins vegar orðið þegar olíu- blautum tuskum er safnað saman í einn haug. Dæmi eru um að eldri timbur- hús og sumarbústaðir hafi brunn- ið vegna þess að olíublautum tusk- um og penslum hefur verið safnað saman í haug eða í poka og þetta svo skilið eftir í húsinu eða á sól- pallinum. Nokkrum klukkustund- um síðar kemur upp eldur. En hvernig verður sjálfsíkvikn- un vegna olíu? Þegar búið er að bera olíuna á viðinn gengur hún í efnasamband við súrefni loftsins, sem gerir það að verkum að olían getur þornað og harðnað. Við þetta efnasamband verður til örlítil orka, í formi hita. Undir venjuleg- um kringumstæðum hverfur þessi örlitli hiti þegar yfirborðið sem olían var borin á kólnar og engin hætta stafar af því. Eins er engin hætta á að eldur kvikni sjálfkrafa þegar efnið er í dósinni. Hins vegar er það vel þekkt staðreynd að þegar tuskur eru bleyttar í olíu og svo safnað saman í haug, eða settar saman í poka, nær ekki sá örlitli hiti sem myndast að leiðast út úr haugnum. Hitinn vex því smátt og smátt. Því heitara sem verður í haugnum, því meiri orka myndast. Hitinn verður sífellt meiri og að lokum kviknar í haugn- um. Þetta er það sem kallast sjálfs- íkviknun. Hvernig má svo koma í veg fyrir svona bruna? Með því að breiða sem mest úr tuskunum þannig að loft eigi sem greiðastan aðgang að þeim. Þegar tuskurnar eru orðnar þurrar er í lagi að safna þeim saman til seinni tíma nota. (www.bsr.is) Olíublautar tuskur skapa eldhættu ������������������������������ ������������������������������������������� ����������������������������������������������������� Borð H úsgagna Lagersala 20. - 31. júlí 9-18 virka daga10-16 laugadag Krókhálsi 10simi: 557-9510 Allt að 80% afsláttur af útlitsgölluðum vörum Komdu og gerðu góð kaup Sófar og margt fleira...Rúm Skápar Speglar Púðar Nuddstólar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.