Fréttablaðið - 24.07.2006, Síða 22

Fréttablaðið - 24.07.2006, Síða 22
 24. júlí 2006 MÁNUDAGUR4 Úrval tilbúinna gosbrunna hefur sjaldan verið meira. Hvern dreymir ekki um að hafa gosbrunn í garðinum? Nú til dags er það ekki mikið mál, þú þarft ekki að vera neinn sérfræðingur til að koma upp gosbrunni og í verslunum má finna mikið úrval tilbúinna gos- brunna. Hægt er að fá alls kyns styttur og fígúrur sem spúa vatni en einnig eru hefðbundnir gos- brunnar sem settir eru í tjarnir. Gosbrunnar lífga upp á garðinn og eru sannarlega mikil prýði. Svo er líka svo notalegt að hlusta á gjálfrið í vatninu meðan maður slappar af í garðinum. Gosbrunnur í garðinn Þessi gosbrunnur sem fæst í Garðheim- um lætur lítið fyrir sér fara en er ákaflega fallegur. Skemmtilegur froskagosbrunnur sem fæst í Garðheimum. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Sprænandi drengur. Þessi gosbrunnur fæst í Garðheimum. Rómantískur gosbrunnur úr Blómavali. Klassískur og einfaldur gosbrunnur úr Byko. Froskur og fiskur sem spúa vatni. Þessir félagar fást í Byko. Sjálfsíkviknun getur orðið í tuskum með viðar- og fúavörn. Á sumrin fara menn gjarnan að huga að viðar- og fúavörn grind- verka, sólpalla og viðarveggja. Því er ástæða til að minna á að sjálfsíkviknun getur orðið í tusk- um sem notaðar hafa verið til að bera olíu á yfirborð úr tré. Sjálfs- íkviknunin getur ekki gerst í dós- inni og gerist ekki heldur þegar olían er borin á yfirborðið. Hún getur hins vegar orðið þegar olíu- blautum tuskum er safnað saman í einn haug. Dæmi eru um að eldri timbur- hús og sumarbústaðir hafi brunn- ið vegna þess að olíublautum tusk- um og penslum hefur verið safnað saman í haug eða í poka og þetta svo skilið eftir í húsinu eða á sól- pallinum. Nokkrum klukkustund- um síðar kemur upp eldur. En hvernig verður sjálfsíkvikn- un vegna olíu? Þegar búið er að bera olíuna á viðinn gengur hún í efnasamband við súrefni loftsins, sem gerir það að verkum að olían getur þornað og harðnað. Við þetta efnasamband verður til örlítil orka, í formi hita. Undir venjuleg- um kringumstæðum hverfur þessi örlitli hiti þegar yfirborðið sem olían var borin á kólnar og engin hætta stafar af því. Eins er engin hætta á að eldur kvikni sjálfkrafa þegar efnið er í dósinni. Hins vegar er það vel þekkt staðreynd að þegar tuskur eru bleyttar í olíu og svo safnað saman í haug, eða settar saman í poka, nær ekki sá örlitli hiti sem myndast að leiðast út úr haugnum. Hitinn vex því smátt og smátt. Því heitara sem verður í haugnum, því meiri orka myndast. Hitinn verður sífellt meiri og að lokum kviknar í haugn- um. Þetta er það sem kallast sjálfs- íkviknun. Hvernig má svo koma í veg fyrir svona bruna? Með því að breiða sem mest úr tuskunum þannig að loft eigi sem greiðastan aðgang að þeim. Þegar tuskurnar eru orðnar þurrar er í lagi að safna þeim saman til seinni tíma nota. (www.bsr.is) Olíublautar tuskur skapa eldhættu ������������������������������ ������������������������������������������� ����������������������������������������������������� Borð H úsgagna Lagersala 20. - 31. júlí 9-18 virka daga10-16 laugadag Krókhálsi 10simi: 557-9510 Allt að 80% afsláttur af útlitsgölluðum vörum Komdu og gerðu góð kaup Sófar og margt fleira...Rúm Skápar Speglar Púðar Nuddstólar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.