Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 47
MÁNUDAGUR 24. júlí 2006 191 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 Það er ansi hvimleitt þegar borgar- stjóri vor getur vart komið fram í fjölmiðlum án þess að tala borgina, sem hann stjórnar, niður. Reykja- vík sé bæði skítug og ljót. Í mínum huga er Reykjavík hvorki skítug né ljót enda margt verið gert undanfarin ár til að bæta umhverfi hennar. Hins vegar má alltaf gera betur, ekki síst í því efni að höfða til borgarbúa sjálfra, þó að borgin beri vissulega ábyrgð. Það er gott að fara í hreinsunarátak, en það skilar litlu ef því er ekki fylgt eftir, hin daglega umgengni skiptir mestu máli og er í raun eina leiðin til að halda borginni okkar hreinni, hugarfar okkar sjálfra. Fegrun borgarinnar á ekki að vera á pólitískum forsendum og umhverfast um það að slá gamla góða Villa til riddara. Ég hef mik- inn áhuga á umhverfi mínu og hef hingað til ekki litið á það pólitísk- um augum að hirða kringum mig. Vonandi gengur hreinsun borgar- innar vel og allir borgarbúar, ein- staklingar jafnt sem fyrirtæki, líta í eigin barm og bæta umgengni sína um borgina. Þetta er sameig- inlegt verkefni okkar allra og hafið yfir pólitíska refskák. Ef nálgast á hreinsun borgar- innar út frá pólitískum forsendum og persónugera hana í einum manni er hætt við að borgarbúar missi áhugann á verkefninu og treysti á að Villi reddi málunum einn og óstuddur. Gangi um borg og bý með ruslapoka í annarri, rekuna í hinni og ljósmyndara á hælunum. Pólitísk ruslatínsla UMRÆÐAN HREIN BORG ÆGIR MAGNÚSSON SÉRKENNARI Fegrun borgarinnar á ekki að vera á pólitískum forsendum og umhverfast um það að slá gamla góða Villa til riddara. Tillögur starfsnámsnefndar um breytta tilhögun framhaldsskóla- náms fela í sér að skólarnir fá aukið frelsi til mótunar náms en jafnframt aukna ábyrgð. Sam- kvæmt tillögum nefndarinnar verður framhaldsskólum gert kleift að bjóða nám sem miðast við þarfir og lokamarkmið nemenda með hliðsjón af kröfum næsta skólastigs og/eða atvinnulífs. Með því að falla frá þeirri aðgreiningu sem nú tíðkast á bóknámi og starfsnámi væri jafnframt stigið mikilvægt skref í þá átt að gera starfsnám að fýsilegri valkosti þegar ákvörðun er tekin um nám í framhaldsskóla. Að sama skapi væri nemendum auðveldað að skipta um námsbraut eftir að nám er hafið þar sem kjarninn væri alls staðar hinn sami og teknar einingar nýttust á nýrri braut. Ég hef lagt áherslu á að það sé inntak náms er mestu máli skiptir en ekki árafjöldi. Að sjálfsögðu er eðlilegt að gera nemendum kleift að ljúka framhaldsskóla á sama aldri og nemendur í þeim ríkjum sem við berum okkur saman við en það er líka jafnsjálfsagt að nemendur og skólar geti valið önnur mörk námstíma. Mikilvægt er að með auknu valfrelsi og sveigjanleika verði komið til móts við þarfir og markmið sem flestra. Samkvæmt tillögum starfsnáms- nefndar munu nemendur í fram- haldsskólum einfaldlega ljúka námi á þeim tíma sem nauðsynleg- ur er til að ná settum markmiðum í samræmi við eigin áhuga og kröfur. Þannig mun lengd náms til stúdentsprófs ráðast af framboði náms í hverjum skóla fyrir sig, innra skipulagi skóla og vali við- komandi nemanda. Líta verður á skólagöngu ung- menna sem eina heild, allt frá því að nám í grunnskóla hefst þar til viðkomandi einstaklingur lýkur námi. Á undanförnum áratug hefur fjöldi nemenda í háskólum landsins tvöfaldast og æ algeng- ara er að námsferli ljúki með háskólaprófi. Þessi framvinda speglar breytingar á þjóðfélaginu og alþjóðlegu umhverfi. Markmið okkar á að vera að íslenskum ungmennum bjóðist fjölbreyttir menntunarmöguleik- ar sem gera þá að upplýstum og þroskuðum þjóðfélagsþegnum og veita þeim sem flest tækifæri í atvinnulífi framtíðarinnar. Á grundvelli tíu skrefa samkomu- lagsins milli Kennarasambands Íslands og mín er nú verið að vinna mikið starf sem miðar að því að efla íslenskt skólakerfi. Þar er verið að skoða marga mikilvæga þætti og má nefna sem dæmi efl- ingu íslenskrar kennaramenntun- ar. Í vinnu starfsnámsnefndar var leitast eftir því að ná breiðri sam- stöðu um hvaða leiðir væru skyn- samlegar til að efla framhalds- skólann og auka aðsókn að starfsnámi. Í nefndinni áttu sæti fulltrúar helstu hagsmunaaðila, s.s. framhaldsskólanna, Kennara- sambandsins, launþega, atvinnu- lífs og þingmenn úr jafnt stjórn sem stjórnarandstöðu. Þau við- brögð sem tillögur nefndarinnar hafa fengið vekja vonir um að unnt verði að sætta mismunandi sjónarmið á grundvelli þeirra enda verði rammi nýja framhalds- skólans nægjanlega víður til að ólík viðhorf njóti sín og fjölbreyti- legar hugmyndir fái svigrúm til að sanna ágæti sitt. Það er eðlilegt að skiptar skoð- anir séu um hvaða leiðir beri að fara við breytingar á menntakerf- inu enda miklir hagsmunir í húfi, sem er menntun barnanna okkar. Menntakerfið verður hins vegar að vera í stöðugri þróun og taka mið af breyttum aðstæðum og þörfum í samfélaginu. Með tillög- um starfsnámsnefndar og því starfi sem nú á sér stað undir merkjum tíu skrefa samkomu- lagsins er vonandi að víðtæk sam- staða náist um áframhaldandi þróun og eflingu íslenska skóla- kerfisins. Aukið valfrelsi, aukin ábyrgð UMRÆÐAN NÝR FRAMHALDS- SKÓLI ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu um hvaða leiðir beri að fara við breytingar á menntakerfinu enda mikl- ir hagsmunir í húfi, sem er menntun barnanna okkar. Menntakerfið verður hins veg- ar að vera í stöðugri þróun og taka mið af breyttum aðstæð- um og þörfum í samfélaginu. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.