Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 62
24. júlí 2006 MÁNUDAGUR34
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1 Íslandsvinir.
2 Fjórða sætið.
3 Njörður.
LÁRÉTT
2 dræsa 6 tveir eins 8 því næst 9
fæða 11 hreyfing 12 stuttur 14 trufla
16 skóli 17 niður 18 kærleikur 20
guð 21 viðlag.
LÓÐRÉTT
1 ætla 3 í röð 4 vanvirkur 5 soðning-
ur 7 ljúka 10 temja 13 suss 15
hástétt 16 blástur 19 drykkur.
LAUSN
Steinunni Jóhannesdóttur rit-
höfundi barst á dögunum skrifleg
fyrirspurn frá Hollandi um hvort
hægt væri að færa sönnur á að hol-
lenski listamaðurinn Rembrandt
van Rjin hefði málað mynd af Guð-
ríði Símonardóttur, eiginkonu Hall-
gríms Péturssonar, og hvort mögu-
lega væri hægt að hafa uppi á mál-
verkinu.
Málavextir eru þeir að Hollend-
ingur einn hafði lesið þýska þýðingu
á Reisubók Guðríðar Símonardóttur,
sögulegri skáldsögu eftir Steinunni
sem hún byggir á ævi Guðríðar. Þar
segir meðal annars frá vikudvöl
hennar í Amsterdam í ágúst árið
1636. „Þar leiddi ég Guðríði til
fundar við hinn unga Rembrandt og
Saskiu konu hans,“ segir Steinunn.
„Saskia sat reglulega fyrir hjá
manni sínum en í skáldsögunni
hleypur Guðríður í
skarðið fyrir hana brot
úr degi og fær skissuna
að launum.“
Bréfritarinn áttaði
sig ekki á að um skáld-
skap var að ræða og
veðraðist svo mikið
upp við lestur bókar-
innar að skissan varð
að málverki. Hann
hafði rakleiðis sam-
band við forstöðu-
mann bókasafns
Rembrandts-hússins í
Amsterdam, sem varð
ekki minna upprifinn þegar hann
heyrði tíðindin en mikil hátíðarhöld
eru í Hollandi um þessar mundir í
tilefni þess að 400 ár eru liðin frá
fæðingu Rembrandts. Hófst
þá mikil fjársjóðsleit þar
sem forstöðumaðurinn og
hjálparsveinn hans einsettu
sér að finna meistaraverkið
og settu sig því í samband við
Steinunni. „Getirðu sannað
að þetta málverk hafi verið
til væru það mikil tíðindi,
jafnvel þótt það sé glatað,“
stendur meðal annars í bréf-
inu til hennar.
„Ég varð því miður að
hryggja þá með því að segja
þeim að þessi saga væri bara
uppspuni af minni hálfu,“
segir Steinunn. „En ég bætti við að
sjálf hefði ég ákveðnar hugmyndir
um hvenær skissan glataðist, hefði
hún verið til, en það var þegar bær
Guðríðar og Hallgríms í Saurbæ
brann til kaldra kola í ágúst árið
1662. Þá er næsta víst að skissan
hefði orðið eyðileggingunni að bráð
en þeim er vitaskuld velkomið að
koma hingað og leita.“ - bs
Myndar eftir Rembrandt leitað á Íslandi
STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR Olli usla í
Amsterdam með sögulegri skáldsögu.
REMBRANDT OG
SASKIA Þessa mynd
málaði Rembrandt
af sér og eiginkonu
sinni árið 1641.
Hinn 22 ára gamli Sigurgeir Þór
Helgason vann nýlega æsispenn-
andi hæfileikakeppni meðal starfs-
manna ÍTR en eins ótrúlega og það
hljómar þá getur hann blístrað lag
með augunum. Sigurgeir framkall-
ar blístrið með því að halda fyrir
nef sér og blása út um augun. „Ég
hef getað gert þetta síðan ég var
smá krakki. Amma getur þetta líka
þannig að þetta er greinilega ein-
hver ættarhæfileiki,“ segir Sigur-
geir, nokkuð ánægður með sigur-
inn sem færði honum bikar til
eignar.
Sigurgeir flautaði lagið Atti
katti nóa í keppninni og gekk það
ágætlega. „Sumum finnst þetta
merkilegt en öðrum finnst þetta
bara ógeðslegt,“ segir Sigurgeir,
sem hefur heyrt um fleiri sem geta
gert þetta og telur þetta ekki vera
svo óalgengt þó ekki geti allir gert
þetta. „Þetta er ekkert vont, ekki
nema ég sé að leika einhverjar sin-
fóníur. Ég tárast aðeins við þetta.“
Í sumar vinnur Sigurgeir sem leið-
beinandi á leikjanámskeiði en hann
segist ekki hafa sýnt krökkunum
þennan hæfileika sinn. „Ég hef
bara verið að sýna vinum mínum
þetta en það er aldrei að vita nema
ég taki sýningu fyrir krakkana við
tækifæri.“ - snæ
Getur flautað með augunum
Vígtennur eins og þær sem varúlfar
og vampírur skarta eru í hugum
flestra eitthvað sem á bara heima í
kvikmyndum en hér á landi er
staddur sérfræðingur í vígtanna-
gerð að nafni Nash og geta áhuga-
samir kynnt sér verk hans hjá húð-
flúrastofunni Stúdíó 54 þar sem
Fjölnir Bragason ræður ríkjum.
Reyndar er þetta ákaflega við-
kunnalegur náungi sem
býr rétt fyrir utan
New York.
Hann talar
hratt en hefur
augljóslega
gaman af því að vera hér á Íslandi.
„Ég er hér til að kynna vígtennur
sem líkamsskraut,“ segir Nash en
viðurkennir að þetta sé ekki jafn
vinsælt og götun eða húðflúr. „Þetta
hefur samt sem áður verið að ryðja
sér rúms og er orðið nokkuð vin-
sælt á alþjóðavísu,“ bætir Nash við
og segir að varúlfstennurnar séu
eftirsóttastar.
Nash hefur verið á ferðalagi að
undanförnu og meðal annars komið
við í Ástralíu auk þess að hafa
staldrað við í flestum ríkjum Banda-
ríkjanna. Reyndar hófst þetta tann-
ævintýri Nash fyrir algjöra slysni
því hann segist fyrst og fremst vera
tónlistamaður. „Ég var með langar
tennur þegar ég var yngri og fór til
tannlækna sem reyndu að laga þær.
Þegar ég var síðan að spila á tón-
leikum sá ég strák með svona tenn-
ur og fór til tannlæknis sem útbjó
svona handa mér. Móður minni var
svo illa við þær að hún eyðilagði
þær eina nóttina. Það stöðvaði mig
þó ekki, ég fékk efnið hjá tannlækni
og ég bjó bara til nýjar. Vinum
mínum fannst þetta töff og svo
byrjaði boltinn að rúlla,“ útskýrir
Nash og segir að fjölskyldunni sinni
hafi ekkert litist á þessa atvinnu-
grein hans til að byrja með. „Þau
voru skíthrædd við allt þetta brjál-
aða fólk sem ég kynni að komast í
tæri við,“ segir Nash en að gefnu
tilefni skal tekið fram að tennurnar
eru gerðar úr plasti og því þurfa
viðskiptavinirnir ekki að hafa
áhyggjur af því að þeir verði með
vampírutennur til eilífðar.
Nash er orðinn nokkuð þekktur
fyrir handbragð sitt og hafa kvik-
myndaframleiðendur haft samband
við hann þegar gera á vampíru-
myndir. „Það eru aðallega tækni-
brellumeistararnir sem koma að
máli við mig og vilja fá ráð,“ útskýr-
ir Nash en vill þó sem minnst gera
úr þessu sambandi sínu við Holly-
wood.
Nash fer héðan á þriðjudaginn
en er staðráðinn í að koma aftur
hingað enda segist hann kunna
ákaflega vel við land og þjóð. „Ég er
hvorki giftur né á börn en held að
ég hafi fundið rétta staðinn til að
leita.“ -fgg
VAMPÍRAN NASH: HANNAR VÍGTENNUR FYRIR ÍSLENDINGA
Fjölskyldan hrædd við brjálæðinga
KATE BECKINSALE Nash fékk símtal frá brellusérfræðing-
um kvikmyndarinnar Underworld og hann ráðlagði þeim
með tennurnar sem Kate Beckinsale var með.
NASH Heitir réttu nafni
Jonathan Miller og
vissi að Leifur Eiríksson
hefði fundið Ameríku.
Hann heimtaði því
að fá myndina af sér
tekna fyrir framan
kappann hjá Hallgríms-
kirkju.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
MEÐ ÓVENJULEGAN HÆFILEIKA
Sigurgeir getur flautað lag með
augunum og vann nýlega hæfi-
leikakeppni meðal starfsmanna
ÍTR út á þann hæfileika.
LÁRÉTT: 2 drós, 6 kk, 8 svo, 9 ala, 11
ið, 12 lágur, 14 raska, 16 ma, 17 suð,
18 ást, 20 ra, 21 stef.
LÓÐRÉTT: 1 skal, 3 rs, 4 óvirkur, 5 soð,
7 klárast, 10 aga, 13 uss, 15 aðal, 16
más, 19 te.
��������
��� ��� ��� ��� ���
��� �� ��� ��� ������
����� �� ��� �
�� �� �� �� ��
�� �� �� �� �
���������
�
�
��
���������
�
�
HRÓSIÐ FÆR
Kristinn Jakobsson knattspyrnu-
dómari, en að mati leikmanna á
Íslandsmótinu í knattspyrnu er
hann skilningsríkasti dómarinn.