Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 20
[ ] Tindur Hafsteinsson, sölustjóri hjá Creditinfo, og Anna S. Kristjánsdóttir hjá KB banka eru að breyta húsi sínu til að skapa fjölskylduvænna um- hverfi. „Við erum að búa til griðastað fyrir fjölskylduna, þar sem hægt verður að borða saman, spjalla, læra, horfa á sjónvarpið og fara í leiki,“ segir Tindur um stækkun sem verið er að gera út frá eldhúsinu á húsi þeirra Önnu og áætlað er að ljúki í haust. Tindur segir það ekki koma að sök þótt gólfflötur hússins stækki um 35 fermetra á kostnað garðsins, þar sem sá hluti garðsins sem hverfi sé hvort eð er dimmur og leiðinleg- ur og því lítið sem ekkert notaður. Ekki er nóg með að verið sé að breyta húsi Tinds og Önnu heldur er verið að endurhanna lóðina. „Við erum búin að reisa nýjan vegg á milli lóða, þar sem sá gamli lá undir skemmdum af völdum trjágróð- urs,“ segir Tindur. „Við bróðir minn vorum önnum kafnir við vinnu á veggnum frá því um páska, en nú á bara eftir að mála hann.“ Að sögn Tinds hefur líka verið skipt um jarðveg umhverfis heitan pott í garðinum, sem er sérstakur fyrir þær sakir að vera búinn til úr stuðlabergi. „Okkur Önnu langaði í heitan pott, þó ekki þennan dæmi- gerða plastpott sem upplitast oft með tímanum og lítil prýði er af. Við vildum frekar búa til pott sem félli vel að umhverfinu og fannst stuðlaberg kjörinn efniviður. Hug- myndin kviknaði þegar við sáum pott umkringdan stuðlabergi í Seljalandslaug. Við tókum hana skrefinu lengra með því að steypa botninn.“ Leifar af stuðlaberginu voru settar fyrir framan nýja vegginn. Fyrir utan að það brjóti upp garðinn segist Tindur ætla að setja upp grill og útiarinn þar á bak við. „Við ætlum svo að leggja antíkflísar frá BM Vallá framan við veginn, bæði vegna flottheita og svo er nóg af grasi í garðinum sem þarf að slá,“ bætir Tindur við og hlær. „Mark- miðið er að gera umhverfið eins viðhaldsfrítt og unnt er svo sam- verustundum fjölskyldunnar fjölgi.“ roald@frettabladid.is Heitur pottur úr stuðlabergi Í garðinum er gott rými fyrir útileiki barnanna, en Tindi og Önnu finnst mikilvægt að börnin fái gott svigrúm til að athafna sig. Hér sést yngsta dóttirin Snæfríður Blær, 5 ára, taka á sprett á meðan Ragnheiður Sóllilja fylgist með. Tindur með dóttur sinni, Ragnheiði Sólilju, og tíkinni Frigg. Hann segir hvergi betra að vera en í Garðabæ, meðal annars vegna þess hversu rólegt og veðursælt sé í hverfinu þar sem fjölskyldan býr. Svo finnst honum bæjarþjónustan til fyrirmyndar. Þessi myndarlegi veggur var reistur til að aðskilja lóð fjölskyldunnar og nágrann- anna, en tímabært var orðið að fjarlægja þann gamla sem lá undir skemmdum. Bræður Tinds hjálpuðu til við frágang á undirlagi og lagnakerfi fyrir pottinn. Grafa var síðan notuð til að raða steinunum eins og sólúri, fúað var á milli þeirra og potturinn sjálfur steyptur. Þótt töluverð vinna hafi farið í að koma pottinum upp tók það ekki nema þrjá daga að raða stuðlaberginu. Þessi glæsilegi pottur, sem er hvorki meira né minna en sautján tonna þungur, setur skemmtilegan svip á garðinn. Ekki er annað að sjá en að dætur Tinds og Önnu, Ragnheiður Sóllilja, 7 ára, og Margrét Mist, 10 ára, og vinkona þeirra Þórdís Hulda Árnadóttir skemmti sér vel enda tilvalið að bussla í vatninu á góðum sumardegi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Góð moppa er gulli betri. Maður nennir ekki að þrífa nema græjurnar séu í lagi. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir ���������������� �������������������� ��������������������������� ��������������������� ������������������������������ ������������������������ ����������������������� ���������������������� ���������������������� ��������������� ���������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.