Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 24.07.2006, Blaðsíða 52
 24. júlí 2006 MÁNUDAGUR24 Fimmtudaginn 19. lögðum við af stað frá Hvolsvelli eftir góðar móttökur á Hlíðarenda. Guðjón ákvað að koma við á Heilsugæslustöðinni sökum sárinda í ökkla. Þegar elskulegar starfskonurnar komust að því að við værum að hjóla ,,fyrir börnin hans Njarðar’’, þá hlúðu þær að sárum hans endurgjaldlaust og skrifuðu upp á bólgueyðandi lyf sem hann gleypti í sig. Drengirnir voru við það að gefast upp þegar þeir komu að Seljalandsfossi, en þar lagðist Dagbjartur niður og kallaði hástöfum á móður sína. Á meðan þeir veinuðu og streittust á móti vindi kom ég dóti okkar fyrir á Hótel Lundi í Vík í Mýrdal. Ég hjólaði svo á móti þeim og ekki var ástandið betra þegar við mættumst. Nú var hnéð á Guðjóni að gefa sig og ég dró því upp hitakremið sem fékk að smjúga inn að aumum vöðva. Við komum til Víkur rétt fyrir níu og þegar ég kom brunandi inn í bæinn náði ég í fyrsta sinn þeim merka áfanga að fara yfir hámarkshraða (50 km/klst.) á reiðhjóli. Guðjón fór strax á Halldórskaffi svo að hann gæti borðað í snarhasti og spilað, á meðan eldaði Dagbjartur dýrindis máltið á Hótel Lundi undir ljúfum tónum Rásar 1. Þegar þetta er skrifað sit ég í góðum félagsskap Ólafs Björgvins- sonar trésmiðs úr Reykjavík á Halldórs- kaffi. Hann vill ólmur veita vel af víni og smáaur í baukinn enda eru Össur og Njörður sko hans menn! Biður hann kærlega að heilsa Össuri. Eins og ávallt taka þjónustustúlkurnar vel á móti okkur og þennan pistil fékk ég að senda hjá Fríðu á Hótel Lundi. Hér geng ég bara inn í ólæst hús og geri mig heimakominn eins og ekkert sé. Næsti viðkomustaður er Geirland á Kirkjubæjar- klaustri þar sem móttökurnar verða ekki síðri. Vonandi verður þetta svona það sem eftir er ferðar... hversu mikið sem það nú verður? RÚNTAÐ UM LANDIÐ FYRIR SPES: GÍSLI HVANNDAL SKRIFAR FRÁ HRINGFERÐINNI Ókeypis fyrir börnin hans Njarðar GÍSLI Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP Ólafur Björgvinsson var sáttur við framtak þeirra stráka enda eru Össur og Njörður mennirnir hans. Stjórn á blóðþrýstingi LH inniheldur náttúruleg lífvirk peptíð sem geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi LH-drykkurinn er gerður úr undanrennu og er því fitulaus. Auk peptíðanna inniheldur hann í ríkum mæli kalk, kalíum og magníum en rannsóknir benda til að þessi steinefni hafi einnig jákvæð áhrif á blóðþrýsting. Fjöllistamaðurinn Hugleik- ur Dagsson hélt ljósmynda- sýningu í húsakynnum KronKron verslunarinnnar. Hugleikur hefur verið áber- andi í bókmenntalífi land- ans auk þess að vera valinn leikskáld ársins á Grím- unni. Honum er því greini- lega margt til lista lagt eins og gestir ljósmyndasýning- arinnar gátu borið vitni um. Ljósmyndir Hugleiks til sýnis ÁNÆGÐAR Þær Helga og Sissa voru ánægðar með það sem fyrir augum bar og nutu þess að skoða skemmtilegar myndir Hugleiks. LJÓSMYNDARINN Hugleikur var stoltur af verkum sínum sem voru til sýnis. LJÓSMYNDIRNAR Hugleikur hefur sýnt það að undanförnu að honum er margt til lista lagt og er ljósmyndasýningin bara enn ein rósin í hnappagatið fyrir þennan snjalla rithöfund. MÆTTU Í KRONKRON Þær Sigga og Hugrún létu sig ekki vanta á ljósmyndasýningu Hugleiks. GLAÐIR Í BRAGÐI Þeir Hjörtur og Mistik var ánægðir með verk Hugleiks. GÓÐIR SAMAN Þeir Mundi og Stefán Svan voru meðal þeirra fjöl- mörgu gesta sem litu inn í KronKron. Í GÓÐRA VINA HÓPI Þau Palli, Davíð Örn og Ástríður voru mætt og létu fara vel um sig á ljósmyndasýningunni. Glæsileg tískusýning var haldin á veitingastaðnum Vegamótum á laugardaginn. Ungir íslenskir hönnuðir sýndu þar afrakstur sinn og lögðu fjölmargir tísku- fíklar leið sína þangað til að sjá hvað væri það nýjasta í íslenskri tísku. Tískusýning í góða veðrinu FLOTT Þessi fyrirsæta skartaði þessum glæsilega sumarkjól á Vegamótum. GLÆSILEG HÖNNUN Kjóllinn vakti mikla athygli á Vegamótum þar sem ungir íslenskir hönnuðir létu ljós sitt skína. SÉRSTAKUR Strákatískan var mjög sérstök og skrautleg á köflum. Í GÓÐU STUÐI Þrátt fyrir að einhverjir muni varla láta sjá sig í þessum fötum gefa þau einhverja hugmynd um það sem koma skal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.