Fréttablaðið - 29.07.2006, Page 4

Fréttablaðið - 29.07.2006, Page 4
4 29. júlí 2006 LAUGARDAGUR GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 28.7.2006 Bandaríkjadalur 72,85 73,19 Sterlingspund 135,38 136,04 Evra 92,33 92,85 Dönsk króna 12,375 12,447 Norsk króna 11,735 11,805 Sænsk króna 9,996 10,054 Japanskt jen 0,6301 0,6337 SDR 107,67 108,31 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 127,9599 Gengisvísitala krónunnar HERÆFINGAR Rússneski herinn mun ekki halda neinar flotaæfingar nærri Íslandi nú eða síðar á þessu ári, að sögn Victors I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi. „Við komumst að því í gegnum fjölmiðla nýverið að íslensk félagasamtök, þar með talin Samtök herstöðva- andstæðinga, hefðu áhyggj- ur af því að herflotaæfingar yrðu haldnar við Ísland, svo við sendum inn fyrirspurn og fengum opinbert nei- kvætt svar í morgun frá yfirmanni rússneska sjóhersins,“ sagði Tatar- intsev í samtali við Fréttablaðið. Hann sagði að þó engin bein fyrirspurn hefði borist rússneska sendiráðinu varðandi málið hefði hann tekið spurninguna til sín. „Þetta voru óbeinar spurningar, en spurningar samt sem áður og því ákváðum við að leita upp- lýsinga um málið, enda er það réttur hvers einstakl- ings að spyrja spurninga sem þessara og starf okkar að svara þeim, sér- staklega þegar kemur að málefnum hersins,“ sagði Tatarintsev. Samtök herstöðvaandstæð- inga gagnrýndu í júní meintar fyrirhugaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland og óttuðust félagar samtakanna að með í för yrðu kjarnorkuknúin farartæki og skip sem gætu verið búin kjarnavopnum. - smk Sendiherra Rússlands á Íslandi segir rússneska herinn ekki væntanlegan: Engar æfingar við Ísland VICTOR I. TATARINTSEV FJARSKIPTI Stjórn Og Vodafone hefur ekki enn ákveðið hvort úrskurði Póst- og fjarskipta- stofnunar um skyldulækkun á lúkningagjöldum verði áfrýjað. Póst- og fjarskiptastofnun hefur skyldað farsímafélögin til þess að lækka lúkningagjöld niður í 7,49 krónur á mínútu fyrir 1. júní 2008. Lækkunin verður í fjórum þrepum og er fyrsta lækkunin 1. september næstkomandi. Forstjóri Og Vodafone greindi frá því í gær að fyrirtækið íhugaði að áfrýja úrskurðinum. Síminn fagnar lækkuninni, þar sem hún sé til hagsbóta fyrir neytendur. - mh Úrskurður um lækkun gjalda: Ekki ákveðið með áfrýjun MS drykkjarvörur í útileguna MS mjólkurdrykkirnir eru prótein- og kalkríkir og stútfullir af næringarefnum. Veldu þér ískaldan mjólkurdrykk í handhægum umbúðum í næstu verslun. LÍBANON, AP Ísraelar fengu ekki „grænt ljós“ á áframhaldandi árásir á Líbanon, þótt engin niður- staða hafi fengist á alþjóðaráð- stefnunni um Líbanon í Róm á miðvikudag. Þetta kom fram í máli Adam Ereli, talsmanns utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna í gær. Tók hann þar undir með Erkki Tuomioja, talsmanni Evrópusam- bandsins, sem lét sömu orð falla í fyrradag. Haim Ramon, dómsmálaráð- herra Ísraels, hélt þessu hins vegar fram á fimmtudag, enda hefur árásum Ísraela á Líbanon ekki linnt þó dragi nú úr mannfalli þar sem flestir hafa flúið átakasvæðin. Liðsmenn Hizbollah-samtakanna svara áfram í sömu mynt og skutu nýrri tegund öflugra sprengja á Ísrael í gær. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í gær að færa óvopnaða alþjóðlega eftirlitsmenn sína frá bækistöðum sínum í Suður-Líbanon. Ákvörðun- in var tekin eftir að Ísraelar skutu ítrekað á bækistöðvar eftir- litsmanna síðastliðinn þriðjudag, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli frá SÞ um að hætta þeim. Fjórir eftirlits- menn fórust í árásunum. Talsmenn SÞ hafa farið fram á að taka þátt í rannsókn hersins á þeim árásum, en Dan Gillerman, sendiherra Ísraela hjá SÞ, sagði í gær það ekki koma til greina. George W. Bush tilkynnti á blaðamannafundi í Wahington í gær að Condoleezza Rice, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, færi aftur til Mið-Austurlanda nú um helgina. Haft var eftir Rice að hún ætlaði sér að koma á „varanlegu“ vopnahléi. Átökin valda sífellt meiri usla í alþjóðapólitík og hafa nær öll þau ríki sem teljast til bandamanna Bandaríkjanna, auk Evrópusam- bandsins og SÞ, kallað eftir tafar- lausu vopnahléi og lofað Líbanon aðstoð. Bandaríkjamenn hafa hins vegar sagt að áður en til vopnahlés komi verði að semja um varanleg- an frið milli Hizbollah og Ísraels. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fundaði með George W. Bush Bandaríkjaforseta í gær og sagðist ætla að leita samþykktar öryggisráðs SÞ snemma í næstu viku á ályktun sem gæti orðið grundvöllur vopnahlés. Blair sætir nú auknum þrýstingi heima fyrir um að sýna samstöðu með ESB og SÞ, frekar en Bandaríkjunum. Sameinuðu þjóðirnar munu halda fund á mánudag með þeim löndum sem gætu boðist til að senda liðsmenn í alþjóðlegt friðargæslulið sem sent yrði til Líbanons. smk@frettabladid.is Ísrael var ekki gefið „grænt ljós“ á árásir Sameinuðu þjóðirnar fjarlægja óvopnaða eftirlitsmenn sína úr Suður-Líbanon, því árásir Ísraela á Líbanon halda áfram og svara liðsmenn Hizbollah enn í sömu mynt. Talið er að á sjöunda hundrað Líbanar hafi farist í árásunum. ÁFRAMHALDANDI ÁRÁSIR Ísraelskur hermaður ber sprengju að skriðdreka áður en sveit hans hélt inn í Líbanon í gær. Á sjöunda hundrað Líbanar hafa farist í átökunum undanfarnar rúmar tvær vikurnar og yfir fimmtíu Ísraelar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Varðandi myndbirtingu með fréttinni um eldri borgara á síðu 2 í blaðinu á fimmtudaginn s.l. skal það tekið fram að konan á myndinni tengist ekki fréttinni á nokkurn hátt. Hún er mjög ánægð með sitt hjúkrunarheimili sem er nálægt fyrra heimili hennar. ATHUGASEMD ���������������������������������� ������������� ������� ���� �������� �� ��������� ������ ����� ��������� ��������������� ������ �������� �������� ������� ���� ������� �� ������������������ �������� �������� ������������� ������������� ������������� ��������������� ��������������� ����������� ����������� ����������� ��������������� ��������������� ��������������� ��������������� �������������� �������� ���� ������������������ �� �������������������� ���� ���������������� �������� ������� ������ �� ������������������� �������������� �� ���������� ��������� ��������������������� ���� ��� �������������� ��������������� ����� �������� ������������ ��������������������� �� ��������������������� ������ ���������� ������� ������ ����� ��� ������������ ������ �������������� ����� ������������� ����������� ����������� ����������� ��������� ��������� �� ��������� ������������� ������������������� � ����� �������������� ��������������� ��� �������� �� ������ �� ���������� ������� �� ��� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� �� � � � � � � � � � � � �� �� �� �� �� �� �� �� �� ���� RÚSSNESKT HERSKIP Flotaæfingar eru ekki ráðgerðar hér við land á þessu ári. LÖGREGLUMÁL Vörubíll valt á hlið- ina í Bakkabakka á Norðfirði um hádegisbil í gær. Var verið að hífa byggingarefni af palli bílsins og varð þunginn til þess að hann valt. Enginn var í bílnum þegar óhappið átti sér stað en bílstjórinn var að vinna við stjórnbúnað kranans. Bíllinn slapp mjög vel og var honum ekið af vettvangi þegar hann var kominn á réttan kjöl. - öhö Vörubíll á Norðfirði: Féll á hliðina Á HLIÐINNI Bíllinn var mannlaus þegar hann valt. MYND/DANÍEL GEIR LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík varar við erlendum karlmanni sem reynt hefur að koma fölsuðum evrum í umferð. Maðurinn talar bjagaða ensku, er lágvaxinn, dökkur yfirlitum og líklega með gleraugu. Til hans hefur bæði sést við BSÍ í Reykjavík og í iðnaðarhverfi í Hafn- arfirði. Lögreglan veit um eitt tilfelli þar sem maðurinn bauð téðar evrur í skiptum fyrir bifreið en af þeim við- skiptum varð ekki. Fólk sem tekur við evrum í viðskiptum sínum er beðið að grandskoða útlit seðlanna vel og láta lögreglu vita ef það verð- ur vart við eitthvað óeðlilegt. - sh Varað við erlendum manni: Reynir að nota falsaðar evrur STJÓRNMÁL Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra ætlar að leggja fram frumvarp þegar Alþingi kemur saman í haust til að leið- rétta þær skerð- ingar sem orðið hafa á vaxtabót- um. Um 10.000 færri einstakl- ingar fá vaxta- bætur nú en í fyrra og helsta ástæðan er hækkun fast- eignamats sem nemur allt að 35 prósentum árið 2005. Greiðslur vaxtabóta eru um 700 milljónum lægri nú en í fyrra samkvæmt álagningarseðlum yfirvalda en framteljendum fjölgar þó um 2,9 prósent á milli ára. Ráðherra ætlar að kanna hvort eðlilegt sé að greiða dráttarvexti af þeim vaxta- bótum sem greiddar verða. - shá Fjármálaráðherra: Frumvarp um endurgreiðslur ÁRNI M. MATHIE- SEN OSLÓ, AP Norskir dómstólar hafa dæmt spænska útgerð til að greiða rúmar 342 milljónir króna í lausn- argjald fyrir þrjá togara sem gripnir voru við ólöglegar þorsk- veiðar nálægt Svalbarða fyrr í mánuðinum. Greiðslan er innborg- un á endanlega sekt útgerðarinn- ar, sem verður ákveðin fyrir dóm- stólum seinna á árinu. Saksóknarinn í Tromsö fór fram á 890 milljónir króna í refs- ingu fyrir að veiða um 600 tonnum af þorski ólöglega. Lögfræðingur útgerðarinnar var ánægður með útkomu mála og sagði að til stæði að kæra norsku landhelgisgæsl- una fyrir frelsissviptingu, eigna- nám og ólögmæta leit, á þeim grundvelli að fiskislóðir kringum Svalbarða tilheyri ekki Norðmönn- um einum. - kóþ Úrskurður í Tromsö: Togarar greiða lausnargjald

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.