Fréttablaðið - 29.07.2006, Síða 8
8 29. júlí 2006 LAUGARDAGUR
REYKJAVÍK
Ármann Ármannsson
160.848.115 kr.
Aðalsteinn Karlsson
132.917.861 kr.
Hreiðar Már Sigurðsson
110.032.665 kr.
Sigurður Helgason
92.206.665 kr.
Jákup á Dul Jacobsen
92.061.383 kr.
Þórarinn Elmar Jensen
87.504.752 kr.
Ingunn Gyða Wernersdóttir
83.923.596 kr.
Jón Ásgeir Jóhannesson
75.053.462 kr.
Auður Einarsdóttir
69.611.490 kr.
Jón Hjartarson
65.852.791 kr.
VESTURLAND
Einar S. Ólafsson, Eyja- og Miklaholtshreppi
54.186.285 kr.
Jóhannes S. Ólafsson, Akranesi
48.387.511 kr.
Ólafur Ólafsson, Eyja- og Miklaholtshreppi
21.533.963 kr.
Viðar Björnsson, Stykkishólmi
20.091.719 kr.
Hörður Sigurðsson, Stykkishólmi
20.012.148 kr.
VESTFIRÐIR
Ólafur Magnússon, Patreksfirði
18.958.161 kr.
Guðmundur R. Guðmundsson, Drangsnesi
17.305.871 kr.
Ásgeir Guðbjartsson, Ísafirði
12.384.524 kr.
Jakob Valgeir Flosason, Bolungarvík
12.492.362 kr.
Falur Þorkelsson, Bolungarvík
9.991.150 kr.
NORÐURLAND VESTRA
Ómar Ragnarsson, Blönduósi
9.821.051 kr.
Ásgrímur Gunnar Júlíusson, Siglufirði
9.419.979 kr.
Þórólfur Gíslason, Sauðárkróki
7.180.566 kr.
Hjördís Jónsdóttir, Húnavatnshreppi
7.022.334 kr.
Elías Guðmundsson, Húnaþingi vestra
6.372.180 kr.
LONDON, AP Nágrannar bandaríska
sendiráðsins í London saka bresk
stjórnvöld um að veita þeim ekki
vernd gegn hugsanlegum árásum
hryðjuverkamanna.
Nágrannarnir hafa bundist
samtökum og krefjast þess að
tveimur götum, sem sendiráðið
stendur við, verði lokað. Samtök-
in birtu á fimmtudag opnuaug-
lýsingu í breska dagblaðinu
Times og bandaríska dagblaðinu
Washington Post til að leggja
áherslu á kröfur sínar.
Bandaríska sendiráðið tók
bygginguna, sem stendur við
Grosvenor Square, í notkun árið
1960. - gb
Sendiráð BNA í London:
Nágrannarnir
segjast í hættu
NORÐURLAND EYSTRA
Þorsteinn Már Baldvinsson, Akureyri
16.317.087 kr.
Jóhannes Sigurðsson, Akureyri
14.859.760 kr.
Steingrímur Halldór Pétursson, Akureyri
10.975.777 kr.
Jón Ingvar Þorvaldsson, Ólafsfirði
10.358.013 kr.
Jóhannes Jónsson, Akureyri
9.608.841 kr.
AUSTURLAND
Elfar Aðalsteinsson, Eskifirði
78.377.661 kr.
Jón H. Sigurbjörnsson, Eskifirði
21.455.621 kr.
Tómas Már Sigurðsson, Egilsstöðum
8.935.546 kr.
Kristín Guttormsson, Neskaupstað
8.740.532 kr.
Mark Lennon Stanley, Eskifirði
7.604.525 kr.
SUÐURLAND
Guðmundur A. Birgisson, Ölfusi
127.494.394 kr.
Pétur Kristján Hafstein, Hellu
44.788.296 kr.
Ragnar Kristinn Kristjánsson, Flúðum
39.107.676 kr.
Jón Sigurðsson, Bláskógabyggð
27.169.004 kr.
Páll Breiðdal Samúelsson, Selfossi
21.317.566 kr.
Gunnar Andrés Jóhannsson, Rangárþingi ytra
18.438.905 kr.
VESTMANNAEYJAR
Magnús Kristinsson
44.176.524 kr.
Kristín Elín Gísladóttir
12.473.897 kr.
Smári Steingrímsson
6.320.313 kr.
Guðmundur Huginn Guðmundsson
6.223.011 kr.
Gylfi Viðar Guðmundsson
6.006.747 kr.
REYKJANES
Arngrímur Jóhannsson, Mosfellsbæ, (Akureyri)
170.809.499 kr.
Halldór Jón Kristjánsson, Garðabæ
94.348.461 kr.
Styrmir Þór Bragason, Seltjarnarnesi
80.764.366 kr.
Eiríkur Sigurðsson, Seltjarnarnesi
70.534.866 kr.
Jón Sigurðsson, Seltjarnarnesi
69.275.082 kr.
HÁLENDI Ferðafélag Íslands vígði
á fimmtudagskvöld nýja brú yfir
ána Farið sem er til móts við Ein-
ifellið um einn og hálfan kíló-
metra í suðvestur frá skála
félagsins.
Steingrímur J. Sigfússon
alþingismaður fór þessa leið í
fyrrasumar og sagði brúarleysið
hafa bætt fjórum til sex tímum
við ferðina. „Ég skrifaði um það
í gestabókina við Hagavatn að
það hefði gert okkur daginn tals-
vert erfiðari að hafa ekki brú á
þessum stað. Það er mjög erfið
gönguleið þarna þegar það þarf
að krækja fyrir Hagavatn og
ganga upp á Hagafellsjökul en
nú er hægt að fara beina leið yfir
Farið með tilkomu brúarinnar.“
Steingrímur segir spennandi
að fara hina leiðina fyrir þá sem
vilja leggja það á sig en þægindi
og öryggi fylgi því að hafa þessa
brú. „Þarna verður til mjög
skemmtileg gönguleið þar sem til
dæmis er hægt að fara að Blá-
fellshálsi, ganga með Jarlhettun-
um, koma við hjá Hagavatni, fara
svo yfir Farið og áfram.“
Ferðafélag Íslands hefur látið
byggja þrjár brýr á Farið, tvær
uppi við útfall vatnsins og aðra á
klöppunum neðan útfallsins. Nýja
brúin er enn neðar og í beinni leið
frá skálanum að Mosaskarði. - sdg
NÝJA BRÚIN Brúnni er ætlað að vera fær
gangandi mönnum, vélsleðum og jafnvel
hestum ef varlega er farið.
MYND/SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON
Ferðafélag Íslands vígði brú yfir ána Farið á fimmtudagskvöld:
Ný brú skapar aukið öryggi
tveir fyrir einn
á a›eins 100 flús.
Nissan Sunny ´91 ekinn a›eins 124.000 + Combi Camp 2000
(sá appelsínuguli). Hafa fengi› afbrag›svi›hald. Seljast
saman á a›eins 100.000. Uppl‡singar í síma 844 7920.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
ÁLAGNING Framteljendum á
Íslandi fjölgaði meira á síðasta
ári en dæmi eru um áður. Fjölg-
unin frá árinu á undan nam 6.900
manns og stafar hún fyrst og
fremst af auknum fjölda útlend-
inga sem eru hér við störf.
Heildarfjöldi framteljenda að
þessu sinni er 241.344 og greiða
þeir samtals 163,5 milljarða
króna í tekjuskatt og útsvar. Er
það 13 prósenta hækkun frá fyrra
ári. Frá þessari upphæð dragast
síðan tæpir átta milljarðar króna
sem koma til útborgunar um
mánaðamótin í formi vaxta- og
barnabóta auk ofgreiddrar stað-
greiðslu og fyrirframgreiddra
skatta af tekjum síðasta árs.
Greitt útsvar til sveitarfélaga
á síðasta ári nam alls 77,7 millj-
örðum króna og hækkar um 12,5
af hundraði frá árinu á undan.
Útsvarsgreiðendur eru samtals
234.171 og álagt útsvar á hvern
gjaldanda hækkar um níu prósent
frá ári til árs.
Reykvíkingar og Reyknesing-
ar greiða hæstu meðalálagning-
una en lægst er hún á Norður-
landi vestra og á Vestfjörðum.
Þannig koma sjö af tíu gjald-
hæstu einstaklingunum að þessu
sinni frá Reykjavík, tveir úr
skattaumdæmi Reykjaness og
einn af Suðurlandi.
Arngrímur Jóhannsson, sem
lengst af hefur verið kenndur við
flugfélagið Atlanta, er skatta-
kóngur ársins með ríflega 170
milljónir króna í heildargjöld.
Næstur honum kemur Ármann
Ármannsson, útgerðarmaður í
Reykjavík, með liðlega 160 millj-
ónir og Aðalsteinn Karlsson, sem
heildverslun A. Karlsson er kennd
við, er þriðji með tæpar 133 millj-
ónir króna í heildargjöld.
Eins og venja er liggja álagn-
ingaskrár frammi hjá embættum
skattstjóra um allt land í tvær
vikur eða til 11. ágúst næstkom-
andi að þessu sinni. Misjöfn
ánægja er með þessa ráðstöfun,
þannig reyndu ungir sjálfstæðis-
menn að hindra aðgengi almenn-
ings að skattskrám í Reykjavík í
gær. ssal@frettabladid.is
Skattgreiðendur sjö
þúsund fleiri en 2005
Metfjölgun skattgreiðenda á síðasta ári stafar aðallega af vaxandi fjölda erlends
vinnuafls hér á landi. Sjö af tíu gjaldhæstu einstaklingum landsins búa í Reykja-
vík. Skattskrár eru öllum aðgengilegar til 11. ágúst næstkomandi.
REYNDU AÐ HINDRA AÐGENGI AÐ SKATTSKRÁM Forystumenn Sambands ungra sjálf-
stæðismanna, þeir Ýmir Örn Finnbogason og Borgar Þór Einarsson, mættu á skrifstofu
Skattstjórans í Reykjavík í gær og reyndu að koma í veg fyrir aðgengi almennings að
skattskránum.
10 GJALDHÆSTU EINSTAKLING-
ARNIR Á ÖLLU LANDINU
1 Arngrímur Jóhannsson 170.809.499 kr.
2 Ármann Ármannsson 160.848.115 kr.
3 Aðalsteinn Karlsson 132.917.861 kr.
4 Guðmundur A. Birgisson 127.494.394 kr.
5 Hreiðar Már Sigurðsson 110.032.665 kr.
6 Halldór Jón Kristjánsson 94.348.461 kr.
7 Sigurður Helgason 92.206.665 kr.
8 Jákup á Dul Jacobsen 92.061.383 kr.
9 Þórarinn Elmar Jensen 87.504.752 kr.
10 Ingunn Gyða Wernersdóttir 83.923.596 kr.
ÁLAGNING Arngrímur Jóhannsson
flugmaður, oft kenndur við flug-
félagið Atlanta, er sá einstakling-
ur sem greiðir hæst opinber gjöld
árið 2006. Samtals greiðir hann
tæpa 171 milljón króna í tekju-
skatt og útsvar.
Arngrímur stofnaði flugfélagið
Air Atlanta árið 1986 ásamt
þáverandi eiginkonu sinni, Þóru
Guðmundsdóttur, en hann seldi
hluta af eign sinni í félaginu í
fyrra þegar það varð hluti af Avion
Group. Er þar að hluta til komin
skýringin á því að Arngrímur
greiðir jafnháa skatta í ár og raun
ber vitni. Hann segir það þó enga
sérstaka tilfinningu að vera
skattakóngur. „Ég gerði bara mitt
framtal eins og hver annar maður
og velti því ekkert fyrir mér hvort
ég yrði hæstur,“ segir hann og
kveðst ætla að borga sína skatta
eins og til er ætlast. „Endurskoð-
andinn minn sagði mér frá því
fyrir nokkru að þetta yrði niður-
staðan og það eina sem ég vissi
ekki var að ég yrði efstur,“ segir
Arngrímur Jóhannsson, flugstjóri
og stjórnarmaður í Avion Group.
- ssal
Arngrímur Jóhannsson er skattakóngur Íslands 2006:
Greiðir rúmar 170 milljónir
ARNGRÍMUR JÓHANNSSON FLUG-
STJÓRI Átti von á að þurfa að greiða
háa skatta en velti því ekki fyrir sér
hvort hann yrði skattakóngur.
VEISTU SVARIÐ?
1 Hver er markahæst í Landsbanka-deild kvenna í fótbolta?
2 Hvers lenskt var dagblaðið sem birti skopmyndir af Ehud Olmert?
3 Hvar fundust bækur við uppgröft nýverið?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50