Fréttablaðið - 29.07.2006, Page 13
LAUGARDAGUR 29. júlí 2006 13
Daglega eru vel á annað hundrað
olíuflutningabílar í umferðinni og
því í raun óumflýjanlegt að þunga-
flutningabíll fullur af olíu lenti
fyrr eða síðar í óhappi á þjóðveg-
um landsins líkt og nú hefur gerst
í Ljósavatnsskarði. Við getum hins
vegar þakkað fyrir að ekki fór
verr, að enginn slasaðist alvarlega
eða lét lífið og að umhverfisskað-
inn er ekki meiri en raun varð á.
Við hljótum þó að leiða hugann að
því hvað hefði gerst ef bensín
hefði lekið út í vatnsból eða meng-
að grunnvatn á stóru svæði, hvað
hefði gerst ef slysið hefði átt sér
stað í meiri umferð t.d. í Hval-
fjarðargöngunum og hvað hefði
gerst ef eldur hefði brotist út.
Allt tal um að banna olíuflutn-
inga um þjóðvegina er hins vegar
ábyrgðarlaust – enn sem komið er.
Nú þegar er stórum hluta elds-
neytis dreift um landið með skip-
um en til að íbúar landsins og
ferðalangar geti fyllt á tankinn er
nauðsynlegt að dreifa eldsneyti.
Það er hins vegar vert að skoða
aftur reglur um eldsneytisflutn-
inga og kanna hvort hægt er að
draga enn frekar úr slysahættu.
Mengunarlausar samgöngur
Undanfarin misseri hefur Íslensk
nýorka, í samstarfi við erlenda
aðila, staðið fyrir tilraun með að
keyra strætó á vetni. Tilraunin
hefur vakið verðskuldaða athygli
á heimsvísu og áhugi erlendra
aðila á áframhaldandi samstarfi
er mikill. Fremstu bílaframleið-
endur heims gera sér vonir um að
fyrstu fjöldaframleiddu vetnisbíl-
arnir komi á götuna 2010. Það
býður upp á gífurleg tækifæri
fyrir Íslendinga, sem bæði eiga
gnægðir vatns og mikið af
umhverfisvænni raforku (enn sem
komið er). Tækifærin felast ekki
eingöngu í því að landið er sjálfu
sér nógt um orku til að knýja sam-
göngur og vöruflutninga heldur er
orkugjafinn mengunarfrír, sem er
ómetanlegt fyrir ímynd landsins.
Vetni og öryggi
Það sem fáir hafa hins vegar áttað
sig á er kostir vetnis þegar kemur
að öryggismálum. Með tilkomu
vetnis verða í raun allir meiri hátt-
ar eldsneytisflutningar úr sögunni
því það er hægt að framleiða það
úti um allt land. Til þess þarf
aðeins aðgang að vatni og raf-
magni. Ef þörf verður á að flytja
vetni á milli staða t.d. af hag-
kvæmniástæðum er ljóst að hætta
á stórslysum og umhverfisskaða
verður óveruleg. Efnið er hvorki
eldfimt né mengandi.
Þessi öryggissjónarmið og
möguleikarnir sem felast í Vetnis-
samfélaginu Íslandi eru atriði
sem Samfylkingunni finnst brýnt
að verði könnuð til hlítar.
Grípum tækifærið
Strætóverkefninu lýkur næstkom-
andi janúar en verkefnið hefur að
langmestu leyti verið kostað af
erlendum aðilum. Íslensk nýorka
hefur nú sótt um styrk til íslenskra
stjórnvalda til að gera tilraunir
með að nota vetni á báta. Ekki er
farið fram á mikla fjármuni en
erlendir aðilar sem eru að verða
þreyttir á að borga allan reikning-
inn íhuga að leita annað með sam-
starf sitt. Íslensk nýorka gæti því
dottið út úr hópi fremstu fyrir-
tækja heims í vetnisrannsóknum
vegna þess að íslensk stjórnvöld
hafa bara áhuga í orði – ekki á
borði.
Ríkisstjórn Íslands ætti að sýna
í verki stuðning við mengunarfrí-
ar samgöngur, við umferðar- og
umhverfisöryggi og síðast en ekki
síst, við fólk sem sér tækifærin
sem felast í framtíðinni í stað þess
að einblína á fortíðina. Hún ætti
að grípa tækifærið.
Því miður er ólíklegt að Stór-
iðjustjórnin sýni slíka framsýni.
Sem betur fer höfum við tækifæri
til að skipta um ríkisstjórn í vor.
Grípum það!
Eldsneytisflutningar á þjóðvegum
Fyrir mistök var fyrirsögnin á grein
Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í
blaðinu í gær röng. Rétt fyrirsögn átti að
vera: Skattvik annað en skattsvik. Beðist
er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTTING
UMRÆÐAN
ELDSNEYTIS-
FLUTNINGAR
DOFRI HERMANNSSON
VARABORGARFULLTRÚI
SAMFYLKINGARINNAR
STEMNING Á HLAUPALEIÐUM
Skemmtikraftarnir verða staðsettir
meðfram hlaupaleiðum og munu
eiga stóran þátt í að skapa þá
mögnuðu stemningu sem verður
í hlaupinu.
HLJÓMSVEITAMARAÞON
Í LÆKJARGÖTU
Eftir maraþonhlaupin kl. 16.00 -
18.30 verður efnt til Hljómsveita-
maraþons á stóra sviðinu við hlið
útibús Glitnis við Lækjargötu.
Hljómsveitir og annað ungt og
upprennandi tónlistarfólk er hvatt
til að nýta sér þetta einstaka
tækifæri til að láta ljós sitt skína.
SKRÁÐU ÞIG NÚNA
Áhugasamir geta skráð sig á
www.glitnir.is/marathon eða með
því að senda póst á
skemmtikraftur@glitnir.is
með upplýsingum um hvaða
gjörning þeir ætla að vera
með fyrir 10. ágúst nk.
Ekki verður greitt fyrir atriðin
en þetta er einstakt tækifæri
til að koma sér á framfæri og
leyfa heiminum að njóta
hæfileika sinna.
MARAÞON
REYKJAVÍKUR
GLITNIS
19. ÁGÚST
Auglýsum eftir skemmtikröftum til að gleðja og hvetja
þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis 19. ágúst.
ERTU MARAÞON –
SKEMMTIKRAFTUR?
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Nokkur blaðaskrif hafa orðið að
undanförnu um landhelgismál og
þorskastríðin. Þar hafa birst nöfn
margra þeirra stjórnmálamanna
er einkum komu við sögu.
En mér virðist að þarna hafi
að mestu gleymst að geta þess að
allar útfærslur landhelginnar
byggðust fyrst og fremst á land-
grunnslögunum, sem sett voru
1948. Þar var einkum byggt á
mikilli og traustri undirbúnings-
vinnu Hans G. Andersen þjóð-
réttarfræðings en ákvarðanatak-
ana var að mestu í höndum þeirra
Stefáns Jóhanns Stefánssonar
forsætisráðherra og Bjarna
Benediktssonar utanríkisráð-
herra. Þarna voru vitrir menn að
verki og þessum lagagrunni tókst
aldrei að hnekkja. Enda þeir tví-
menningar sennilega snjöllustu
lögmenn landsins. Útfærslurnar
í fjórar, tólf, 50 og 200 mílur
byggðust, sem fyrr segir, á
traustum grunni og lagasetning-
in frá 1948 skyldi ekki gleymast.
Yfir í aðra sálma. Framsóknar-
menn brugðu á það ráð í borgar-
stjórnarkosningunum síðustu að
breiða yfir nafn og númer og
kenna framboð sitt við ex-bé.
Árangurinn varð ekki mikill.
Þetta minnir á það er ráðamenn
Borgaraflokksins skiptu um nafn
á flokki sínum, eftir að þeir sáu
fram á vonlausa kosningabaráttu.
Þeir höfðu nefnilega tekið sæti í
ríkisstjórn (langaði óskaplega í
ráðherrasæti). Það var þvert
gegn ákvörðun fyrrverandi for-
manns flokksins, Alberts Guð-
mundssonar. Árangurinn varð
enginn enda engir garpar þar á
ferð. Flokkurinn þurrkaðist út.
Merkasta
löggjöfin
UMRÆÐAN
SIGURÐUR JÓNSSON SKRIFAR UM LAND-
HELGISMÁL OG FRAMSÓKN
1 dálkur 9.9.2005 15:19 Page 6