Fréttablaðið - 29.07.2006, Side 16

Fréttablaðið - 29.07.2006, Side 16
 29. júlí 2006 LAUGARDAGUR Benedikt Erlingsson hefur slegið í gegn með einleik sínum Mr. Skalla- grímsson í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Hann þykir fara á kostum í hlutverki Egils Skalla- grímssonar og hafa með frábærri sagnamennsku endurvakið áhuga landa sinna á ódælasta skáldi Íslands fyrr og síðar. Benedikt er fæddur á síðasta degi maímánaðar árið 1969. Tví- buri sem sagt og þykir bera þess öll merki. Hann þekkir hvern krók og kima leikhúss- ins enda fæddur í mikla leikhúsfjöl- skyldu. Móðir hans er Brynja Benediktsdóttir leikstjóri og Erlingur Gíslason leikari er faðir hans. Reyndar er sagt að Benedikt eigi ígildi auka- móður í Ásdísi Benediktsdóttur, sem var ráðskona á heimili þeirra hjóna og tók virk- an þátt í uppeldi Benedikts. Hann er eina barn þeirra hjóna en á hálfbræðurna Guðjón og Friðrik samfeðra. Ættir sínar rekur Bene- dikt til Reykja- víkur í föðurætt en móðir hans fæddist í Skafta- fellssýslu. Hann sleit barnsskón- um í Þingholtun- um en á sumrin fór hann í sveit á heimaslóðir móður sinnar, til bóndans á Möðru- dal á Fjöllum. Þar kynntist hann meðal annars hestamennsku, sem hann hefur verið hugfanginn af allar götur síðan. Hann er kominn af miklu sagnafólki og í gegnum afa sína og ömmur fékk hann innsýn inn í 19. öldina og sagnamenningu Íslendinga, sem hefur nýst honum vel í leikhúsinu, ekki síst í ein- leiknum um Egil og leikritinu Ormstungu, þar sem hann lék á móti Halldóru Geirharðsdóttir. Sem barn var Benedikt ljúfur og góður, sjálfstæður og aldrei til ama og gekk ekki í gegnum neitt mótþróaskeið svo heitið gæti á unglingsárunum. Þeim sem þekkja hann ber saman um að hann sé gömul sál og láti vel að leika forna menn. Þótt hann sé kominn af leik- húsfólki lá það ekki ljóst fyrir hvað hann tæki sér fyrir hendur að loknu stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð. Foreldrum hans fannst líklegast að hann yrði náttúrufræðingur eða bóndi og varð hverft við þegar þeir fréttu það utan úr bæ að hann hefði sótt um og komist inn í Leiklistarskóla Íslands. Sem leikari hefur vegur hans legið beint upp á við og hróður hans borist út fyrir landsteinana, því hann hefur bæði leikið og leik- stýrt í Svíþjóð og Danmörku, meðal annars í sjónvarpi. Fyrir tæpum áratug var hann að leik- stýra í Malmö í Svíþjóð þegar hann kynntist núverandi eigin- konu sinni, dönsku leikkonunni Charlotte Böving. Þau eiga saman sjö ára dóttur að nafni Anna Rós- hildur, en seinna nafnið er í höfuð- ið á ömmu Bene- dikts sem var jógagúru. Sjálf- ur er Benedikt sagður andlega þenkjandi. Þeir sem hafa unnið með Bene- dikt bera honum vel söguna og lýsa honum sem eðalmenni í alla staði. Frumleiki er hans aðall og í honum er mikil og jákvæð orka sem smitar aðra auðveldlega. Hann er fynd- inn, jafnvel dálít- ill trúður í sér og heldur stuðinu jafnan uppi, án þess þó að vera yfirborðskennd- ur því hann á ekki síður gott með að tala um dýpstu hluti. Hann talar reyndar mjög mikið eins og tvíbura er siður. Helsti löstur Benedikts er víst sá að hann getur verið ótta- legur slóði. Það fer til dæmis aldrei á milli mála þegar hann er í heimsókn hjá foreldrum sínum, skórnir liggja hér, úlpan þar, bækur á víð og dreif og þar fram eftir göt- unum og hefur hvorki foreldr- um hans né eig- inkonu tekist að venja hann af þessum plagsið. Þetta þykja þó smámunir saman- borið við kostina, enda er hann umhyggjusamur og ættrækinn með eindæmum. MAÐUR VIKUNNAR Fæddist með gamla sál BENEDIKT ERLINGSSON LEIKARI Þingflokkur Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs hefur skorað á íslensk stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva frekari manndráp og eyðileggingu í Líbanon og hefur þingflokkurinn í því sambandi minnt á að öll ríki Sameinuðu þjóð- anna geti haft áhrif í þessu efni. Samkvæmt ályktun SÞ númer 377 er heimilt að kalla saman Allsherjarþing SÞ og samþykkja þar kröfu um að hernaðaraðgerðir verði stöðvaðar. Fyrir þessu eru nokkur fordæmi, til dæmis þegar Ísraelar, Bretar og Frakkar réðust inn í Egyptaland í kjölfar þess að Egyptar þjóðnýttu Súez-skipa- skurðinn árið 1956. Ályktun 377 kom upphaflega til sögunnar árið 1950 að frumkvæði Bandaríkjastjórnar, sem leitaði leiða til að komast framhjá neitunar- valdi Sovétríkjanna í Öryggisráði SÞ. Það var reyndar Bandaríkja- stjórn, sem nýtti sér þessa aðkomu í Súez-deilunni vegna neitunar- valds Breta og Frakka í ráðinu. Ályktun 377 gengur einnig undir heitinu Sameining í þágu friðar, Uniting for peace. Í ályktuninni er minnt á þá skyldu Sameinuðu þjóð- anna og allra stofnana þeirra að „halda uppi friði og öryggi og í því skyni grípa til sameiginlegra ráð- stafana“. Þegar er þrýstingur víða um heiminn á að ríkisstjórnir krefjist þess að Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna komi saman þegar í stað, til þess að álykta í þessa veru. Mikil- vægt er að Ísland hafi frumkvæði og komi skriðunni af stað. Nú er það Bandaríkjastjórn sem beitir neitunarvaldi sínu í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna og heldur þannig verndarhendi yfir hernaði Ísraela. Sem áður segir var öldin önnur fyrir 50 árum, því þegar Frakkar og Bretar beittu neitunar- valdi sínu í Öryggisráðinu, voru það Bandaríkjamenn sem gripu til ályktunar 377. Allsherjarþingið kom saman að þeirra frumkvæði og var samþykkt krafa um að inn- rásarherir Breta, Frakka og Ísraela drægju sig til baka frá Egyptalandi. Þetta hafði gríðarleg áhrif heima fyrir í þessum ríkjum. Herirnir hurfu á braut og í Bretlandi varð þetta til þess að forsætisráðherr- ann hrökklaðist frá völdum. Yfirgnæfandi meirihluti ríkja heims er andvígur innrás Ísraela í Líbanon. Enginn vafi leikur á því að meirihluti væri nú fyrir því að sam- þykkja kröfu um að endi yrði þegar í stað bundinn á árásir af hálfu Ísra- ela. Staðfest hefur verið að Ísraelar fremja stórfelld mannréttindabrot og stríðsglæpi í Líbanon og Palest- ínu. Sá sem ekki gerir allt sem í hans eða hennar valdi stendur til þess að stöðva ódæðið er samsekur. Það á líka við um ríkisstjórnir. Þar með talið ríkisstjórn Íslands. Ísland getur haft áhrif í Líbanon UMRÆÐAN LÍBANON ÖGMUNDUR JÓNASSON ALÞINGISMAÐUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.