Fréttablaðið - 29.07.2006, Page 20
29. júlí 2006 LAUGARDAGUR20
timamot@frettabladid.is
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og
útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda
á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5000.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför ástkærs bróður okkar og mágs
Heiðars Þórarins
Jóhannssonar
Lundargötu 10, Akureyri.
Sérstakar þakkir til tónlistar- og vélhjólafólks sem
heiðraði minningu Heiðars á fallegan og eftirminni-
legan hátt.
Jón Dan Jóhannsson Ruth Hansen
Rúnar H. Jóhannsson Jónheiður Kristjánsdóttir
Guðmundur Jóhannsson Eva Þ. Ingólfsdóttir
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts okkar
ástkæra
Einars Sæmundssonar
fyrrverandi formanns KR, Jökulgrunni 27, Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 12G
Landspítalanum við Hringbraut fyrir frábæra
umönnun og vinarhug.
Auður Einarsdóttir
Ásbjörn Einarsson Jóna Guðbrandsdóttir
Sigrún Elísabet Einarsdóttir Gunnar Guðmundsson
Helga Einarsdóttir Ólafur Davíðsson
barnabörn og barnabaranbörn.
MERKISATBURÐIR
1836 Sigurboginn er vígður í
París.
1890 Hollenski listmálarinn
Vincent van Gogh deyr í
Frakklandi eftir að hafa
skotið sig tveim dögum
áður.
1900 Umberto fyrsti Ítalíukon-
ungur er ráðinn af dögum
af anarkistanum Gaetano
Bresci.
1934 Eysteinn Jónsson verður
fjármálaráðherra 27 ára
gamall þegar ríkisstjórn
Hermanns Jónassonar tekur
við völdum.
1957 Alþjóða kjarnorkumála-
stofnunin er stofnuð.
1958 Geimferðastofnun Banda-
ríkjanna er komið á fót.
1977 Þýskur bankaræningi er
handtekinn í Reykjavík með
277 þúsund mörk.
ALEXIS DE TOCQUEVILLE (1805-1859)
FÆDDIST ÞENNAN DAG.
„Yfirborð Ameríku er þakið
lýðræðislegri málningu, en af og til
er hægt að sjá liti gamla aðalsveld-
isins koma í gegn.“
Alexis de Tocqueville var franskur stjórnmála-
fræðingur.
Eitt umtalaðasta hjónaband fyrr og
síðar hófst á þessum degi fyrir 25
árum síðan þegar Karl Bretaprins gekk
að eiga Díönu Spencer í St. Paul´s
dómkirkjunni.
Díana fæddist árið 1961 með blátt
blóð í æðum en fjölskylda hennar bjó
á landareign Elísabetar II drottningar
og hún lék sér með bræðrum Karls,
þeim Játvarði og Andrési, sem barn.
Díana varð Lafði Díana árið 1975 þegar faðir hennar
tók við jarlstign. Þegar Díana kom heim úr námi frá
Sviss hóf hún störf í leikskóla og endurnýjaði kynni
sín við konungsfjölskylduna. Þau Karl trúlofuðu sig í
febrúar árið 1981 og giftu sig síðan hálfu ári síðar og
horfðu hundruð milljónir manna á í sjónvarpsútsend-
ingu.
Tæpu ári eftir giftinguna fæddist þeim sonurinn
Vilhjálmur sem er næstur á eftir föður sínum til þess
að erfa bresku krúnuna. Um haustið
1984 fæddist þeim annar sonur,
Harrý en erfiðleikar í hjónabandinu
gerðu fljótlega vart við sig.
Í september árið 1992 skildu
þau Díana og Karl að borði og sæng
en sinntu konunglegum skyldum
sínum þó áfram og ólu syni sína
upp í sameiningu. Skilnaðurinn
gekk endanlega í gegn árið 1996
en þrátt fyrir það voru hjónin enn sem fyrr mjög í
kastljósi fjölmiðlana.
Díana var dáð af breskum almenningi og eftir
skilnaðinn starfaði hún að ýmsum mannúðarmálum.
Hún lést árið 1997 eftir að hafa lent í bílslysi í París
með kærasta sínum Dodi Fayed og varð þjóð sinni
mikill harmdauði.
Karl giftist í ágúst í fyrra Camillu Parker Bowles en
þau höfðu átt í ástarsamandi til fjöldamargra ára.
ÞETTA GERÐIST 29. JÚLÍ 1981
Karl og Díana giftast
Sigrún Oddsdóttir fagnar í dag fimm-
tugsafmæli sínu og í tilefni af því ákvað
hún að setja saman ljóðabók þar sem er
að finna ljóð yfir langt tímabil, allt frá
því að hún var unglingur. „Ég hafði
hana nú bara svona heimatilbúna,“
segir Sigrún og hlær, „ég gerði náttúr-
lega ekki ráð fyrir frekar en aðrir að
einhver hefði áhuga á því að gefa út
ljóð en það er aldrei að vita,“ segir Sig-
rún þegar hún er spurð um það hvort
hún ætli að gefa bókina út.
Sigrún hefur starfað við ýmislegt í
gegnum tíðina og sat meðal annars í
sveitarstjórn á Vopnafirði þegar hún
bjó fyrir austan. „Ég var nú bara beðin
um að koma inn í það og fór í framboð,
eiginlega bara strax eftir að ég kom
austur, og eins og fólkið sagði, hún er
varla búin að taka upp úr ferðatöskun-
um,“ segir Sigrún og hlær. „Ég kenndi í
mörg ár, fyrst við framhaldsskóla og
síðan kenndi ég við grunnskólann á
Vopnafirði og rak líka öldungadeild og
kvöldskóla þar,“ segir Sigrún og bætir
við að sér hafi líkað vistin vel á Austur-
landi.
Árið 1997 kom út barna- og fjöl-
skyldusagan Vinabönd eftir Sigrúnu en
hún hefur skrifað og ort frá unga aldri.
„Svo hef ég verið með ljóð í tveimur
bókum sem ritlistarhópur Kópavogs
hefur gefið út og það er mjög virkur
hópur sem hefur verið starfandi í tíu ár
og við höfum gefið út þrjár ljóðabæk-
ur,“ segir Sigrún.
Sigrún bjó í um áratug fyrir austan
en er núna flutt í Hafnarfjörð, þar sem
hún segist kunna mjög vel við sig. Hún
hefur kennt bæði við grunn- og fram-
haldsskóla í gegnum tíðina og segir
mikinn mun þar á. „Í framhaldsskóla
er maður ekki að ala upp, þetta eru ein-
staklingar sem eru komnir til þess að
læra en í barnaskóla er maður líka
mikið í uppeldishlutverki og í sam-
skiptum við foreldra, það er bara mjög
gaman hvort á sinn hátt.“
Í tilefni afmælisins ætlar Sigrún að
gefa Söru stuðningsdóttur sinni í Níger-
íu eina geit en hún hefur styrkt hana í
sex ár. „Það mætti vekja athygli á því
að þetta eru tæpar tvöþúsund krónur á
mánuði sem maður styrkir þessi börn
um og þau fá skóla og fæði og læknis-
kostnað og allt greitt. Allt í einu blasir
við þeim nýtt líf, það væru örugglega
svo margir sem gætu bætt því við,
þetta er svo lítill peningur í sjálfu sér,“
segir Sigrún og bætir því við að hana
langi mjög að hitta stuðningsdóttur
sína.
„Ég ætla að halda dömuboð í tilefni
dagsins og bjóða vinkonum, og frænk-
um og mömmum og öllum stelpunum í
kringum mig,“ segir Sigrún. „Ég bara
vona að það verði líf og fjör eins og allt-
af þegar kvenþjóðin kemur saman,“
segir Sigrún að lokum.
gudrun@frettabladid.is.
SIGRÚN ODDSDÓTTIR: FIMMTUG Í DAG
Sendir frá sér ljóðabók í
tilefni dagsins
SIGRÚN ODDSDÓTTIR AFMÆLISBARN Sigrún hefur gott útsýni yfir höfnina frá heimili sínu í Hafnarfirði
og segist hafa mikið yndi af því að fylgjast með skipunum og lífinu á höfninni. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Helga Margrét Sigtryggsdóttir
Hlévangi, Faxabraut 13, Keflavík,
lést á heimili sínu laugardaginn 22. júlí. Útförin fer fram
frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 1. ágúst kl. 14.00.
Dagný Jóhannsdóttir Jóhann Hákonarson
Erna Jóhannsdóttir Jón Sævin Pétursson
Lilja Jóhannsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
10.30 Ingibjörg Á. Johnsen, kaupmaður, Vestmannaeyjum, verður
jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum.
HITABYLGJA Hinn tíu ára gamli Csami fær sér risastóran ávaxtafrostpinna í
hitabylgjunni sem geisað hefur í Evrópu undanfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jóhanna Björg Th.
Ingimundardóttir
frá Patreksfirði,
sem lést fimmtudaginn 27. júlí á Droplaugarstöðum,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 31.
júlí kl. 11:00.
Þóra F. Ólafsdóttir Sigvaldi Sigurjónsson
Kristbjörg Ólafsdóttir Halldór Valdín Gíslason
Þórarinn Kr. Ólafsson Arnhildur Ásdís Kolbeins
Guðjón B. Ólafsson Finnbjörg Skaftadóttir
G. Sigurrós Ólafsdóttir Guðmundur Bjarnason
50 ára afmæli
50 ára er í dag
Magnús Rúnar
Magnússon
rafiðnfræðingur hjá Orkuveitu
Reykjavíkur til heimilis að
Hesthömrum 11 í Reykjavík.
ÚTFARIR