Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 27
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Birgir Sigurjónsson fornbílaeigandi festi nýlega kaup á Ford Galaxie 500 Ltd, árgerð 1965. Birgir er mjög ánægður með bílinn og segir hann vera í frábæru ástandi. „Ég fann hann á Ebay en maður þorir varla að segja frá því,“ segir Birgir. „Mönnum finnst það ansi djarft að taka svona stóra áhættu því oft eru þessir bílar sem menn eru að kaupa á Ebay algjör skrapatól. Ég fékk hins vegar meira en 30 myndir af þess- um bíl og því ákvað ég að taka áhættuna. Það borgaði sig alveg.“ Bíllinn sem Birgir keypti er í góðu ástandi enda hefur honum aðeins verið ekið 16.000 mílur á rúmum fjórum ára- tugum. „Það varla sér á honum, hann er alveg eins og nýr. Það eina sem ég hef þurft að gera er að skipta um dælur í bremsunum, næstum því allt annað er upprunalegt.“ Birgir viðurkennir að hann setjist aðeins undir stýrið á bílnum við góð tækifæri og hann hafi ekki í hyggju að fara á malarvegi á honum. „Nei ertu alveg frá þér, ekki á svona bíl. Ég geymi hann ekki einu sinni úti,“ segir hann hlæjandi. Aðspurður um hvort svona bíll eyði ekki miklu bensíni svarar hann: „Vafalaust gerir hann það, en það er aldrei mælt á svona bílum enda eru þeir ekki keyrðir það mikið að maður spái í það.“ Þetta er fornbíll númer tvö hjá Birgi því hann á fyrir annan bíl sem hann er að gera upp um þessar mundir. „Ég er bara svo heppinn að vera með góða aðstöðu fyrir bíl- ana í fyrirtækinu sem ég rek og get því geymt þá þar inni allt árið.“ valgeir@frettabladid.is Fann fornbíl á Ebay Birgir er að vonum ánægður með fornbílinn Ford Galaxie sem hann keypti á Ebay.FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR GÓÐAN DAG! Í dag er laugardagurinn 29. júlí, 210. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 4.24 13.34 22.42 Akureyri 3.50 13.19 22.45 Reiknaðu út viðmiðunarverð á bílum inni á heimasíðu Bílgreinasambandsins, www. bgs.is. Veldu framleiðanda, týpu, akstur og árgerð. Heimasíðan sér um að reikna út verð frá aldri, akstri og afskriftum. Verðið er þó einungis til viðmiðunar en mjög sniðugt engu að síður. Munið að athuga með olíu, rúðupiss, loft í hjólbörðum og fleira nauðsynlegt áður en haldið er út á land. Það er ekki nóg að vera vitur eftir á. Borgarfjörður eystri er með heitari svæðum landsins um þessar mundir. Í kvöld halda Belle & Sebastian og Emilíana Torrini stórtón- leika í þorpinu og er búist við um þúsund gestum á svæðið. Um verslunar- mannahelgina er einnig búist við fjölmenni á Álfaborgar- sjens. Gönguhátíð í Vesturbyggð fer fram um helgina. Hún hófst í gær og stendur fram á sunnu- dag. Þeir sem hafa áhuga á að skreppa í göngu ættu að skoða dagskrána en í boði eru stuttar og langar gönguferðir. ALLT HITT [ BÍLAR FERÐIR ] George Michael á sviði EXPRESS FERÐIR LÁTA EKKI Á SÉR STANDA OG ÆTLA AÐ SKELLA SÉR MEÐ GÓÐUM HÓPI Á TÓNLEIKA MEÐ GEORGE MICHAEL Í LUNDÚNUM. George Michael ætlar í tónleikaferð í lok þessa árs og í nóvember mun hann koma fram í Lundúnum. Aðdáendur kappans hafa tilefni til að hoppa hæð sína af gleði því Express ferðir láta ekki sitt eftir liggja og ætla að skemmta sér ærlega með fríðu föruneyti ferðamanna í Lundúnum á tónleikum George Michael. Tónleikarnir, sem verða með einskonar „best of“ sniði, verða haldnir á Earls Court þriðjudaginn 28. nóvember. Ferðin kostar 69.900 krónur á mann og innifalið er flug, gisting í tvær nætur með morgunverði og miði á tónleika George Michael. Ef áhugi er fyrir hendi að lengja ferðina þá er það lítið mál. Tónleikar George Michael verða án efa eftirminnilegir. Borð H úsgagna Lagersala 20. - 31. júlí 9-18 virka daga10-16 laugadag Krókhálsi 10simi: 557-9510 Allt að 80% afsláttur af útlitsgölluðum vörum Komdu og gerðu góð kaup Sófar og margt fleira...Rúm Skápar Speglar Púðar Nuddstólar TORFÆRAN ER KOSTNAÐARSÖM Ragnar Róbertsson tekur þátt í torfærumótum um land allt. BLS. 3 MARAÞON Á MÚRNUM Íslenskir hlaupagarpar ferðuðust til Kína og hlupu eftir Kínamúrnum. BLS. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.