Fréttablaðið - 29.07.2006, Side 32
[ ]Það er skemmtileg tilbreyting að skella sér til Viðeyjar. Nú er hægt að fara fyrir 1.100 krónur og innifalið er vaffla með kaffinu á Viðeyjarstofu.
Um miðjan maí síðastliðinn
lagði vaskur hópur leið sína
alla leið til Kína í þeim tilgangi
að hlaupa maraþon á hinum
víðfræga Kínamúr. Pétur Ingi
Frantzson, maraþonhlaupari
og íþróttaþjálfari, var með í
för og sagði hann ferðina hafa
heppnast fullkomlega.
Maraþon á Kínamúrnum er árlegur
viðburður og flykkist fólk hvaðan-
æva að úr heiminum til að taka þátt.
Að þessu sinni voru 25 Íslendingar
sem fóru út á vegum Bændaferða
og tóku þátt í þessu skemmtilega
hlaupi. Á maraþondeginum er hluti
múrsins lokaður af fyrir hlaupar-
ana. Mismunandi lengdir eru í boði,
heilt maraþon, semu eru 42 kíló-
metrar, hálft maraþon og einnig
var hægt að hlaupa fimm eða tíu
kílómetra. „Í upphafi ferðar fórum
við upp á múrinn til að skoða leið-
ina sem átti að hlaupa. Þá smituð-
ust þeir sem ætluðu ekki að hlaupa
og skráðu sig í fimm og tíu kíló-
metra hlaup. Stemningin var svo
góð að allir vildu taka þátt,“ segir
Pétur Ingi Frantzson, íþróttaþjálf-
ari og maraþonhlaupari af lífi og
sál. „Í ferðinni var bæði hlaupahóp-
urinn minn, Laugaskokk, og einnig
var hlaupahópur frá Selfossi og ein
hjón.“
Maraþonið sjálft hófst svo 20.
maí. Alls hlupu um 900 manns í
maraþoninu á misjöfnum vega-
lengdum og af þeim hlupu um 500
manns í heilu maraþoni. „Dagurinn
var hreint út sagt frábær,“ segir
Pétur. „Veðrið var æðislegt, það var
eins og hitinn hefði verið skrúfaður
niður meðan hlaupið stóð yfir. Við
hlupum upp á múrinn og eftir
honum nokkra kílómetra. Svo ligg-
ur leiðin niður aftur og út á sveita-
veg og í bakaleiðinni er aftur hlaup-
ið upp á múrinn og á þessum tíma
eru næstum eingöngu maraþon-
hlauparar á múrnum.“
Pétur segir hlaupið vera afar
krefjandi en hópurinn hafi gefið
sér góðan tíma til að njóta ferðar-
innar um leið. „Þetta er krefjandi.
Á hlaupaleiðinni eru um 3.500
tröppur sem þarf að glíma við og
eru þær mjög misjafnar að hæð.
Ein er kannski fjörutíu sentimetrar
meðan sú næsta er tíu sentimetrar.
Þess vegna þurfti maður að vera
sífellt vakandi fyrir næsta skrefi.
Mér fannst þetta mikið afrek og
upplifunin var ógleymanleg. Við
reyndum að halda hópinn, hlupum
með íslenska fánann með okkur og
nutum þess í botn að taka þátt í
þessu. Við vorum ekkert að stressa
okkur á tímanum og reyndum að
stoppa sem oftast til að njóta útsýn-
isins og njóta þess að vera þarna.“
Einn af meðlimum Laugaskokks
er Rögnvaldur Bergþórsson en
hann þjáist af geðklofa. Pétur hefur
verið Rögnvaldi innan handar í um
tólf ár og segir Pétur félagsskapinn
og hreyfingu hafa gert Rögnvaldi
gott. „Bara með hreyfingunni einni
saman hefur Rögnvaldi tekist að
minnka lyfjainntökuna sína um
helming og það eitt er dæmi um
hvað hægt er að gera fyrir fólk sem
glímir við þennan sjúkdóm. Rögn-
valdur hefur hlaupið um sautján
maraþonhlaup með Laugaskokki og
ferðast með okkur víða um heim.
Þrátt fyrir lofthræðslu lét hann sig
hafa það að hlaupa á Kínamúrnum
og stóð sig alveg frábærlega,“ segir
Pétur.
Að loknu hlaupi var slegið upp
myndarlegri galaveislu á Peking-
hótelinu sem er eitt elsta og virt-
asta hótel Kínverja. Pétur segir alla
umgjörðina, bæði af hálfu Bænda-
ferða og aðstandenda hlaupsins,
hafa heppnast frábærlega en þátt-
taka í Kínamúrsmaraþoninu er
orðin fastur liður hjá Bændaferð-
um ár hvert. Þegar Pétur er spurð-
ur hvort hann ætli sér að hlaupa
Kínamúrinn aftur hlær hann dátt
og segist nú þegar vera búinn að fá
einn til að fara með sér í maí á
næsta ári. johannas@frettabladid.is
Maraþon á múrnum
Íslensku maraþonhlaupararnir héldu hópinn á múrnum og hlupu með íslenska fánann í farteskinu. Tíminn skipti þau minna máli og
reyndi hópurinn að njóta fagurs útsýnis samhliða skokkinu. MYND KRISTJÁN SVEINSSON
Kínamúrshlaupið reynir mikið á enda eru
um 3.500 tröppur á hlaupaleiðinni.
MYND KRISTJÁN SVEINSSON
Íslenski hópurinn náði vel saman og heppnaðist ferðin frábærlega. MYND KRISTJÁN SVEINSSON
Hlaupafélagarnir Pétur Ingi Frantzson og Rögnvaldur Bergþórsson fyrir framan hliðið inn í
Forboðnu borgina í Peking. MYND KRISTJÁN SVEINSSON
Stærsta töskuverslun landsins
Skólavörðustíg 7, Rvk,
Sími 551 5814
kr. 1.950,-
kr. 1.950,-
kr. 3.700,- kr. 1.900,-
Töskur í ferðalagið
������������������������������
������������������������������
��������������
�������
����������
����
������������
�������������� �