Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 29.07.2006, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 29. júlí 2006 7 Á dögunum fór hópur Íslend- inga í gönguferð á vegum ÍT ferða um Balkanfjöllin í Búlgaríu. Hjördís Hilmarsdóttir var skipu- leggjandi ferðarinnar en að hennar sögn er þetta í fyrsta sinn sem íslenskur gönguhópur gengur á þessum slóðum. „Búlgararnir í skálunum höfðu aldrei hitt Íslend- inga áður svo ég er nokkuð viss að við séum þau fyrstu,“ segir Hjör- dís. Búlgarar eru almennt aftarlega á merinni hvað varðar túrisma. „Að fara á þetta svæði var eins og að fara 40 ár aftur í tímann,“ segir Hjördís. „Þeir eru einfaldlega enn að koma undan kommúnismanum.“ Þó svo að þróunin í ferðaiðnaðinum sé skammt á veg komin er öll þjón- usta fyrsta flokks. Hvert sem komið var var fólkið kurteisin uppmáluð. Svanhvít Antonsdóttir var í gönguhópnum og hún tekur undir það að þjónustan hafi verið góð. „Allar máltíðir voru þrírétta og fólkið var afar vinalegt,“ segir Svanhvít. Hún rómar einnig fegurð- ina á gönguleiðunum en játar að gistiaðstaðan beri það með sér að vera 40 árum eftir samtímanum. „Einn gististaðanna var frekar rakur og lítt lystugur, en hinir voru fínir,“ segir Svanhvít. „Nokkra þeirra var líka nýbúið að gera upp.“ Önnur ferð er fyrirhuguð á sömu slóðir 31. ágúst og geta áhugasamir sett sig í samband við ÍT ferðir. Gengið í Búlgaríu Fagurt er um að lítast á gönguslóðum á Balkanskaga. St. Pétursborg Dagana 27. september til 4. október verður farin ferð til Pétursborgar á vegum Bændaferða. Margir telja borgina eina þá fallegustu í heimi og verður flogið þangað í beinu flugi með Icelandair. Fararstjóri ferðarinn- ar er Pétur Óli sem hefur búið árum saman í borginni og þekkir því hvern krók og kima. Farið verður í áhuga- verðar skoðunarferðir um Pétursborg og nágrennið. Reynt er að kynnast sögunni og menningunni á sem fjöl- breyttastan hátt, bæði með því að skoða merka staði og borða góðan mat. Hér gefst að sjálfsögðu einnig tími til að slappa aðeins af og versla. Nánari upplýsingar um ferðina má finna á www.baendaferdir.is. haustferð } Það er fallegt um að litast í Pétursborg. Vertu undir allt búinn – það er minna mál en þú heldur. Reyndir heims- hornaflakkarar vita að stundum ganga ferðalög vel, og stund- um ekki. Flestir þekkja sögur af týnd- um farangri, annaðhvort af eigin raun eða í gegnum vini og vandamenn, og þeim raunum sem því getur fylgt. Margir kjósa að vera undir það búnir að vera viðskila við farang- ur sinn og geta þannig tekist á við lífið í nokkra daga án mikilla vand- ræða. Ein leiðin er að ferðast allt- af með lítinn bakpoka á sér og hafa í honum tannbursta og tann- krem, sokkapar, nærföt, vatns- flösku og eilítinn gjaldeyri til að geta keypt mat, leigubílsfar og gistingu. Þetta kann að virðast ógurlega léttvægt, en prófaðu að lifa án þessara hluta í þrjá daga og athug- aðu hversu gaman það er. Ferskur á ferðalagi – Mest lesið Þetta gæti tekið tíma Er fasteignin þín ekki í mest lesna fasteignablaðinu? Þegar hægist um á fasteignamarkaði er mikilvægara en nokkru sinni að auglýsa á besta staðnum. Samkvæmt nýjustu könnun Gallup* lesa 40% fleiri Íslendingar á aldrinum 25–49 ára Allt-fasteignir en Fasteignablað Morgunblaðsins. Vertu viss um að eignin þín nái athygli sem flestra! *Samkvæmt könnun Gallup, maí 2006 F í t o n / S Í AEinstakt enskunámskeið Fyrir þá sem vilja styrkja enskugrunninn, tala og skilja enska tungu. • Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum • Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist frá Friðriki Karlssyni • Vinnubók með enska og íslenska textanum • Taska undir diskana • Áheyrnarpróf í lok náms Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið Allar uppl‡singar www.tungumal.is eða í símum 540-8400 eða 820-3799
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.